Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1958, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1958, Blaðsíða 9
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 625 Ðwwin* >.<£\ í-í . < ; ír>sfe*o<» V«t íht pbtk-pusts fo&vlanly m vx shafad rto - Á'h&t tlzt aiiht worUt. :Tfc$m*nta Heimkynni breiðnefsins eru á austurströnd Ástralíu og Tasmaníu. in holu, sem er miklu minni. Slíka holu gerir kvendýrið sér einnig þegar það yfirgefur hreiðrið. Karl dýr og kvendýr búa aldrei saman í holu. Breiðnefur lifir aðallega á smá- kröbbum, bjöllulirfum og ánamöðk um, og er mjög gráðugur. Full- orðnum breiðnef blöskrar ekki að eta 800 ánamaðka, handfylli af lirf um og tylft af kröbbum í eitt mál. Þegar nóg er um æti, etur hann hálfa þyngd sína á einni nótt. Og það hefir komið fyrir að tveggja punda breiðnefur hefir etið þyngd sína á 14 klukkustundum. Þegar þeir hafa þannig nóg að eta, safna þeir fitu á skottið, og lifa svo á þeirri fitu þegar verr blæs. Þeir eru jafnan á ferli um nætur, en liggja í fylgsnum um daga. Eru þeir ákaflega styggir og varir um sig. Og þeir eru ákaflega vangæfir og fælnir. Er því mjög vandfarið með þá fyrst í stað, þegar þeir eru hafðir í haldi. Ef hræðslu setur að þeim, verða þeir alveg trylltir og sálast brátt af geðshræringu. En takist að halda þeim óhræddum, venjast þeir mönnum furðu fljótt. Árið 1947 voru þrír breiðnefir sendir frá Ástralíu til dýragarðs- ins í New York. Þeir voru fluttir á skipi yfir hafið, og tókst það vel. Einn þeirra lifði þó ekki nema hálft ár í dýragarðinum. Hinir tveir voru þar í tíu ár. Þá slapp annar þeirra og hvarf. Sá, sem eft- ir var dó 40 dögum seinna. Og nú var enginn breiðnefur eftir, og þeirra var sárt saknað, bæði af stjórn dýragarðsins og gestum. For stjóri dýragarðsins, dr. John Tee- Van, skrifaði þá Ástralíumannin- um David Fleay hvert bréfið eftir annað og bað hann blessaðan að út- vega dýragarðinum þrjá breiðnefi í stað þessara sem voru farnir, en þá hafði Fleay útvegað áður. Fleay hefir um 25 ára skeið haft breiðnefi undir höndum, og þess vegna kynnst öllum háttum þeirra og veit hvernig á að fara með þá. Og honum hefir tekist það, sem engum öðrum manni hefir tekist, að láta þá auka kyn sitt í haldi. Hann hefir selt breiðnefi ýmsum dýragörðum. Og nú er bezt að láta hann sjálfan segja frá því, hvernig hann varð við bón dýragarðsins í New York: Þegar ég fór með breiðnefina til Ameríku fyrir tíu árum, ferðaðist ég á skipi. Nú var ég beðinn að koma með þá í flugvél. En að fljúga með breiðnefi til Ameríku útheimtir það fyrst, að ná í breið- nefina. Ég afréð að ná í unga breið nefi, sem ekki höfðu mikla lífs- reynslu. Það er hægara að temja þá heldur en gömul dýr. En í Queensland er ekki hægt að ná í unga breiðnefi nema á tímabil- inu frá nýári fram til miðs febrúar, en þá er hásumar í Ástralíu. Veturinn leið og vorið kom, en nú brá svo einkennilega við, að aldrei kom dropi úr lofti. Lækir þornuðu og ár lágu niðri í grjóti. Nú voru erfiðir tímar fyrir vatna- dýr eins og breiðnefina. Samt lögðum við tveir á stað snemma í janúar. Þá voru árnar ekki annað en pollar, þar sem hylj- ir höfðu verið. Og við gátum óvíða séð þess merki að breiðnefja hefði gert sér hreiðurgöng. Við skiftum okkur og vorum að snuðra á morgnana og seint á kvöldin, því að breiðnefurinn er á ferli í myrkri. Þann sið hefir t Hvolpar breið- nefsins eru ekki burðugir þegar þeir skríða úr eggjunum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.