Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1958, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1958, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 623 (Frá Ungverjalandi). Einn var hengdur, annnar var skotinn, óspart mig sækja þankabrotin: hvers skal njóta, hvers skal gjalda, hver er framsókn liðinna alda? Ennþá brotalaust menn eru myrtir og menn sem því ráða af þjóðum virtir(?); þeir eiga að skipa mönnum og málum og marka bása lifandi sálum. Blóðið storknar á böðlanna höndum, böðla sem ráða þjóðum og löndum, á meðan tala þeir flest um friðinn, fögru þeir lofa og brjóta griðin. Frelsi þeir boða með fjálgum orðum, en fyrst þarf að ljúka nokkrum morðum, og skipuleggja svo skynjun manna að skilji þeir forsjá valdhafanna. Einn verður hengdur, annar mun skotinn, íslenzku þorpin og heiðakotin njóta sem aðrir fjarlægra fregna, fólkið sem býr þar á hlutverki að gegna. Verður þess framtíð að verða að hlýða, verða þess kjör að læra að skríða? Reynir það ef til vill upprétt að standa ennþá og neyta geðs og handa? Oflítið virðist áfram miða, enn gætir víða blendinna siða, ennþá er veröldin öll 1 sárum eins og hún var fyrir 1000 árum. Eigum vér land vort einir, sjálfir, eru ekki margir 1 ráðum hálfir, flytja ekki sumir boðskap böðla, bjóða hér varir, naust og stöðla? Kostirnir bjóðast, vort er að velja, viljum vér aðeins kaupa og selja, ellegar viljum vér áþján neita, íslenzkir menn og drengir heita? 28. júní 1958 Alagabletfir Hólminn Múli Óiafur Sveinsson í Purkey hefir skráð þessa sögu: í Látrum í Flateyarsókn bjó mað -ur, Ingimundur að nafni. Var það maður vel við efni, og eru barna- börn hans enn á lífi. Þessi Ingi- mundur var atorkumaður og óblautgerður í geði. í landareign- inni var hólmi, er mér hefir sagt verið að Múli heiti. Hann hafði aldrei mátt slá, og aldrei var hann sleginn, en gras mikið var á hólm- anum. Þetta tók upp á geðsmuni Ingimundar, að sjá hólmann með mikiu grasi, en mega eigi nota sér það. Gat hann nú ekki lengur unað við það, og bauð því mönnum sín- um að slá hólmann. Kona hans bað hann um að láta eigi gera það. En hann gaf sig þar ekki að og lét slá hólmann á móti vilja konu sinnar. Svo var hólminn sleginn og nýttist vel grasið og var mikið hey af hólmanum, og þóttist Ingimundur vel hafa ráðið að láta slá hólm- ann.----- Síðan segir frá því að um haust- ið dreymdi þau hjónin konu nokkra angurbitna, sem kvaðst nú verða að lóga kúnni sinni, vegna þess að Ingimundur hefði slegið hólmann. Skyldi hann gjalda þess, en þó njóta konu sinnar, þar sem hún hefði beðið hann um að slá ekki hólmann. Tók hún síðan í hönd Ingimundar og sagði: „Eigi skaltu nú harðara á kenna“. Síðan gekk hún burt en hann vaknaði við verk í hendinni. Visnaði hún svo upp og gat hann aldrei unnið neitt með henni framar. „Þetta er satt“ segir Ólafur að lokum. ARNI g. eylands

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.