Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1960, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1960, Blaðsíða 8
60 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Bréf: Braðnauðsyn á góðum vegi milli Crindavíkur og Reykjaness FYRSTA fjórðung þessarar aldar fór eg nokkrum sinnum milli Grindavíkur og Reykjanessvita. Sú leið var selnfarin og erfið, og ekki minnist eg þess að neinar endur- bætur væri gerðar á henni allan þennan tíma. Það mun hafa verið Ólafur Sveinsson vitavörður, er fyrstur kastaði þarna grjóti úr götu. Ólaf- ur og synir hans voru menn harð- duglegir til verka, og þeir ruddu þarna veg svo að bílar gátu kom- ist alla leið út að vita. Nú hefir verið gerð akfær leið um Hafnir suður að vita. Og í sum- ar fórum við fjórir í jeppa þessa leið að gamni okkar. Síðan var förinni heitið inn til Grindavíkur. Ekki höfðum við langt farið, er við komum að ljótum skúrræfli, niður brotnum, rétt við hinn svo- kallaða veg. Þar fór saman ömur- leiki þessa mannabústaðar og veg- arins, ef veg skyldi kalla, því að hann hefir verið vanhirtur eins og kofinn. Og nú er hann kominn í þá niðurníðslu, að þarna er lítið betra að ferðast heldur en var um aldamótin. Leiðin milli Grindavíkur og Reykjanessvita er ekki nema svo sem 10—12 km. Þar eru engar þær torfærur er staðið geti nýtízku vinnuvélum snúning. Og þarna þarf að gera góðan veg hið bráð- asta. Segja má, að vegur þessi sé ekki nauðsynlegur fyrir byggðina sjálfa, Togarinn Jón Bald- vinsson á strand- staðnum. en hann er nauðsynlegur vegna þess hvað ströndin er hættuleg siglingum. Þarna hafa ótal skip strandað. Er þar skemst á að minn- ast olíuskipið „Clam“ (af því drukknuðu 27 menn) og togarann „Jón Baldvinsson“. Ef skip strandar á þessum slóð- um, er nauðsynlegt að bílar kom- ist sem fyrst á strandstaðinn með björgunarsveit og björgunartæki. Hér geta nokkrar mínútur skilið á milli lífs og dauða, þar sem brima- söm klettaströnd er alla leið. Skip geta brotnað þar í spón á stuttri stund. Það er gott að eiga duglegar björgunarsveitir og góð björgun- artæki, en það er nauðsynlegt að b j örgunarsveitirnar geti komist með tæki sín á slysstað sem allra fyrst. Og ströndin milli Grinda-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.