Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1958, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1958, Blaðsíða 1
Jón Pálmason alþingismaður: Spásagnir, álög og spekimál ÞAÐ er kunnugt af fornsögum okkar, að margir af landnáms- mönnum íslands, konum og körl- um, voru mikillar ættar. Margir komnir af konungum, jörlum og öðrum miklum höfðingjum í Nor- egi, Svíþjóð, írlandi og Danmörk. Margt af þeim voru hernaðar- sinnar. Sumir yfirgangsfullir sjó- ræningjar og ævintýramenn. Aðrir spaklátir vitsmunamenn, framsýn- ir og yfirburðamenn á andlegu sviði. Ljóðamálið var mörgum þeirra fast að því eins tiltækt eins og öðrum óbundið mál. Þótti það á fyrri öldum eins og síðari tímum merki mikilla vitsmuna og stund- um svipað til áhrifa, eins og það, sem annars er kallað galdur. í öllum fornsögum okkar kemur það greinilega fram, að margir hinna vitrari manna voru drauma- menn miklir og höfðu til að bera áhrifamikil dulmögnuð einkenni. Sáu fyrir óorðna hluti, reiknuðu út fyrirfram hver áhrif þetta og hitt mundi hafa á komandi tíð og gátu jafnvel lagt á menn alls kon- Jón Pálmason ar óhamingju eða tryggt þeim gæði sem ella voru óviss eða óhugsandi. Öll þessi einkenni hafa verið til í fari íslendinga á öllum öldum og svo mun enn. Þau virðast ekki nema mjög takmarkað bundin því hvort menn hafa verið Ásatrúar eða kristnir, kaþólskir eða Lútersk- ir. — Hin persónulegu andflegu dul- aröfl hafa þrifizt á öllum öldum. Hvort íslendingum hefir hrakað að þessu leyti á síðari tímum er ekki gott að fullyrða. Vissulega lítur þó svo út, sem svo sé. En sög- ur íslendinga hafa á síðari tím- um eigi verið skrifaðar af svo mik- illi hreinskilni, sem hinar fornu sögur. Atburðirnir eigi heldur eins stórfenglegir eins og fyr á tímum þegar vopnaburður, vígaferli og blóðhefndir áttu sér stað í hverju héraði. Það er því allt eins líklegt, að dularöflin séu til eins og áður meðal íslendinga. En að þeim sé minna hreyft. Liggi meira falin og ókunnari öðrum mónnum en áður var. Það má segja, að í hverri einustu af íslendingasögunum megi finna fjölmörg dæmi til sönnunar því sem hér hefir verið að vikið. Er þar um að ræða mikið og lítt tæm- andi rannsóknarefni fyrir sagn- fræðinga okkar. Gætu þær rann-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.