Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Side 24

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Side 24
672 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þú i ac^ra jor í Þú fagra jörð, ég ann þér alla stund, ég er af þinni rót, og barn míns lands. Mig dreymir við þín fjöll, og sævar sund og sé mitt líf í hendi skaparans. Hér lýtur allt og þjónar þinni mynd, til þín ég sæki orku, vit og mál. Við brjóstin þín ég teyga af lífsins lind og lauga . þínum augum mina sál. Og þegar hjartans hinstu slög ég finn, ég heyri þagna blóðsins veika nið: Þá býður þú mér þreyttum faðminn þinn í þögn og kyrrð, sem veitir hvíld og frið. Kjartan Ólafsson. hægt að misskilja, hvað hann fór. Hann tjáði henni frá dansleiknum og kossinum og gerði mikið veður af þessu. Hann hefði lagt mannorð ungu stúlkunnar í hættu, krenkt ef til vill æru hennar, og yrði að minnsta kosti að biðla til hennar og komast að raun um, hvort hún vildi hcum, en jafnframt væri hann örvilnaður af því að komast ekki hjá að yfirgefa hana, beztu vinuna, sem honum hefði hlotnazt á ævi sinni. Og hann kom með upphróp- anir um beiska iðrun sína og lang- loku vun svívirðilegt hverflyndi sitt. Hann flóði í tárum meðan hann skrifaði þetta, hann hugsaði sér að hann væri þegar snauður eig- inmaður forríkrar konu og var nógu hrelldur til að skilja auðnu- leysi sitt og gera sér enn einu sinni grein fyrir, að hann gerði rétt. Hann hafði komið heim af dans- leiknum um fjögurleytið, og hann var í þrjár stundir að skrifa bréfið með öllum þess umritunum og út- strikunum, upphrópunum, hálf- sögðum sannleika, slóttugri grimmd og ísmeygilegum ástar- orðum. Að Því loknu kærði hann sig ekki um að ganga til náða, heldur fór á skemmtigöngu, og í leiðinni lét hann bréf sitt í póst- kassa. Hann var smeykur við að sofna því að hann vissi ekki í hvernig skapi hann kynni að vakna. Enn var líðanin góð, því að hann iðrað- ist ekki. Hann óttaðist iðrun. Hann rét reka á reiðanum. Allan hðlangan daginn gekk hann eins og í leiðslu. Hann forð- aðist að hugsa skýrt og rökrétt. í stað þess að endurskoða afstöðu sína lát hann hugann reika og gamnaði sér við ýmiss konar hug- myndir. Hann gekk og virti þær sér fyrir hugskotsauga líkt og menn virða fyrir sér skýjaborgir eða myndir, sem sjást í hrynjandi glóð. Honum var satt að segja fyrirmunað að hugsa, unz hann hefði biðlað til hinnar stúlkunnar og þokað skilnaðinum áfram. Honum kom ekki heldur dúr á auga næstu nótt. Það bólaði á hugs -unum við þröskuld vitundarinnar, en þeim var hrundið burt jafn- harðan af öðrum hugsunum, sem vildu einnig koma upp. Engar hugsananna gátu almennilega komið sér á framfæri, þyrptust aðeins að og sóttu á. Hann lá fyr- ir og gerðist þreyttur og örmagna við það, en hann taldi það þó skárra að skömminni til en að iðr- ast í sekk og ösku. Daginn eftir var aðfangadagur jóla. Þegar hann dró upp gluggatjöld- in um morguninn, sá hann hávax- inn mann í snjóugum loðfeldi halda eftir götunni. Á stóra sleð- anum hans var háfermi af vörum, en efst voru tvö jólatré. Karhnn hló dátt, þar sem hann sat, tveim röskum hestum var beitt fyrir sleðann, bjöhur voru á klöfunum, sem khngdi í, og hestarnir fóru á harða stökki. „Þetta eru jóhn“, varð Lénharði að orði, og hann brosti við. „Þetta er jólafaðirinn ágæti, sem ekur mn með gjafir sínar. Mér er forvitni á að komast að, hvort hann hefur nokkuð meðferðis til mín“. Síðan velti hann fyrir sér, hvers hann annars af sinni hálfu ætti að óska sér af jólunum. „Gamh jólafaðir", sagði Lén- harður, „þú ættir að vera orðinn næsta þreyttur á að úthluta sauma -pokum og kollhúfum. Þú ættir ekki að sauma í fleiri inniskó, Það er ei slíkt sem við kjósum af þér. En það kæmi sér, ef þú gætir kom- ið með smáljósker, sem nórði á vizku, er hjálpaði okkur að rýna í okkar eigin sálir — og granna okk- ar. Þá væru jól aufúsugestur við dyr margra manna“. Og hann hugsaði út í, hvílíkan frið og helgi slíkt myndi flytja á jörðu. Mannsviljinn, sem veldur hafróti veraldarinnar, ætti þá að sjá smæð sína, og hann myndi þá hafa hægt um sig. Og hin drottn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.