Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1958, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1958, Blaðsíða 14
630 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Ný framlDróunarkennin.g Allt lif komið af svifinu i sjónum MAÐUR er nefndur Lawrence S. Dillon. Hann er prófessor í líf- fræði við A. & M.-háskólann (Agri- cultural and Mechanical College) i Texas. Hann hefir komið fram með nýa framþróunarkenningu, er stingur mjög í stúf við kenningu Charles Darwins um úrval og hæfni. Samkvæmt þessari nýu kenn- íngu, er ekki um að ræða dýraríki og jurtaríki hér á jörð, því að bæði dýr og jurtir sé af sama stofni, og hinar æðstu lífverur, svo sem mað- urinn, sé ekki annað en háþrosk- aðar jurtir. „Allt hold er hey“. Fram að þessu hafa menn álitið, að lífið hafi kviknað af ýmsum efnasamböndum í sjónum, og greinist sundur í tvær kvíslir. jurtir og dýr. í heimi jurtanna stefndi framþróunin í tvær áttir; annars vegar voru hinir litlausu sveppar, en þörungar með litarefni (klórófyl) í hinum flokknum. Út af þörungunum komu svo æðri jurtir, svo sem burknar, tré og legar áður. Hrútaber eru algeng víða um land. En þegar þau njóta friðunar breiðast þau örar út en flestur annar gróður. Gulmaðra er líka mjög algeng, en við friðun verður hún bæði miklu stórvaxnari og útbreiddari en á ófriðuðu landi. Á ýmsan gróður hefir friðun lítil áhrif, t. d. gullmuru, lyfjagras, blóðberg og ýmsar fleiri jurtir. Ástæðan er auðvitað sú, að slíkar tegundir eru ekki eftirsóttar af sauðfé. (Ársrit Skógræktarfélags íslands) skrautblóm. Á seinni árum hefir þörungum verið skipt í flokka eft- ir því hvert litarefni þeirra er. Um dýraríkið er það að segja, að þar halda dýrafræðingar að „protozoa“ eða einfrumungar hafi fyrst orðið til, en síðan tekið við fjölfrumungar, svo sem marglytt- ur, ormar, skordýr og síðan hrygg- dýr. Þessar lífverur greindust svo í ýmsar kynkvíslir, eftir þeim tækjum sem þau höfðu til að hreyfa sig. Prófessor Dillon segir að þetta hafi þótt mjög handhæg skipting til þess að greina jurtir og dýr í flokka, en á henni hafi komið fram miklir vankantar, eftir því sem þekking jókst. Og nú sé svo komið að samkvæmt henni sé mjög illt að greina á milli hvað sé jurtir og hvað sé dýr og grundvöllurinn þar með að engu orðinn. Hann segir að vegna þess að ekki sé unnt af ytra útliti frum- anna að greina skyldleika tegund- anna, né framþróun lífsins, hafi legið beint við að rannsaka hina innri byggingu frumanna og vita hvort hún gæti ekki gefið ein- hverjar upplýsingar um þetta. Þess vegna kveðst hann hafa rannsak- að þúsundir fræðirita, sem gefin hafa verið út á þessari öld og fjalla um innri byggingu frumanna. Sér- stök áherzla hafi verið lögð á að rannsaka frumukjarnann, en í hon- um er erfðaefnið „krómatín“ og af sumum talið þýðingarmesta efni frumunnar. Af þessum athugunum varð það ljóst, að frumukjarninn og önnur efni í frumunum, hafa tekið þró- unarbreytingum, sem benda til þess að bæði jurtir og dýr sé af sama stofni. Með því að athuga stigbreyting- ar frumanna, allt frá þeim lægstu til hinna fullkomnustu, er hægt að rekja framþróunina í sínum marg- breyttu myndum og hvernig hún greindist. Kom þá fram mynd af „lífsins tré“, þar sem blágrænu þörungarnir voru lægsta lífveran. (Vera má að vírur sé enn lægri, en ekki hefir enn tekizt að rann- saka innri byggingu þeirra). Þar næst koma bakteríur, gerlar og einfrumungar, og á toppinum á þeirri grein eru grænþörungar og æðri jurtir, en á hliðstæðri grein eru efst gulþörungar og rauður og brúnn sjávargróður. Þetta er undirstaða jurtaríkisins. En fjölfrumungar sýna augljóslega skyldleika við gulþörunga og svif í sjónum, og þess vegna verðum vér að álykta, að ekki sé um sér- stakt jurtaríki og sérstakt dýraríki að ræða, heldur sé hér aðeins til jurtaríki, ef vel er að gáð. Af þessu leiðir, að allar skepnur, þar á með- al maðurinn, verða að teljast há- þroskaðar jurtir, sem fyrir þús- undum milljóna ára hafi skilið við hinn upphaflega stofn, sem var svifið í sjónum. Með þessu móti segir hann að hægt verði að rekja framþróunar- ferilinn með furðulegum árangri, allt frá upphafi. ----" (★KV------ Glæpamaður hafði verið handtekinn og var leiddur fyrir kónginn. — Þú mátt fá að segja eina setningu, sagði kóngur. Ef þú segir satt, verður þú skotinn, en ef þú lýgur, þá verð- urðu hengdur. Sökudólgurinn hugsaði sig ofurlítið um og sagði svo: — Eg verð hengdur. Hvað átti kóngurinn nú að geraí

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.