Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1958, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1958, Blaðsíða 4
620 LESBÓK MORGUN BLAÐSUMS enn eg mæli það er eg vil eigi“. „Hvað mun það?“, segir Þorsteinn. „Bolöx mun standa í höfði þér af hinum versta manni, og steypa svo ofsa þínum og ójafnaði". Þorkell svarar: „Þetta er illa spáð, og vænt- um vér að eigi gangi eftir og ærnar kolla eg nú sakir til þóttu Halldór látir land þitt og hafir eigi fé fyr- ir“. Þá svarar Halldór: „Fyrr muntu spenna um þöngulshöfuð á Breiðafirði enn eg handsali nauð- ugur land mitt“. — Þegar hér var komið drifu menn að bænum sem Halldór hafði eftir sent, en ekki sló í bardaga. Hitt reyndist rétt, að allar spár Halldórs komu fram, um afdrif þessara manna. 14. Á skírdagsmorgun 1026 lagði Þorkell Eyjólfsson upp frá Þor- steini frænda sínum til að flytja kirkjuvið sinn yfir Breiðafjörð. Þorsteini leist illa á og bar jafnóð- um af ferjunni, sem hinir báru á. En Þorkell lét sig ekki; var ákveð- inn að fara. „Skaltu ekki letja mig frændi, því að eg vil heim fyrir páskana“, sagði hann. Þorsteinn svarar: „Sá okkar mun nú ráða er ver mun gegna og mun til mikils draga um ferð þessa“. Hann gekk heim ókátur mjög og sá griðkona að tárin runnu úr augumhonum, þá er hann hafði lagst út af. Svo viss virtist hann um hið verðandi slys. En þennan dag fórst Þorkell Eyj- ólfsson og allir þeir menn er með honum vorU. Eg læt nú hér staðar nema með upptalningu úr Laxdælu til sönn- unar dulargáfum þeirra íslendinga er þar segir af. Mætti þó margt fleira til týna svo sem svipsýnir, fjölkyngi og fleira. Einnig mætti minna á spásagnir þriggja Noregs konunga varðandi aðalmenn í sög- unni. Hákon konungur góði spáði því er hann skildi við Höskuld Dala Kollsson, að eigi kæmi hann Smásagan: Heimskulegt veðmál Þ ó T T langt sé um liðið fæ eg ekki betur séð, en að þetta hafi verið mjög heimskulegt uppátæki, enda þótt það gæti ekki talist hættulegt, ef varúðar var gætt. Eg hafði verið að lesa söguna um þá Karamazov-bræður, og af tilviljun fór eg að tala við tvo félaga mína um það, þegar Kolya Krsotkin veðjaði tveimur rúblum við skólabræður sína um það, að hann skyldi liggja milli járnbrautarteina meðan hraðlest færi þar yfir á fullum hraða. Skólabræður hans sögðu að þetta væri ekki annað en grobb og hann mundi ekki þora það — en þar skjöplaðist þeim. Eg gat þess, að mér fyndist þetta ekki mikill vandi, en þeir sögðust vilja veðja við mig um að eg þyrði ekki að gera þetta. Eg tók veðjaninni þegar, og við lögðum undir 4 £ 10 sh. Og svo ákváðum við stund og stað. Við völd- um aðaljárnbrautina til vesturs frá London og hraðlestina sem átti að koma frá Cornwall. Vikuna áður en þetta átti að ske, var mér ekki rótt í skapi. Ótti greip mig þegar sízt varði, meðan eg var í búðum, þegar eg var að lesa og þegar eg var að hátta. Og þá var það 1 hvert skifti að eg rifjaði upp fyrir mér hvernig eg ætti að fara að. Eg átti að bíða úti á járnbrautinni þangað til dimmt var orðið, þá átti eg að leggj- ast niður á milli teinanna, marflatur, bíða eftir að heyra dyninn í lestinni, hvininn í eimflautunni, finna titring á brautarbjálkunum, og síðan hafa skröltið í vagnhjólunum yfir mér. Svo kom hinn ákveðni dagur — og aldrei hefir nokkur dagur verið jafn- lengi að líða. Mínúturnar drögnuðust áfram, dagurinn teygði lopann og seinni hlutinn var þó allra verstur. til Noregs aftur um sína daga og varð sú raunin á. Ólafur konungur Tryggvason dáðist mjög af Kjartani Ólafssyni og mat hann manna mest. En þeg- ar hann sá á eftir Kjartani í síðasta sinn þá mælti hann, að sögn sög- unnar: „Mikið er að Kjartani kveð- ið og kyni hans, og mun óhægt vera að gerða við forlögum þeirra“. Virð -ist honum hafa verið ljóst, að ekki var gott í vændum á íslandi fyrir afbragðsmanninn. Ólafur konungur helgi sagði við Þorkel Eyjólfsson er hann hafði gefið honum hinn mikla kirkjuvið og þeir deildu um stærð kirkjunn- ar: „Enn nær er það mínu hugboði, að menn hafi litla nytsemd viðar þessa og fari þá firr, að þú getir gert neitt mannvirki úr viðnum“. Kom sú spásögn fram heldur al- varlega. Sýnir þetta ásamt mörgu öðru í öðrum sögum, að allir þessir ágætu konungar voru forspáir og vits- munamenn miklir. Þó að eg hafi hér dregið fram dæmin úr aðeins einni af fornsög- um okkar, þó fer því mjög fjarri, að hún sé að þessu leyti nokkuð einstök í sinni röð. í þeim flestum eða öllum er að finna svipaðar sagn -ir, um drauma, sem koma fram og margvíslegar spásagnir og speki- mál. Hins má geta nærri, að þeir menn sem telja allar okkar fornu sögur vera skröksögur, þeir telja lítið að marka alla atburði, sem þar er af sagt. En það er aldrei hægt að samrýma skoðanir þeirra, manna sem telja sögurnar sannar og hinna sem engu trúa. Hitt er víst, að sú umsögn er spak -leg sem þannig hljóðar: „Öllu að trúa ekki er gott, engu hálfu verra“. f

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.