Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1958, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1958, Blaðsíða 15
LESBÖK MOK' í UN Bl .AÐSINS 631 „Hér eru vedurfregnir" VEÐRIÐ hefir áhrif á öll störf mann- anna. Það er því mikils um vert að geta séð ofurlitið fram í tímann hvernig veður muni verða. Þetta hafa menn fundið frá öndverðu. Völundur er kallaður „veðureygur“ í Eddu. Og það þótti góð gáfa hér á landi að vera veðurglöggur, allt fram á þessa öld. Þeir, sem íærastir voru í þeirri list, studdust við margskonar fróðleik, sem þeir höfðu fengið í arf frá feðrum sín- um og athugulir menn kunnu að taka mark á skýum, kvöldroða og morgun- roða, siávarhljóði, straumum, lyktinni af loftinu og ótal mörgu öðru. En nú eru þessi þjóðlegu vísindi að mestu gleymd. Nú er það útvarpið sem fræð- ir menn um veðurhorfur. Mörgum sinn -um á sólarhring kveður við í því: „Hér eru veðurfregnir“. Á þær hlusta bænd- ur og sjómenn og fara eftir þeim. Ný- ar og öruggari aðferðir eru fundnar til þess að spá fram í tímann.------ Það eru nú rúm 2000 ár síðan Grikk- ir tóku að veita veðurfari athygli, og sköpuðu þá vísindagrein, sem þeir köll- uðu „meteorology", en það þýðir nán- ast „athuganir á því sem gerist yfir manni“. En þá voru ekki til nein tæki til mælinga á hita, loftraka, loftþyngd o. s. frv. svo að þessari vísindagrein varð ekki mikið ágengt í fyrstu. Leið svo langur tími. Um 1640 fann ítalskur maður, Bene- detto Castelli, upp regnmæli og 1643 fann annar *ítalskur maður, Torricelli, upp loftvogina. Hann hafði verið læri- sveinn Galileos. En hitamælirinn hafði þá verið fundinn upp fyrir nokkru. Fyrsti maðurinn, sem kemur upp veðurathuganastöðvum, var Ferdinand II. stórhertogi í Tuscany. Hann notaði athuganir þessar til þess að gera veður- spár, og eru það elztu veðurspárnar, sem studdust við vísindalegar athug- anir. Á 17. og 18. öld var unnið að því að athuga og mæla ýmis veðráttubrigði á nákvæmari hátt en áður var, og þá tóku menn einnig eftir því að eigi mundi síður nauðsynlegt að gera athug -anir í hálofti, heldur en niður við jörð. Og það var ekki fyr en mönnum tókst að rannsaka háloftin, að veður- fræðin komst á nokkurn rekspöl, og eins var nauðsynlegt að athuganirnar færi fram sem víðast og allar á sama tíma. Með samanburði á þeim athug- unum, mátti svo segja fyrir um veður. Það var þýzki veðurfræðingurinn Brandes, er fyrstur hóf að gera veður- kort 1820. Kort þessi voru byggð á mælingum margra veðurathugana- stöðva og sýndu hitastig, lofthæð o. s. frv. En þessi kort hlutu alltaf að verða síðbúin, vegna þess hvernig þá var háttað samgöngum, því að skýrslur bárust ekki fyr en eftir dúk og disk. Þegar síminn kom 1837 varð skjót breyting á þessu og nú fór veðurspán- um að fleygja fram. Brezka veðurfræðingafélagið var stofnað 1850. Einn af fremstu mönn- um þess var Robert Fitzroy flotafor- ingi. Árið 1860 byrjaði hann að safna að sér veðurfregnum með símskeytum, og ári seinna fór hann að gefa út að- varanir til skipa þegar stórviðri voru í nánd. Hann tók einnig að gefa út almennar veðurspár, og hann fann upp ýmsar reglur við það, sem gilda enn í dag. Árið 1867 var veðurfræðingafélagið lagt niður, en við tók konunglega vís- indafélagið. Var þá hætt við að gefa út veðurspár. En þá varð almenningur reiður og heimtaði veðurspárnar, og félagið varð að láta undan. Síðan hafa veðurfregnir verið gefnar út reglulega þar í landi. „The Times“ varð þá fyrst allra dagblaða til þess 1875 að birta veðurkort. Síðan fór veðurathuganastöðvum að fjölga. Nú eru um 150 veðurathugana- stöðvar í Bretlandi, en að minnsta kosti 5000 í allri Norðurálfunni. Allar þjóðir leggja mikið kapp á að auka veðurathuganir sem mest, eigi aðeins vegna þess að glöggar veðurspár era nauðsynlegar, ef til ófriðar skyldi draga, heldur eru þær nú orðnar nauð- syn hverju þjóðfélagi vegna ótal at- vinnugreina þess og þó sérstaklega vegn flugferða. í Bretlandi kostar veð- urþjónustan nú um 2 miljónir Sterlings -punda á ári, en því fé þykir vel varið VÍSA EFTIR LOFT RÍKA Veit eg sá er víst ljótr vandinn um ísland, ef málin eru tvenn til að tendra það er verr stendr. Kveðið í bíl ÞAÐ var í janúar 1957. Við vorum á ferð með Norðurleið og tíðin var stirð. Sex klukkustundir vorum við á leið- innni frá stöðinni í Hrútafirði að Fornahvammi, og vorum svo hríð- tepptir þar í fullan sólarhring. Þaðan fórum við um hádegi og komum kl. 3 um nóttina til Reykjavíkur, og fór þó snjóplógur á undan og ruddi braut- ina. Ferðafólkið var fremur dauft I dálkinn, eins og nærri má geta, en þá fóru hagyrðingar að hressa upp á skap- ið með lausavísum. Voru það aðallega þeir Valdimar Benónýsson og séra Sig- urður Norland, sem báðir eru kunnir hagyrðingar. Þriðji var ungur maður úr Fljótum, og virtist honum létt um að kasta fram vísu. Eg náði fjórum vísum og sendi þær hér með að gamni mínu, svo að þær falli ekki í gleymsku. Brautir skafnar bíllinn fer, beinn og jafn er halli, af því safnast yndi mér undir Hafnarfjalli. (V. B.) Okkar varðar veginn hér, þótt vetur harður drottni, snjóaskarð sem opið er í Hvalfjarðarbotni. (V. B.) Æskan sofnar ekki strax, enn mun vaka lengi, hún er vís að leita lags og leika á fagra strengi. (S. N.) Þökk fyrir dropann, Daniel, dró úr kuldahrolli, undir Þyrli þeginn vel þessi voða skolli. (S. N.) Léttist færið, lifnar andinn, ljóðin fjúka af og til, það er annars aumi fjandinn að álpast svona í hríðarbyl. (Fljótamaður). Daníel Jónsson frá Tannstöðum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.