Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1958, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1958, Blaðsíða 16
632 l.ld; nl S NIS BRIDGE AD V G 10 9 2 ♦ K D G 10 6 4 *A 3 A G 7 6 4 -------- A A 8 3 2 V D 8 6 5 4 ♦ — * D 9 5 2 4K10 9 5 V A K 7 2 ♦ 85 + G 7 6 V — ♦ A 9 7 3 2 4 K 10 8 4 N V A S Þetta spil kom fyrir í keppni á Akur- eyri fyrir þremur þessar: árum. Sagnir voru N A S V 1 t pass 1 gr. pass 2 t. pass 2 hj. pass 3 hj. pass 4 hj. pass pass tvöf. pass pass V sló út S 4 og A drap með ás. Svo sló hann út H4 og þann slag fekk borð- ið á H 9. Nú kom T K og fekk V slag- inn og sló út tigli aftur, en þann slag fekk A á tromp. Nú er sama hverju A slær út. Slái hann út spaða, fær S slaginn á kóng og fleygir L 3 úr borði, kemur svo borðinu inn á L Á og slær út H 9. Ef A gefur þá gefur S líka og svo kemur tígull úr borði. Ef A trompar, þá drep- ur S og tekur svo af honum seinustu trompin. En þá er enn eftir tromp í borði og fríir tigulslagir . DRAUGAGANGURINN í HELLI Ekki er allt satt, sem stendur i gömlum fréttum, og svo var um frá- sögnina af draugaganginum í Helli, sem birt var í Lesbók 16. nóv. og tekin úr blaði 1914. Þar segir, að eftir að hjónin í Helli höfðu yfirgefið bæ- inn, hefðu karlmenn vakað þar um nætur og séð einhver býsn. Þeir, sem vöktu þar voru Jón bóndi í Asi og GRÓFIN í REYKJAVÍK — Hér er talið að verið hafi fyrsta uppsátur í Reykja- vík — uppsátur landnámsmannsins. Þá var fjörukamburinn um það bil sem nú er hornið á húsi V. B. K. Var kölluð Grófin þaðan og austur að Bryggju- húsinu. Þess vegna heitir gata þessi Grófin til minningar um það. Sjávargatar frá Vík heflr legið þar sem nú er Aðalstræti, en Ingólfsnaust hét þar sem nú er verslunin Geysir. Þar var krambúð kóngsverslunar sett, þegar hún var flutt á land frá Örfirisey. (Ljósm. 01. K. Magn.) Ólafur læknir ísleifsson í Þjórsártúni, en þeir urðu ekki varir við neitt. — Þá ber og að leiðrétta aðra villu 1 „Fjaðrafoki", þar sem sagt var — og farið eftir prentaðri heimild — að sumarið 1902 hafi 6 þingmenn komið gangandi norðan yfir Sprengisand. Þeir fóru að vísu Sprengisand, og þótti það nýlunda ,en þeir voru allir ríðandi, og hafði hver þeirra 2—3 hesta. í vallaannAl er þess getið, að árið 1668 hafi Boð- unardag Maríu (Maríumessu á langa- föstu) borið upp á fjórða dag páska. Páskadaginn hefir þá borið upp á 22. marz, en það er svo sjaldgæft, að slíkt hefir aðeins skeð þrisvar 'sinnum síð- an, árin 1693, 1761 og 1818. Á þessari öld kemur það aldrei fyrir og ekki á næstu tveimur öldum. FÖSTUMESSUR voru sungnar í Vestmannaeyum á miðvikudögum á langaföstu fram á síð- ari hluta 19. aldar, og var siður að allir sjómenn hlýddu föstumessum og þótti annað ósvinna. Með^p séra Páll Jónsson skáldi var prestur í Eyum, reri þar formaður úr Landeyum, er Þorsteinn hét Hreinsson. Skip hans hét Nói. Eitt sinn kom Þorsteinn ekki að hlýða föstumessunni. Setti séra Páll ofan í hann fyrir þetta, en það kom fyrir ekki. Skömmu síðar, einn mið- vikudagsmorgun, er séra Páll kom á fætur, aðrir segja að hann hafi komið frá kirkju að bæ sínum, sér hann að Þorsteinn er að róa fyrir Klettsnef. Mælti þá prestur af reiði fyrir munni sér, þó svo hátt að menn heyrðu: ,,Það má mikið vera, ef hann Þorsteinn rær á honum Nóa fyrir Klettsnef á mið vikudögum að ári“. — Bar nú ekker'. til tiðinda, það sem eftir var vertíð- ar. En um vorið eftir lokin, er Þor- steinn ætlaði að lenda báti sínum við Landeyasand, mölbrotnaði skipið í lendingu, en menn allir komust af. — (Saga Vestmanneya).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.