Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1958, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1958, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUN BLAÐSINS 627 frá þeim, en mér var þó ekki rótt. Áhöfn flugvélarinnar var svo vin- gjarnleg að leyfa að ég færi niður í kjallarann eins oft og mig lysti, en þeir vöruðu mig við að koma við stöng, sem þar var, því að þá mundi gólf- ið opnast og eg og breiðnefirnir þeytast út í loftið eins og tappi úr kampavínsflösku. Fyrst í stað gekk allt vel. En svo komu breiðnefirnir út úr,,búrum sínum og syntu eins og óðir í vatns geyminum, sem þar var. Það var auðséð að þeir höfðu orðið hrædd- ir við hvininn í skrúfunum. Ég gat ekkert gert, og svona létu þeir til Fiji-eyja. Þegar við höfðum lent þar, kom kyrð á þá aftur. Um náttbil lögðum við svo á stað þaðan. Það er sá tími er breiðnefir koma venjulega úr holum sínum. En nú bar ekkert á þeim. Þeir héldu kyrru fyrir inni í búrunum. Ég kom oft að vitja um þá um nótt ina, en það var sama sagan. Voru þeir dauðir? Ég gat ekki gengið úr skugga um það. Þannig var haldið áfram til Hawai-eya. Þar kom nýtt vanda- mál að höndum. Yfirvöldin kröfð- ust þess að brenna allt sem breið- nefirnir höfðu haft með sér, meira að segja moldina úr búrum þeirra. Ég opnaði búrið og fór að moka út moldinni með fingrunum. Þá varð ég var við eitthvað loðið sem hreyfðist. Einn var þó lifandi! Já, þeir voru allir lifandi. Og þegar ég sá það, brosti ég í fyrsta sinn eftir að við lögðum á stað frá Sydney! Komið var með nýtt hey og nýa, sótthreinsaða mold, og búið um þá að nýu. Fimm stundum seinna var lagt á stað, og nú var ferðinni heitið til Los Angeles, en þangað er 11% stundar flug. Breiðnefirnir voru mjög miður sín á leiðinni, og ég átti von á að þeir dræpust á hverri stundu. \ Merkisdagar Fullveldisdagurinn 1. des. Nú eru liðin 40 ár síðan sambands- lögin gengu í gildi. — í júlímánuði 1918 sat sambandslaganefndin, skipuð fulltrúum íslendinga og Dana, á fundi í Reykjavík og samdi frumvarp til sambandslaga. Þar var ísland viður- kennt sem frjálst og fullvalda riki, en ríkisborgararéttur skyldi vera gagn- kvæmur, Danir og Islendingar skyldu hafa sama konung og Danmörk fara með utanríkismál íslands í umboði þess. Þessum samningi mátti segja upp eftir árslok 1940, og ef nýr samn- ingur yrði þá ekki gerður, gæti hvort ríki samþykkt að samningurinn væri úr gildi fallinn. — Aukaþing var kvatt saman í Reykjavík í september og frv. þar samþykkt með 37:2 atkv. I októ- ber fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla og greiddu 12411 atkv. með frv., en 999 á móti. Tæpur helmingur kjósenda Þegar til Los Angeles kom, varð ég að vera eins og hani í kringum búrið, til þess að varna ljósmynda- smiðum að taka myndir. Einn blossi hefði nægt til að gera út af við þá. Svo komst ég í farþegaflugvél til New York. Forstöðumenn dýra- garðsins tóku á móti okkur á vell- inum, og nú var ekið í skyndi til Bronx. Þar voru breiðnefirnir sett- ir í gamla breiðnefabúrið, en þá voru þeir svo langt leiddir, að ég er viss um að þeir hefðu ekki þolað nokkurra klukkustunda flug í við- bót. Viku seinna höfðu þeir þó náð sér, og þá afhenti ég þá opinber- legp. Við það tækifæri var þar fjöldi blaðamanna og dýragarðs- gesta, og varð aðsóknin svo mikil, að dýragarðsverðinum ofbauð, svo að hann rak alla út. Ávarp mitt við afhendinguna var stutt: „Takið við þeim. En í svona ferðalag fer ég aldrei framar“. í desember greiddi atkvæði. í þjóðþingi Dana var frv. samþykkt með 100:20 atkv., og í landsþinginu með 42:15 atkv. — Lögin tóku gildi 1. desember, en lítið var um mannfagnað hér, því að þá geisaði „spánska veikin“. — íslendingar sögðu samningnum upp á réttum tíma, og hann var ekki framlengdur. Jólasveinar og jólameyar Það var víða siður fyrrum að skrifa á miða nöfn allra þeirra gesta, sem komu á jólaföstunni. Það heita jóla- sveinar og jólameyar, en eiga ekkert skylt við aðra jólasveina. Á aðfanga- dag var svo dregið um þessi nöfn. Drógu stúlkur nöfn pilta, og voru það þeirra jólasveinar. En piltarnir drógu nófn stúlkna, og voru það þeirra jóla- meyar. Stundum var svo allt gefið saman og fór sú athöfn fram á þann hátt, að einhver opnaði ljóðabók af handahófi og las þá vísu er hann hitti á. Varð oft mikið gaman úr þessu. Þessi leikur var kallaður „að draga jólasveina og jólameyar". Kvöldskattur Hann var jafnan gefinn eitthvert kvöldið í fyrstu viku jólaföstunnar. Húsmóðirin skammtaði þá heimilis- fólki sínu með leynd á stór föt eða diska allt það bezta, sem búið átti til: hangikjöt, magál, sperðil, bringukoll, hákarl, pottbrauð og flatbrauð og nóg af floti og smjöri við. Þótti mest til þess koma að þetta kæmi fólkinu að óvöru, enda varð uppi fótur og fit er sendingar komu inn. — Þar sem margt var vinnufólk, gerði það sér og hús- bændum sínum þann glaðning að gefa kvöldskatt líka. Lögðu þá oft saman tveir og þrír, til þess að skatturinn gæti orðið sem myndarlegastur. Urðu þannig oft margir kvöldskattar á stór- um heimilum, en allir urðu þeir að vera á jólaföstunni. — Þetta helzt víða fram um seinustu aldamót. Veðráttuboðar Hér á við að minnast ó ýmislegt, sem gamlir menn tóku mark á og töldu veðurboða að vetrarlagi: Ef forustukindur standa fram við dyr í húsi á morgnana, veit það á gott

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.