Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1958, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1958, Blaðsíða 8
04 LESBOK MORGUN BLAÐSINS Úr ríki náttúrunnar: Breiðnefir á ferðalagi Breiðneíur getur vel hringaff sig í lófa manns. BREIÐNEFURINN (ornithorhync- hus anatynus) er eitt af undarleg- ustu dýrum jarðar. Hann telzt til spendýra, en hefir þó ýmis ein- kenni skordýra og fugla. Hann er með nef, sem mest líkist nefi á önd, og hann verpir eggjum eins og fugl, liggur á þeim og ungar þeim út. En svo leggur hann ung- ana á brjóst, eins og spendýr, og hefir þó enga spena, heldur flóir mjólkin út í gegnum húðina. Nef- ið á honum er ekki hart eins og á önd, heldur líkast því sem það sé úr togleðri, og þó ákaflega við- kvæmt. Það er eitt margfléttað taugakerfi. Breiðnefurinn er hvergi til nema á austurströnd Ástralíu og eynni Tasmaníu. Þar heldur hann til í lækjum og ám. Hann er ágæta vel syndur, því að hann hefir víða fit milli klónna, svo að þær eru líkastar hreyfum. Þegar hann stingur sér til þess að leita fæðu, þá lokast ósjálfrátt bæði augu og eyru, svo hann hvorki sér né heyr- ir. En nefið vísar honum á bráð, því að næmleikans vegna nemur það hverja minnstu hræringu í vatninu og finnur á þann hátt hvar lifandi kvikindi eru á sveimi. Þegar varptíminn nálgast grefur maddaman löng göng, allt að 80 fetum, framan í þéttum og brött- um vatnsbakka. Innst í þessum göngum gerir hún sér svo hreiður úr grasi eða sefi og þar verpur hún svo. Venjulega eru eggin tvö, stundum ekki nema eitt, en stund- um þrjú. Eru þau á stærð við spör- fuglsegg. Ekki er skurn á þeim, heldur líkt og þunn húð. Hún geymir svo eggin við snöggan blett á kviðnum á sér, og heldur þeim að sér með breiðu skottinu. Þannig liggur hún á, og eftir 12 daga skríða ungarnir úr eggjunum og eru heldur óburðugir, blindir og hárlausir. Fyrstu dagana fá þeir enga næringu, en þá fer mjólkin að flæða úr móðurinni, og kemur út um skinnið líkt og sviti. Áður en móðirin leggst á eggin, hleður hún upp í göngin á nokkr- um stöðum. En þegar hún hefir ungað út, þarf hún að fá sér mat. Rífur hún þá niður þessi skilrúm, en endurnýjar þau svo aftur þegar hún skríður inn í holuna. í þessari holu hefst hún þó ekki við lengur en þar til ungamir eru rólfærir. Karldýrið kemur aldrei nærri þess- ari holu. Það heldur til í sinni eig-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.