Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1960, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1960, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 99 ir umsjá Tómasar skálds Guð- mundssonar, og framan við það er einkar hugðnæm ritgerð eftir hann um höfundinn. Engin áreitni er þar, en það mun margur ekki lá Tómasi að hann hefir ekki getað komist hjá þeirri athugasemd, að kirkjan reis gegn Einari þegar hann hóf að skýra spíritismann einmitt fyrir að flytja þá kenningu, sem hún hafði sjálf barið bumbur sínar fyrir um nítján alda skeið. Þetta munu nú prestarnir fyrirgefa Tómasi, því vel munu þeir kunna því, að sannleik- urinn sé sagður, hver sem hann er. Einn hinna meiri skörunga presta- stéttarinnar, sem kvaðst hafa varað sóknarbörn sín (vitanlega af stóln- um) við spíritismanum þegar fyrst bárust fregnir af „trúboði“ vinar hans og skólabróður, varð síðar einn hinn allra-ötulasti boðberi hinnar nýju hreyfingar, og í hans hlut féll það að hefja merkið þegar dauðinn felldi hinn fyrsta merkis- bera. Þeim fór nokkuð svipað sum um öðrum, er í upphafi voru and- stöðumenn hreyfingarinnar. Þor- steinn Gíslason lýsti því síðar yfir opinberlega að sín andstaða hefði stafað af vanþekkingu. Slík yfir- lýsing, gefin af eigin hvötum, var drengileg og hún var Þorsteini hk. Sannleikurinn er sá, að andstaðan grundvallaðist öll á vanþekkingu; mennirnir þekktu málið ekki af eigin raun. Ekki verður séð á því bindi sem út er komið hjá Almenna bókafé- laginu, hve mörg þau eiga að verða. En eigi að gera blaðamennsku Ein- ars Kvarans dálítið sæmileg skil, er naumast unt að hugsa sér minna en þrjú eða fjögur bindi til viðbót- ar þessu. Að slíku safni yrði hinn mesti fengur fyrir alla, en engum mundi útgáfan meiri greiði en blaðamönnum. Það yrði meira en lítið sem þeir gætu af henni lært. „Það er ekki verið að greiða úr málunum11, sagði Einar eitt sinn við mig í tilefni af ritstjórnargrein, er birzt hafði í einu blaðanna þann daginn- og hann var mjög hneyksl aður á. Honum gazt yfir höfuð ekki að okkar blaðamennsku eins og hún var orðin síðustu áratugina sem hann lifði. Það er líka mála sannast að hún þyrfti að taka gagn gerðri breytingu ef vel ætti að vera. Sjálfur skrifaði hann gerólíkt því sem nú tíðkast. Hans regla var að ræða máhn með rökum — einmitt að greiða úr þeim. Því væri það svo einkar æskilegt að þjóðin fengi á ný að kynnast blaðagreinum hans, alveg eins fyrir það, að mörg þau mál, er í hans tíð voru rædd heyra nú aðeins sögunni til; en að læra að þekkja sögu okkar eins og hún gerðist, er þá út af fyrir sig sannarlega ekki einskisvert. Sem dæmi þess, er nú var sagt, vildi ég nefna ritlinginn „Um hvað er barist?“, sem hann skrifaði að beiðni miðstjórnar Sjálfstæðis- flokksins fyrir kosningarnar 1911, og dreift var þá um landið. Ritið til greinir hvergi höfund sinn, og nú vita orðið fáir hver skrifaði. Ef til vill var það aldrei á allra vitorði, og svo mikið er víst að ekki hefir Halldór Hermannsson vitað það er hann samdi bókaskrá sína. En þeg- ar endurprentaðar eru greinir Einars um deilumál, verður í mörg um tilfellum að segja nokkur skil á rökum andstæðinganna, og svo mundi hann hafa viljað að gert yrði. Hann dró enga dul á það síðar þegar rætt var um þau efni að það hefði verið upp og ofan hverjir höfðu rétt fyrir sér, hann eða þeir sem hann átti í höggi við; þeir vissu stundum það sem íann vissi ekki fyr en síðari tími leiddi það í ljós. Þá eru það ritdómar hans, sem ávalt voru merkilegir, og þarf endi lega að taka með einhverja þeirra. Um langt skeið voru þeir ýmsir, er skrifuðu gagnmerka ritdóma, og má nefna fyrstan og máske fremst- an síra Friðrik J. Bergmann, en annars t. a. m. Jón Ólafsson og Valtý Guðmundsson, enda þótt við bæri að hjá Jóni gætti nokkurrar hlutdrægni, og ekki má láta þeirra Björns Jónssonar og Þorsteins Gíslasonar ógetið; minna má líka á síra Jónas á Hrafnagih og Jón Stef- ánsson. Hjá Einari ætla ég að hvergi verði vart hlutdrægni, en óljúft hlýtur honum stundum hafa verið að þurfa að fella harðan dóm. Rétt sem dæmi má nefna ,,Jón Ara- son“ Matthíasar, sem hann skrifaði um í ísafold. Hann setti Matthías ofar öllum samtíðarskáldum sínum og hafði þegar á unglingsárum fengið sérstaklega hlýjan hug til mannsins. Svo kynlegt sem það kann að virðast, langaði Matthías ávalt til að verða sjónleikaskáld, enda þótt hans geysimikla gáfa lægi á öðru sviði og væri með þeim yfirburðum að hann þurfti sízt að hlaða undir sig þar sem hann átti ekki heima. Einar gat ekki annað en dæmt þessa tilraun hins mikla skálds nokkuð hart, og Matthías sem annars þoldi svo merkilega vel aðfinslur á því sviði sem var hans konungdæmi, veitt honum að léni af sjálfum skaparanum, reyndist nú hvumpinn í veikleika sínum og andmælti dómi Einars, sem þá bara kom með ný rök fyrir sínu máli. Nú mun enginn deila um það, hvort þessara tveggja skálda hafði þarna traustari málstað. Útgefendur beggja þeirra rit- safna, er nú hafa verið nefnd, til- greina samvizkusamlega við hverja ritgerð hvar hún var áður prentuð. Vitanlega er þetta svo sjálfsagður hlutur að ekki hefði komið til mála að nefna ef ekki hefðu þekkst hér þau háðulegu vinnubrögð að van- rækja með öilu þessa frumstæðu skyldu. Heyrst hefir því fleygt að þriðja safnið væri á leiðinni og að Menn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.