Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1960, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1960, Blaðsíða 2
84 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ægilegi hraði. En ekki er kyrstað- an betri. Því hún er dauði. En lítið skyldi í eiði ósært. Get- ur það verið að hún sé of • yfir- borðsleg og fljótfærnisleg álykt- unin hér að framan um rótleysið og gleymskuna? Efalaust eru þau sannmæli orð skáldsins að „allt sé munað, allt sé geymt í alvitund- ar hæðum“. En getur það ekki hugsazt, að hin dýpri vitund okk- ar, sem sálfræðin, að því er virð- ist, er með öllu búin að viður- kenna, grípi inn í þessa alvitund eða sé einhvers konar útjaðar hennar? Getur það verið að langt niðri í sálardjúpinu geymi þjóðin minninguna um gengna garpa sína og geti þar gripið til hennar og dregið hana fram þegar nauðsyn- in eða atvikin knýja á? Betur að svo væri. Og stundum vaknar hjá okkur neisti af trú á þenna hugs- anlega möguleika. Um hálfrar aldar skeið hélt Ein- ur Hjörleifsson Kvaran á loft þeim kyndli — óvenjulega marglitum — sem lýsti þjóðinni veginn til hærri menningar, göfugri hugsunarhátt- ar, mannúðlegra lífemis og miklu víðara útsýnis en hún hafði áður átt að venjast. Síðasta þriðjung sinnar löngu æfi lét hann þenna kyndil meira að segja lýsa út yfir rökkurmóðu dauðans og sýna að yfir þessa miklu móðu lá brú, svo traust að ekkert var að óttast. „En hinu megin var himin að sjá og hlæjandi blómskrýdda velli“, alveg eins og verið hafði handan við jarðgöng Sindbaðs. Og þegar hann hafði sjálfur séð þetta fagra land, þótti honum sem það skipti þjóð hans öllu máli að hún mætti líka horfa þangað og búa sig undir að ganga brúna sem þangað lá. í sam- anburði við þá nauðsyn, varð hon- um allt annað smávægilegt. Þjóð- in varð að skilja að „yfir er guð, en enginn djöfull, utan stríð, sem lögum hlýðir“. Hún varð líka að skilja að tilveruleysið er ekki til. Þetta varð boðskapur Einars Kvarans, og með dauðann fyrir augunum lýsti hann því yfir, að hann tryði því, að til þess að flytja þénna boðskap, hefði hann verið sendur inn í jarðlífið. Á guðlega stjórn heimsrásarinnar trúði hann örugglega hina síðustu áratugi æfi sinnar. Það sem mönnunum þurfti að lærast, var að vinna með þeirri stjórn, en ekki móti henni. Þeir urðu að fá skilning á því, að hér í þessu jarðlífi erum við ekki ann- að en börn sem eru að búa sig undir lífið — lífið handan landa- mæranna. Þáð er heimskulegur hugsunarháttur að miða allt við jarðlífskjörin. Sannarlega var þessi maður einn hinna miklu leiðtoga þjóðarinnar. Eigi að síður var það svo, að nú þegar hann hafði legið á þriðja áratug í gröf sinni, hugðum við mörg að hann væri flestum gleymdur og æfistarf hans sömu- leiðis. Lítið beint framhald hafði orðið á því starfi og fátt benti á að maðurinn sjálfur væri í minn- um geymdur. Það skyldi þá helzt vera sú óumdeilanlega staðreynd, að útgáfur þær, er komið höfðu af skáldritum hans, höfðu selzt með ágætum svo lengi sem nokk- urt eintak var að fá, og nú var svo komið að ekkert var lengur fáanlegt, nema ljóðakver hans. En verður það er varir og svo það sem ekki varir. Á aldarafmæli hans í vetur kom það eftirminni- lega í ljós, að gleymskusvefninum höfðu margir sofið laust. Blaða- mennirnir, sem um fram aðra eiga að vera vökumenn þjóðarinnar, lúrðu að vísu ofur-notalega, en aðrir voru vakandi og meira að segja glaðvakandi. Hann hafði á sínum tíma verið — ásamt Haraldi Níelssyni — upphafsmaður Sálar- rannsóknafélagsins, og síðan for- seti þess til dánardags. Nú hugðum við að fremur væri orðið dauft yfir félaginu og starfskraftar þess fáir. En lengi er von á einum ,og Fönix reis nú gullfjaðraður úr ösku sinni. Félagið sendi frá sér stórmyndar- legt (og efalaust í aðalatriðum vel heppnað) úrval (Eitt veit eg) af ritgerðum Einars Kvarans um spíritistisk efni, svo merkilegt að aldrei hefir fyr verið til á íslenzku ein bók er svo gerði yfirgripsmikla grein fyrir því, hvað spíritisminn er í raun og veru og hvað hann kennir. Framan við úrvalið er rit- gerð um höfundinn, eftir síra Svein Víking, og má nálega segja að hún sé með ágætum. Hitt er leitt að prófarkalestur á þessari ágætu bók hefir tekizt miður en skyldi, og nauðsynlegt að úr verði bætt með leiðréttingamiða. Sem dæmi um mistökin má geta þess, að máls- grein sem hefst í þriðju línu á bls. 88 er svo úr lagi færð að prenta þarf upp nokkrar fyrstu línurnar. Þá er neðarlega á bls. 380 ofaukið neitunarorðinu „ekki“, svo að merking setningarinnar umhverfist alveg; aftur á móti vantar þetta sama orð efst á bls. 386, og snýst merkingin að sjálfsögðu við einnig þar. Enn er neðarlega á bls. 381 prentað aðeins „lúta“ fyrir „lúta að“, og vitanlega breytir þetta al- veg merkingunni. En úr þessum leiðinlegu ágöllum er auðvelt að bæta, svo ekki þurfa þeir að rýra gildi ágætrar bókar. Sagt er að hver meðlimur í Sálarannsókna- félaginu fái eintak af bókinni við svo lágu verði að ég þori ekki að nefna það, en það hlýtur að vera langt fyrir neðan framleiðslu- verð. Gott að sitja við þann eld. Samtímis hóf Almenna bókafélag ið útgáfu ritgerða Einars og blaða- greina um önnur efni. Er komið út fyrsta bindið (Mannlýsingar), und-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.