Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1960, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1960, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 67 ur i Selju. Nú er sá dagur kom, er konungur hafði á kveðið, þá kvað Sig- hvatur vísu þessa: Seinn þykir mér sunnan sókndjarfur Haralds arfi. Langur er, en lýðum þröngvir lífs sorg, konungs morgunn, hvatki er heiðis gatna hyrtælanda sælan, nú hef eg vætt í dag drottins, dvelur. Bíðk hans í Selju. Eftir það andaðist Sighvatur. Selja er lítil ey rétt fyrir sunnan Stað í Noregi, og var um skeið helgur staður. Sú var orsök þess, að írsk kon- ungsdóttir er Sunneva hét, flýði land vegna þess að heiðinn konungur ætlaði að þröngva henni til að giftast sér. Bróðir hennar, er Albanus hét, fór með henni og margt lið annað. Þau velkti lengi úti, en tóku seinast land á Selju og annarri lítilli ey, sem Kinn heitir. Þarna settist fólkið að í hellum og lifði á fiski, sem það veiddi í vötnum. Landsmenn urðu varir við þetta og töldu að þarna mundu illvirkjar vera, og gerðu orð Hákoni jarli Sigurðssyni. Hann fór þangað með miklu liði, en er írska fólkið sá það, forðaði það sér inn í hellana og bað guð að bjarga sér frá þessum heiðingjum. Hrundu þá hell- arnir yfir það og fórst þar hvert mannsbarn, en jarlsmenn gripu í tómt. Þegar Ólafur Tryggvason var kom- inn til ríkis í Noregi, reisti hann þarna kirkju. Það mun hafa verið rétt eftir að bændur í Firðafylki höfðu játazt undir kristna trú á Dragseiði, sem er þar skammt fyrir innan. Stóð kirkja þessi rétt fyrir framan hellirinn og var helguð Sunnevu. Voru bein þeirra systkinanna lögð í skrautleg skrín i altari kirkjunnar. Jafnframt var þarna reist Svartmunkaklaustur og helgað Albanus. Þetta varð brátt höfuðkirkj- an í Gulaþingslögum. Síðar varð þar biskupssetur. Kirkjum fjölgaði og urðu þær fimm: Kristskirkja, Maríu- kirkja, Mikjálskirkja, Sunnevukirkja og Albanuskirkja. Allt þetta írska fólk var talið sannheilagt og var messudagur þess 8. júlí og kallaður Seljumannamessa. Hann er enn í ís- lenzka almanakinu. Biskupsstóllinn var fluttur til Björgvinjar fyrir 1100, en skrín Sunn- evu var flutt þangað 1170. Frá Selju- — Misvindi — Nýar sígarettur í TÓBAKSVERKSMIÐJUNUM í Rich- mond í Virginia, eru menn kátir út af því, hve vel gengur salan á nýum tegundum af sígarettum, sem farið er að framleiða. Það eru sígarettur með götóttum pappír, svo að þær kæla reyk inn sjálfar, sígarettur með stuttum síum og sígarettur með löngum síum, og sígarettur með allskonar bragði og ilmi. Fyrir nokkrum árum var farið að framleiða sígarettur með mentólbragði, en það var þó með hálfum huga að framleiðendur settu þær á markaðinn. Hvemig fór? Nú seljast þær svo, að þær eru 10% af allri framleiðslunni, og sala þeirra eykst með ári hverju. Nú koma aðrar tegundir að keppa við þær. Það eru sígarettur með romm- bragði, kanelbragði, súkkulaðibragði, kókoshnetubragði, trjákvoðubragði, ananasbragði, eplabragði og jafnvel ilmi af nýslegnu heyi. Búist er við bví að þessar tegundir muni verða svo vinsælar, að þær útrými hinum gömlu tegundum á fáum árum. Það þykir nauðsynlegt að blanda tóbaksreykinn með öðrum ilmi. Jafn- hliða fer þó fram ýtarleg rannsókn á tóbakinu. Menn vita ekki enn hsemxg það er saman sett, sumir tóbaksfram- liðendur segja að í því sé um 4000 mismunandi efni. Þeir hafa vélar, sem reykja sjálfar og svo er reyknum safn- að í loftheldar flöskur Tóbaksblöðin eru tætt sundur og efnagreind ná- kvæmlega. Og svo eru sérstakir menn, svokallaðir „smakkarar", sem reyna hverja sígarettutegund og gefa úr- klaustri fór seinasti krossferðaleiðang- ur frá Norðurlöndum 1271. Klaustrið brann 1305, en hefir senni- lega verið endurreist, því að getið er um Hákon ábóta þar 1451. Síðan hefir það brunnið aftur, eins og rannsóknir hafa sýnt, og þá hafa einnig brunnið allar kirkjurnar fimm. Telja menn að það hafi varla orðið fyrir tilviljun, heldur muni víkingar (sænskir?) hafa brennt staðinn. Rústir hans voru frið- lýstar á árunum 1035—40. Þarna hvílir islenzka skáldið Sig- hvatur Þórðarson. skurð um hvernig bragðið sé að þeim. Allt þetta kemur út af þeim aftur- kipp, sem kom í söluna þegar þvi var haldið fram, að menn fengi lungna- krabba af að reykja sígarettur. Hér var mikið í húfi, því að Bandaríkja- menn hafa reykt um 485 miljónir af sígarettum á ári. Nú skulu fundin ný ráð til þess að markaðurinn bregðist ekki. Ný aldursgreining BANDARÍSKUR VÍSINDAMAÐUR, dr. George C. Kennedy, hefir fundið upp nýa aðferð til að greina aldur berg tegunda, leirkera og hrauna. Aðferðin byggist á þvi að hita það efni, er reyna skal, allt að 450 st. C. og athuga bjarmann sem af þvi leggur þá. Segir Kennedy að á þessum bjarma megi sjá, hvenær efnið hafi seinast orðið glóandi af hita. Hann hefir gert til- raunir á hrauni frá Alaska og komist að raun um að það muni vera um 200.000 ára gamalt. En hann segir að hægt sé að mæla aldur hluta þótt þeir sé 10 sinnum eldri, eða um 2 miljón ára gamlir. Þessi uppgötvun er talin munu greiða mjög fyrir rannsóknum forn- fræðinga og jarðfræðinga, og muni eigi hafa minni þýðingu en ,,kol-14" aðferðin, sem notuð er til þess að greina aldur lífrænna efna. Epli varna tannskemmdum ATHUGANIR SEM gerðar hafa verið á skólabörnum vestan hafs, sýna það að tannskemmda gætir miklu mirrna hjá börnum, sem eta hrá epli á hverj- um degi, heldur en hjé hinum, sem ekki eta epli. Talið er að þetta stafi af því, að eplasafinn sé hollur fyrir tenn- urnar og tannholdið, og auk þess hreinsist tennur og munnur vel við það þegar epli eru tuggin. Skortur á ildl EINS OG kunnugt er, daprast mönnum sjón, heyrn og minni með aldrinum. Nú halda vísindamenn því fram, að þetta stafi aðallega af því, að líkam- anum berist ekki nóg ildi. Með aldrin- um hætti menn að draga andann að sér jafn djúpt og áður, en taugakerfið sé mjög viðkvæmt fyrir því ef líkam- inn fær ekki nóg ildi. Ekki er talið líklegt að hægt sé að bæta úr þessu, linari andardráttur orsaki þessi elli- mörk hjá mönnum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.