Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1958, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1958, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 621 Klukkan 9.30 um kvöldið hitti eg fé- laga mína í knæpu skammt frá hinum útvalda stað. Eg þóttist þegar sjá á þeim að þeim væri ekki rótt, og það var sem eg hresstist sjálfur við það. Eg varð hugrakkur og fór að gera að gamni mínu. Eg vissi að brátt mundu þeir reyna að telja mér hughvarf. — Hvernig líður þér? sögðu þeir. Eg sagði að mér liði ágætlega. — Heldurðu að það sé rétt af þér að reyna þetta? sögðu þeir svo. — Auðvitað — veðmál er veðmál, sagði eg og bar mig mannalega. — Ef þú vilt vera laus við það, þá...., byrjaði annar þeirra. — Nei, eg kæri mig ekki um að vera laus við það, hér er engin hætta á ferðum, sagði eg. Svo var fátt talað, og við vorum alltaf að horfa á klukkuna. Eg tók eftir því er eg kveikti mér í sigarettu, að eg var skjálfhendur. Svo afréðum við að leggja á stað, löngu áður en við þurftum þess. — Eg vona að við komum nógu snemma, sagði eg. — Við höfum nógan tíma, sagði ann- ar og það var eins og vonarhreimur í röddinni. Við gengum niður að brautinni og enginn okkar sagði orð. Og svo gengum við kippkorn upp með henni, þar til við komum á hinn tiltekna stað. Þá var klukkan 10.5. Ef hraðlestin fylgdi nú áætlun átti öllu að vera lokið eftir 11 mínútur. — Það er tími til að reykja seinustu sígarettuna, sagði eg, og þá var eg viss um það með sjálfum mér, að þetta yrði seinasta sígarettan sem eg reykti. Nú mátti heita aldimmt, og það var blessuð kyrð þarna, svo mikil kyrð að og heyrði æðasláttinn í höfði mér.... Við reyktum ákaft og reykurinn var kyr í loftinu í kring um okkur. Við töluðum í hálfum hljóðum. Eg man alls ekki hvað við vorum að tala um. Þegar klukkan var 10 mínútur yfir tíu, var kominn tími til þess fyrir mig að leggjast milli teinanna. Á þessari seinustu stund reyndu þeir að koma vitinu fyrir mig. Eg fann að þeir voru áhyggjufullir, en nú var of seint að snúa við. Eg gekk upp á brautina. Neðst í vestri var ofurlítil dagskíma, sem glóði á teinunum. Eg stóð kyr nokkra stund og hleraði. En eg heyrði ekkert. — Er þér alvara? kölluðu félagar mínir. — Já, sagði eg, en eg hefi aldrei verið jafn hræddur á ævi minni. Eg stóð kyr og hlustaði. Vindblær þaut í trjánum, hundur gelti í fjarska, bíll fór eftir veginum — annað heyrði eg ekki. Eg leit aftur til vesturs. Við dag- skímuna bar svartan flóka á hreyfingu. Eg leit á úrið mitt. Klukkan var nú 10.13. Ugla rak upp skræk í skóginum á bak við mig. Eg hlustaði og reyndi að skerpa heyrnina, en eg heyrði ekkert nema minn eigin hjartslátt. En svo heyrði eg það sem eg var að bíða eftir — eimpípuhvin í fjarska. Eg fleygði mér flötum milli brautar- teinanna og reyndi að gera mig flatan. Svo leit eg upp og hlustaði. Eg sá ekki nema skammt eftir brautinni, en rauða Ijósið, sem þar hafði verið áður, hvarf nú og grænt kom í staðinn. Svo heyrði eg skrölt og fann titring á járnbrautar- teinunum. Eg hlustaði enn. Nú færðist skarkal- inn óðum nær. Lestin fór með 100 km. hraða. Hún var að koma ofan á mig, Eg gat ekkert hugsað. En eg fann titr- ing eins og jarðskjálfta. Þá greip mig skelfing. Eg þrýsti höfð- inu eins fast niður og eg gat og helt mér dauðahaldi í undirlægjurnar. Eg reyndi að gera mig flatari, reyndi að komast ofan í jörðina. Nú tóku undirlögin að hristast ískyggilega mikið. Og hristingurinn jókst. En eg heyrði ekkert í lestinni. Eg fann þó að hún kom, sífelt nær — nær — nær. Mér fannst að á næstu stundu mundi hún rífa mig upp og þyrlá mér inn í eilífðina. Eg helt mér dauðahaldi. Nú titraði öll jörðin og skalf. Nú heyrði eg í lestinni, samfeldan gný. Hún var að steypast yfir mig. Allt lék á reiðiskjálfi. Mig langaði mest til að æpa, stökkva á fætur og flýa. En það var eins og eg væri negldur við brautina og algerlega máttlaus. Hún kom yfir mig eins og þrumu- gnýr, eða eins og skriða, sem hleypur úr háfjalli. Eg stóð á öndinni og vissi varla af mér. Skriðann helt áfram — áfram. Skyndilega var hún komin framhjá. Það var eins og bylur dytti af húsi. Skröltið fjarlægðist og varð æ ógreini- legra. Eg lá kyr lengi eftir þetta, að mér fannst, og helt mér dauðahaldi. Þá skall á mér loftstrokan, sem fylgir hraðlestinni, og um leið var eins og eg vaknaði af martröð. Nýtt líf færðist í mig allan. Eg hóf upp höfuðið og lit- aðist um. Langt í burtu sá eg ljós á hreyfingu. Svo skaut upp rauðu ljósi. Eg skreidd- ist á fjóra fætur, hægt og silalega. Svo stóð eg á fætur. Eg skalf og nötraði frá hvirfli til ilja. Nokkra stund stóð eg þarna til þess að reyna að jafna mig. Langt í fjarska heyrði eg dyninn af lestinni, eg heyrði hjólaskröltið, en smám saman varð það ógreinilegra. Eg staulaðist niður af brautinni. Þar biðu félagar mínir. Við sögðum ekk- ert. Það var ekkert að segja, og veð- málið hafði enga þýðingu. Það var heimska. Brátt komum við aftur til knæpunn- ar. Klukkan var 10.20. En það leið enn langur tími áður en eg treysti mér til þess að lyfta glasi. (Ur „The Manchester Guardian“) Erfðabreytingar DR. O. G. FAHMY við „Royal Cancer Hospital“ í London hefir tilkynnt að hann hafi gert þá stór- kostlegu uppgötvun, að hægt sé að koma á stökkbreytingum í erfðum, og muni þetta geta haft geisilega þýðingu fyrir mannkynið. Menn höfðu áður veitt því eftirtekt ,að ósýnisgeislar geta valdið stökk- breytingum, en 1948 segist hann fyrst hafa uppgötvað, að með sér- stökum efnum sé hægt að valda stökkbreytingu, sem er gagnólík hinni. Nú segist hann hafa náð svo langt að hægt sé að hafa vald á þessum stökkbreytingum þannig, að þær verði allar til bóta. Ef þetta reynist rétt, mun það fyrst koma landbúnaðinum að gagni. Þá verður hægt að rækta sérstök holdakyn, og kjötið af þeim verður miklu betra en annað kjöt. Einnig verður hægt að framleiða mjólkurkyn, sem gefur af sér meiri og betri mjólk en áður hefir þekkzt. Þá verður og hægt að framleiða nytjajurtir, sem þola frost og geta ekki sýkst.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.