Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1958, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1958, Blaðsíða 6
622 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hvað verða MARGiR foreldrar hafa áhyggjur út af vexti barna sinna. Einkum á þetta við, ef strákurinn er stutt- ur og miklu minni en jafnaldrar hans, eða ef telpan verður eins og stöng og ber höfuð yfir jafnöldrur sínar í skólanum. Ætla þau að halda áfram þannig, eða er ein- hver von um að þetta lagist með aldrinum? Hver er meðalvöxtur? Einfaldasta regla til að vita þetta er sú, meðan börnin eru ó 2—14 ára aldri, að tvöfalda ára- töluna og bæta 75 sm við. Tökum t. d. 5 ára barn, þá er reikningur- inn þannig: 2x5 = 10 + 75 = 85 sm. Annars má gera ráð fyrir því, að börn á skólaaldri bæti við hæð sína 5 sm á ári, eða heldur meira. Foreldrar ættu þó ekki að kippa sér upp við það, þótt þetta meðal- tal eigi ekki við börn þeirra. Þau geta verið stærri en þetta, en samt um alveg eðlilegan vöxt að ræða hjá þeim. Framfarir barna eru ekki aðeins mældar eftir hæð, heldur einnig eftir útliti, vöðvaþroska, blóðsamsetningu og hvernig þau hafa tekið út vöxt áður. Telja má eðlilegt að tveggja ára drengur hafi náð hálfri þeirri hæð sem hann mun hafa þegar hann er 18 ára, en 18 mánaða telpubarn verði helmingi hærra er það hefir náð fullum þroska. Þegar drengur er 6y2 árs og telpa 5 ára, hafa þau náð % af fullri hæð sinni, og 9 ára drengur og 7Vá árs telpa hafa náð % af þeirri hæð er þau munu hafa fullþroska. Hvenær vaxa börn mest? Venjulega á fyrsta ári. Þá bæta þau vanalega um 20 sm við hæð sína. Næst örasti vöxtur er hjá börnin stór? stúlkum rétt áður en þær verða kynþroska og hjá drengjum í þann mund er þeir verða kynþroska. Þótt barn sé alltaf lágt og grann- vaxið og nái ekki meðalvexti á bernskuárunum, getur það verið alveg heilbrigt. En ef það vex mik- ið um skeið og hættir svo að vaxa, þá er vissara að leita læknis. Mismunur á piltum og stúlkum Fyrstu 8—10 árin taka börn nokkurn veginn jafnt út vöxt, hvort sem það er piltur eða stúlka. Þó eru drengir venjulega heldur hærri og þyngri. En á aldrinum 10— 13 ára fara stúlkur að stækka óðfluga, og geta þá bætt 10—12 sm við hæð sína á ári. Á aldrinum 11— 13 ára er rúmlega önnur hvor stúlka hærri en piltarnir, jafnaldr- ar þeirra. En drengir fara venju- lega að taka út vöxt þegar þeir hafa náð 14 ára aldri, og hafa náð fullri hæð þegar þeir eru 18—19 ára gamlir. En flestar stúlkur hafa náð fullri hæð þegar þær eru 17 ára gamlar. Þetta er þó ekki algild regla. Sumir drerjgir fara ekki að taka út vöxt fyr en þeir eru 16 ára gamlir. Má tefja vöxt? Þessa spyrja mæður oft þegar þeim finnst dætur sínar vaxa of ört og eru hræddar um að þær verði óhæfilega langar. Nokkur huggun ætti þeim að vera að vita, að afturkippur kemur í vöxt telpn- anna þegar þær verða kynþroska. Margar telpur virðast alltof háar þegar þær eru á 12 ára aldri, en verða þó ekki meira en í meðallagi þegar þær eru fullvaxta. Yfirleitt eru læknar tregir á að hefta vöxt barna. Þó getur komið fyrir að um ofvöxt sé að ræða vegna ruglaðrar kirtlastarfsemi. Þá geta læknar tekið í taumana, en þeir gera það ekki fyr en eftir ýtar- lega rannsókn. Kynstofnar hafa mikil áhrif á vöxt barna. Ef báðir foreldrar eru stórir, þá eru mestar líkur til þess að afkvæmin verði eins. Og svo auðvitað á hinn veginn. Þetta er þó ekki algild regla, börnin taka einn- ig arf eftir forfeður sína. Uppeldi og viðurværi hafa einnig mikil áhrif á vöxt barna. Nú er unga kynslóðin yfirleitt hærri en foreldrarnir, og stafar það af því að hún hefir átt betra atlæti en gamla kynslóðin, fengið meiri og betri mat, alizt upp í betri húsakynnum, og haft meiri og hollari útivist. Misvöxtur Ef misvöxtur er í börnum, þau þrífast ekki, þá er eitthvað að þeim, og læknir verður að finna hvað það er, svo hægt sé að hjálpa þeim. En það er ekkert veikleikamerki þótt strákurinn sé stuttur. Þetta getur að vísu háð honum, vegna þess að jafnaldrar hans dragi hann sundur í háði fyrir það. En þá skyldi móðirin hugga hann með því, að hann muni ná þeim er stundir líða og verða eins stór og hinir strákarnir. Rætist það ekki, ætti móðirin að láta hann finna að sér þyki alveg eins vænt um hann fyrir því, og forðast að bera hann saman við aðra drengi. — Það er enginn vandi að ráða bæt- ur á atvinnuleysinu, sagði frambjóð- andinn. Galdurinn er ekki annar en sá, að setja alla atvinnulausa menn á eyði- ey og atvinnulausar konur á aðra ey. — Vitleysa, gall einhver við, hvaða atvinnu ætti að vera að fá þar? — Augljóst mál, sagði frambjóðand- inn. Karlmennirnir verða allir að báta- smiðum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.