Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1958, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1958, Blaðsíða 10
626 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS * Feitur ánamaðkur freistar breiðnefsins einnig mývargurinn og hann of- sótti okkur látlaust nótt eftir nótt. Dagarnir liðu hver af öðrum. Við leituðum í slími þöktum pollum í árfarvegunum og kviðum fyrir staðvindinum og regninu, sem kem ur í febrúar. Þá hleypur æsivöxtur í allar ár, og eftir það þýddi ekki að vera á breiðnefjaveiðum. Það varð þá að bíða til næsta árs. í ljósaskiftunum að morgni 22. janúar, sá ég líkt og straumrákir í pytti einum. Ég læddist nær í skjóli runna. Þarna var þá lítill breiðnefur að leitasérætis. Skyndi- lega skvetti hann og fór á kaf. Hann hafði orðið var við mig. Svo kom hann úr kafi og starði á mig. Honum leizt víst ekki á mig, því hann sneri sér við og synti sem hraðast í burt. Ég stökk á fætur og elti hann, en varð heldur sein-n. Hann hvarf mér og þegar ég gætti betur að, sá ég að hann mundi hafa horfið niður í þrönga klappar- sprungu. Það er ótrúlegt hvað svona dýr geta troðið sér inn 1 þröngar sprungur. Nóttina eftir settum við gildru þarna og veiddum hann. Þetta var lítið og magurt kvendýr og mundi sennilega hafa drepist þarna úr hungri hefðum við ekki náð því. Fjórum nóttum seinna náðum við öðrum í öðrum polli. Hann var víst fjögurra mánaða gamall, en hafði haft nóg að eta og var gljá- andi á belginn. Nú komu þreytandi dagar. Hit- inn og flugurnar ætluðu að gera út af við okkur. Við settum gildrur hingað og þangað, en veiddum ekk- ert í þær, nema vatnasnáka, krabba -dýr, skjaldbökur og stóra ála. Jú, þrisvar sinnum fengum við stórar vatnarottur. Svo náði félagi minn í breiðnefju, en hún reyndist svo gömul, að við slepptum henni aftur. Við veiddum fleiri, sem við urðum að sleppa, en að lokum náðum við í ungan breið- nef. Við fluttum þá alla þrjá heim til mín og höfðum þá þar til sýnis, svo að þeir vendust návist ókunnra manna og ókunnum röddum. Og smám saman urðu þeir rólegir. Og þá gátu þeir etið! Vegna þurkanna var illt að ná í ánamaðka. Við leigðum stráka og svertingja og hvern sem hægt var að fá, til þess að ná í mat handa þeim, því að við þurftum að fita þá undir ferðalag- ið. Verðið á hornsílum komst upp í 3 pence, hve lítil sem þau voru. Og við vorum neyddir til að kaupa. Breiðnefirnir urðu dýrir á fóðrun- um. Svo fórum við reynsluflug með þá til Brisbane og heim aftur. Ég vildi komast að raun um hvaða áhrif það hefði á þá að fljúga. Hvernig mundi þeim líða undir skrúfuhvininum, þegar þeir voru svo næmir að þeir fundu það á sér djúpt í vatni ef eitthvert kvikindi iðaði þar? Við létum kassana standa á togleðursdúkum og hlóð- um heyi ofan á þá. Eftir tvo sólarhringa höfðu tveir þeirra náð sér eftir skelfingar flug- ferðarinnar, en einn var vitlaus. Ekki var hægt að fara með hann í langferð, svo að ég sleppti honum. Rétt á eftir náði félagi minn í full- orðna breiðnefju, 15 þumlunga langa með nefi og hala. Hún var frískleg og ég afréð að fara með hana. Ég varð að flytja þá í trékössum, og til þess að venja þá við, hafði ég þá í kössum nokkrar nætur, en það voru mestu vandræði. Svo lögðum við á stað með þá 3. júní í bíl. Förinni var heitið til Brisbane, þar áttum við að stíga á flugvél og fara með henni til Sydney og ná þar í ameríska flugvél til Hono- lulu. Það var einkennilegur farang- ur, sem við höfðum meðferðis: þrír breiðnefir, 10,000 ánamaðkar, 2500 bjöllulirfur og 550 hornsíli. Þessar birgðir reyndust þó ekki nægar. Ég varð að fá 2000 ánamaðka og 50 hornsíli í viðbót. Hinn 5. júní lagði flugvélin á stað frá Sydney. í geymslukjallar- anum voru breiðnefirnir. Ég heyrði í þeim þegar við vorum að ganga

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.