Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1960, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1960, Blaðsíða 4
56 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ingarsjóður standi á bak við það. Þetta eru hinar frægu deilugreinar þeirra Einars Kvarans og Sigurðar Nordals. Reynist sagan sönn, þykist ég byggja það á sæmilegum líkum að bókinni verði vel tekið; svo eru þeir margir sem í áratugi hafa haft orð á því við mig að umræddar greinar ætti að endurprenta. Líklega er það of snemt að hefja nú endurprentun allra skáldrita Einars Kvarans. En ný útgáfa smá- sagna hans ætla ég fyrir víst að væri tímabær. Ekki er það mitt að segja hvort þá ætti einnig að taka þær sögurnar, allar eða einhverjar, er höfundurinn taldi sjálfur ekki verðar endurprentunar. Enginn þarf að láta sér til hugar koma að þær verði ekki endurprentaðar þeg ar sá tími er hjá liðinn að lagastaf- ur geti bannað. Sjálfur sagðist hann telja að sinn rithöfundarferill hæf- ist með „Vonum“ og ekki vilja við- urkenna til geymslu það sem eldra væri, en eigi að síður hefir „Sveinn káti“ verið tekinn með í safnið. Þeg ar ísafoldarprentsmiðja gerði hina fögru útgáfu af „Ljóðum“ hans 1934 — þar sem útgerðin samsvarar efn- inu og bókin er svo að unun er að handleika hana — var það fyrir mitt frumkvæði. Þá var Gunnar Einarsson forstöðumaður prent- smiðjunnar og tók strax vel tillögu minni. Sjálfur hafði höfundurinn ekki látið sér neitt slíkt til hugar koma, en það hygg ég að honum þætti vænt um tilboðið, enda þótt hugur hans væri þá mjög snúinn að öðrum hlutum en geymslu skáld ritanna. Aldrei mintist hann einu orði á höfundarlaun, en hins vil ég ekki láta ógetið að Gunnar borgaði honum svo að ég hygg að nálega mætti höfðinglegt kallast, eftir því sem þá gerðist um ritlaun. Eg vildi þá helzt að tekin yrðu með æsku- kvæði hans, þau er prentuð hafa verið og sum eru dálítið gáskafull. En við það mál var ekki komandi; hann aftók það með öllu. En fleira var nú gert til þess að minnast Einars Kvarans á aldaraf- mæli hans. Oft hefir svo virzt sem Háskólinn væri miður vakandi en skyldi, en í þetta skipti mókti hann ekki. Það mun varla ofmælt að er- indi það, er Steingrímur J. Þorst- einsson prófessor flutti þar fyrir þéttsetnum hátíðasalnum, væri með afbrigðum gott. Skilning- ur hans á Einari Kvaran var merkilega alhliða og að sama skapi glöggur, erindið einart og svo skipulega saman sett sem bezt mátti verða. Undarlegt að það skuli ekki síðan hafa verið endurtekið í útvarpi, svo að alþjóð gæfist kostur á að hlýða á það. Til allrar þjóðarinnar átti það erindi. Annars leysti útvarpið sinn þátt prýðilega af hendi. Sumir hafa haft orð á því, að erindi Guð- mundar Hagalíns hafi of mik- ið snúist um hann sjálfan. Þetta er alveg gagnstætt mín- um skilningi; einmitt með því að gera grein fyrir sínum eigin kynn- um af manninum tókst honum að gera mál sitt sérstaklega ljóst og lifandi. Ég hygg að það sé mála sannast að honum segðist prýði- lega. En það sem líklega snart okk- ur gamla vini Einars dýpra en nokk uð annað þenna eftirminnilega dag, var að fá ennþá einu sinni að hlýða á rödd hans sjálfs, er flutt var af talplötu hið átakanlega kvæði hans, „Á jólunum 1915“. Líklega má telja að Þjóðleikhúsinu tækist einna sízt að halda merkinu á lofti, og er þó miklu lofsorði lokið á örstutt er- indi er Steingrímur J. Þorsteins- son flutti þar. Upplestur Guðbjarg- ar Þorbjarnardóttur er sagður hafa verið alveg frábær. En ég fæ ekki betur séð en að þeir hafi rétt fyrir sér er segja að leikhúsið hefði við þetta tækifæri átt að sýna „Hall- stein og Dóru“, einkum þar sem þetta er eitt hinna beztu íslenzkra leikrita. Ekki get ég að því gert að aldrei finnst mér Einars Kvarans tilhlýði- lega minnzt ef ekki er um leið getið konu hans, frú Gíslínu. Hún var honum svo mikil stoð að ég veit ekki hvað hann hef ði orðið án henn ar, og hann mat hana líka svo óum- ræðilega mikils. Æviferill hans var ekki nein rósabraut. Hann var alla ævi lítt heilsuhraustur og eftir að hann kom heim, hrakaði heilsunni, enda varð hann þá um hríð að vinna við óhentug skilyrði, í hita- lausu herbergi mót norðri. En með tilkomu hans varð Isafold annað blað en hún hafði verið og Björn kunni að meta Einar. Stofnaðist með þeim sú vinátta er entist þeim ævina út. Ekki mun Einar hafa haft há laun, en þegar heilsa hans nú bilaði, reyndist Björn honum sann- ur drengur, eins og vænta mátti og styrkti hann til að leita sér heilsu- bótar erlendis. Skúli prófessor Johnson hefir ritað erfiðleikasögu hans árin sem hann var í Winnipeg, og það er átakanleg saga. Að hugsa sér þenna stórgáfaða og mjög svo menntaða mann verða að heyja slíka baráttu þar sem hann var að reyna að lyfta löndum sínum á ofur lítið hærra menningarstig. En vita- skuld voru þeir þá enn flestir fá- tækir og áttu hver um sig nóg með að fullnægja brýnustu nauðsynjum daglegs lífs. Fyrir stoltan mann hlýtur þetta að hafa verið sönn eld- raun. Og svo ofan á allt annað var hitt, að Einar var að eðlisfari mað- ur sem elskaði frið og hataði allan ófrið, en varð þó að heyja þrotlausa baráttu fyrir sannfæringu sinni og áhugamálum. Af þeim stórmenn- um andans, sem ég hefi haft það lán að hafa náin kynni af, voru þeir tveir sem ég vissi þurfa mest á styrk sinna ágætu kvenna að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.