Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1958, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1958, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 619 ur leit á þessa ena ungu menn um stund, og sagði Ólafi hvar Kjartan sat og svo Bolli, og þá rétti Gestur spjótshalann, að sérhverjum þeirra Ólafssona og nefndi þá alla er þar voru; en margir voru þar aðrir menn allvænlegir, þeir er þá voru af sundi komnir og sátu á árbakk- anum hjá þeim Kjartani. Ekki kvaðst Gestur þekkja ættarbragð Ólafs á þeim mönnum. Þá mælti Ólafur: „Eigi má ofsögum segja frá vitsmunum þínum, Gestur, er þú kennir óséna menn, og það vil eg, að þú segir mér, hver þeirra inna ungu manna mun mestur verða fyrir sér“. Gestur svarar: „Það mun mjög ganga eftir ástríki þínu, að um Kjartan mun þykja mest vert meðan hann er uppi“. Síðan keyrði Gestur hestinn og reið á brott, enn nokkru síðar ríður Þórður hinn lági son hans hjá hon- um og mælti: „Hvað ber nú þess við faðir minn, er þér hrynja tár?“ Gestur svarar: „Þarfleysa er að segja það, en eigi nenni eg eð þegja yfir því, er á þínum dögum mun fram koma, enn ekki kemur mér að óvörum, þótt Bolli standi yfir höf- uðsvörðum Kjartans og hann vinni sér þá að höfuðbana og er þetta illt að vita um svo mikla ágætismenn“. Þessar spásagnir og spekimál Gests Oddleifssonar eru á allan hátt merkilegar, og allt sá hann rétt að dómi sögunnar. 7. Eitt sinn ræddi Ólafur við Kjartan son sinn og mælti: „Eigi veit eg“ segir hann, „hví mér er jafnan svo hugstætt, er þú ferð til Lauga og talar við Guðrúnu; enn eigi er það fyrir því, að eigi þætti mér Guðrún fyrir öllum kon- um öðrum, og hún ein er svo kvenna, að mér þykir þér fullkosta. Nú er það hugboð mitt, en eigi vil eg þess spá, að vér frændur og Laugamenn berum eigi allsendis gæfu til um vor skipti“. Auðsætt er af þessari sögn, að Ólafur hefir verið forspár nokk- uð, þó eigi sæi hann framtíðina svo ljóst sem spekingurinn Gestur. 8. Eftir dráp Kjartans neitaði Ólafur að láta sækja Bolla. Líkaði sonum hans stórilla en „Ólafur hvað hlýða mundu á meðan hann væri á fótum“. Þetta reyndist og svo. 9. „Auðunn festargarmur“ skip- stjóri neitaði að flytja syni Ósvífs til Noregs og taldi þeirra sekt eigi mundi minni þar sökum vinsælda Kjartans. Þá segir Ósvífur: „Þú festarhundur munt verða eigi sann- spár; því að synir mínir munu vera mikils virðir af tignum mönnum, enn þú festargarmur munt fara í trölllendur í sumar“ Auðunn braut skip sitt við Færeyjar og fórst hvert mannsbarn er á skipinu var. Hvort orð Ósvífs ber að skilja sem spásögn eða álög, er ekki ljóst af sögunni en um annaðhvort er að ræða. 10. Þegar Bolli Þorleiksson var veginn, þá var það Helgi Harð- beinsson sem veitti honum bana- sárið. Hann þerrði blóðið af spjót- inu á blæju Guðrúnar þá er þeir fundu hana. Þá mælti Halldór Ólafsson: „Þetta er illmannlega gert og grimmilega". Helgi bað hann eigi það harma, „því að eg hygg það,“ segir hann, „að undir þessu blæjuhorni búi minn höfuðs- bani“. Þetta kom fram löngu síðar. Bolli Bollason var ófæddur þá er þetta gerðist, en seinna veitti hann Helga Harðbeinssyni banasárið þá er að honum var farið í selinu frá Vatnshorni í Skorradal. Þetta sem Helgi sagði reyndist því spásögn greinileg, en nokkuð kynleg eins og á stóð. 11. Þorkell Eyjólfsson sagði eitt sinn konu sinni Guðrúnu, draum sinn: „Það dreymdi mig“, segir hann, „að eg þóttist eiga skegg svo mikið, að tæki um allan Breiða- fjörð“. Þorkell bað hana ráða drauminn. Guðrún spurði: „Hvað ætlar þú þennan draum þýða“? „Auðsætt þykir mér það, að þar mun standa ríki mitt um allan Breiðafjörð“. „Vera má að svo sé“, segir Guðrún, „enn heldur mundi eg ætla að þar mundir þú drepa skeggi í Breiðafjörð niður“. Sú reyndist réttari spásögn og má vera að Guðrún hafi hugsað til sinna fyrri drauma. 12. Þegar Halldór Ólafsson í Hjarðarholti sá til ferða Þorsteins Kuggasonar og Þorkels Eyjólfsson- ar, þá sagði hann við Beini inn sterka er lengi hafði verið með Ólafi föður Halldórs: „Gerla sé eg erindi þeirra frænda, þeir munu fala land mitt að mér, og ef svo er, þá munu þeir heimta mig á tal. Þess get eg að á sína hcnd mér setjist hvor þeirra og ef þeir bjóða mér nokkurn ómaka , þá vertu eigi seinni að ráða til Þorsteins en eg til Þorkels; hefir þú lengi verið trúr oss frændum" Samtímis sendi Halldór á næstu bæi eftir mönnum. Allt fór þetta eins og Halldór gat til fyrirfram. Sýnir það hve spásögnin var ljós fyrir honum. En þar með var ekki búið. 13. Þegar þeir frændur höfðu lengi þrætt við Halldór um land- kaupið og eigi gekk saman, þá seg- ir Þorsteinn: „Eg ætla og ekki þurfa að fresta því, að kveða það upp er fyrir er hugað, að þér eru tveir kostir hugaðir, því að vér þykjumst eiga undir oss hærri hlut fyrir liðsmunar sakir, er sá kostur annar, að þú gerir þetta mál með vild og hefir þar í mót vinfengi vort, en sá er annar er sýnu er verri, að þú rétt nauðugur fram höndina og handsala mér Hjarðar- holtsland". Enn þá er Þorsteinn mælti svo framt, þá sprettur Hall- dór upp svo hart, að nistin rifnuðu af skikkjunni er þeir höfðu setið á, og mælti: „Verða mun annað fyr,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.