Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1960, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1960, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 61 Úr ríki náttúrunnar; H rúðurkarl ar FRÁ UPPHAFI siglinga hafa hrúð- urkarlar valdið mönnum stórtjóni — þessar einkennilegu skelja- myndanir, sem setjast á botn skip- anna, draga úr ferð þeirra og gera þau þung og sein í vöfum. Hrúðurkarla þekkir hvert mannsbarn, sem komið hefir í grýtta fjöru. Þeir eru þar allstað- víkur og Reykjanesvita er einn samfeldur slysastaður, og þess vegna þarf að koma góður vegur eftir henni endilangri. Eg beini því þeirri áskorun til Slysavarnafélags íslands, Ferðafé- lags íslands og hinna nýkjörnu þingmanna Reykjaneskjördæmis, að þessir aðiljar taki allir höndum saman um að koma því sem fyrst í framkvæmd, að góður vegur komi milli Grindavíkur og Reykja- nessvita. Margar hendur vinna létt verk, og það er betra að ljúka því af áður en nýtt slys verður á þess- um slóðum. Sæmundur Tómasson. ar á steinum, klettum og skerjum, og jafnvel á skeljum, sem skolað hefir á land. Þetta eru hringlaga kalkbyggingar með opi í toppn- um, eins og þær sé örsmáar eftir- líkingar af eldgígum. En þessir gígar hafa ekki myndast þarna sjálfkrafa, heldur eru þeir reglu- legar byggingar, gerðar af ör- smáum lífverum, sem ekki eru ósvipaðar marflóm að úthti. Bygg- ingarefni sitt, kalkið, hafa þaar unnið úr sjónum, og límt það sam- an með kvoðu úr sjálfum sér, svo að það er eitilhart og hinn örugg- asti bústaður. Upp um gatið eða strompinn stinga svo þessi litlu kvikindi nokkrum falmurum, sem eru svipaðir fjöðrum. í þessum fjöðrum festist lífsvif úr sjónum, og á því lifa kvikindin. Fjöldi þess- ara vistarvera er svo nærri landi, að undan þeim fjarar tvisvar á sólarhring. En 1 hvert skifti sem bert loft leikur um þær, loka kvik- indin strompnum á sérstakan hátt og opna hann ekki aftur fyr en bústaðurinn er kominn á kaf með flóði. Menn sjá því sjaldan kvik- indin sjálf, heldur aðeins bústað þeirra. Um langan aldur heldu menn að þfeð væri lindýr, sem gerðu sér þessa einkennilegu skála, og mundu vera í ætt við skelfiska. En nú vita menn að þetta eru krabba- dýr og í ætt við humra. Þau eru tvíkynja og gjóta hrognum sínum inn í skýlinu og þar klekjast þau út. En ungviðið er jafn ólíkt for- eldrinu eins og maðkur er ólíkur fiðrildi. Og allt í einu streyma þau upp um strompinn eins og reykur, og eru þegar sjálfbjarga. Síðan taka þau ýmsum myndbreytingum með aldrinum, þangað til þau fá á sig humargerfi. Þá setjast þau um kyrrt hvar sem þau geta fengið fastan grundvöll undir hús sín, svo sem á skeljum, steinum, bryggjum eða skipsbotnum. Þar byrja þau svo að byggja hús sín og líma þau svo fast við grunninn, að þaðan geta þau ekki hreyfzt. Og síðan búa þap árum saman í þessum húsakynnum, ef mennirn- ir láta þau óáreitt. Með ótrúlegum hraða geta þau hlaðist utan á skip og gert á þau þunga brynju, sem dregur mjög úr hraða þeirra, því að viðnám

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.