Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1958, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1958, Blaðsíða 2
618 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sóknir og birting þeirra stutt að því, að nútímamenn gæfu meiri gaum en ella að hliðstæðum ein- kennum, sem arfgeng hafa verið mann fram af manni og enn eru til. Eg ætla nú hér, svona til gam- ans, að minna á nokkur atriði úr einni af okkar kunnustu fornsög- um, Laxdæla sögu, sem öll eru sannanir fyrir því, sem hér hefir verið að vikið. Ekki dettur mér í hug, að það verði tæmandi upptaln- ing úr þessari einu sögu. En nokk- ur kunn atriði samt. Mun eg geta atburðanna í þeirri röð sem þeir koma fyrir í sögunni: 1. Þegar Ólafur Pá var í íslands- ferð sinni lá við hafvillu og deildu menn um hvert halda skyldi. Var til ráða Ólafs skotið. Hann segir þá: „Það vil eg, að þeir ráði sem hyggnari eru; því verr þykir mér, sem oss muni duga heimskra manna ráð, er þau xoma fleiri sam- an“. Þetta spekimál gilti þá og allt- af síðan. 2. Þá er Höskuldur Dala Kolls- son bjóst við dauða sínum og und- irbjó skipti á fé sínu, þá gaf hann Ólafi Pá gullhringinn Hákonar- naut, hann vá mörk, og sverðið konungsnaut er til kom hálf mörk gulls, og þar með giftu sína og þeirra frænda. Lýsti um leið þeirri trú, að þar hefði hún staðar num- ið. Mun það og sannast hafa. 3. Norðmaðurinn Geirmundur fékk Þuríðar dóttur Ólafs Pá og átti með henni dóttur, er Gróa hét. En þau skildu heldur illa. Ætlaði Geirmundur að skilja eftir barnið, er hann fór á leið til Noregs. En Þuríður flutti það á skip hans og tók um leið sverðið „Fótbít“ að Geirmundi sofandi. Þá er hann vaknaði heimtaði hann sverðið, en vildi skila barninu Var Þuríður þá komin svo langt frá skipi, að eigi gat hann til náð. Hún hafði líka látið bora gat á skipsbátinn. Að lokum segir Geirmundur í mikilli reiði: „Það læt eg þá um mælt, að þetta sverð verði þeim manni að bana í yðvarri ætt, sem mestur skaði er að og óskaplegast komi við“. Þetta voru álög og komu fram þá er Bolli drap Kjartan, sem var eitthvert allra hörmulegasta mann- dráp, sem um getur í fornsögum okkar. 4. Gestur Oddleifsson bóndi í Haga á Barðaströnd var einhver mesti spekingur að viti sem um getur í sögum vorum. Er hans og við getið í mörgum sögum. í Lax- dælu er þess fyrst minnst er hann réði drauma Guðrúnar Ósvífurs- dóttur. Hann sagði á þessa leið þá er hún hafði draumana sagt: Glögt fæ eg séð hvað draumar þess- ir eru, en mjög mun þér samstaft þykja, því að eg mun næsta einn veg alla ráða: Bændur muntu eiga fjóra og væntir mig, þá er þú ert hinum fyrsta gift, að það sé þér ekki girndarráð. Þar er þú þóttist hafa fald mikinn á höfði, og þótti þér illa sóma, þar muntu lítið unna honum, og þar þú tókst af höfði þér faldinn og kastaðir á vatnið, þar muntu ganga frá honum. Því kalla menn á sæ kastað, er maður lætur eigu sína og tekur ekki í mót. Sá var draumur þinn annar, að þú þóttist hafa silfurhring á hendi, þar muntu vera gift öðrum manni ágætum; þeim muntu unna mikið og njóta skamma stund; kemur mér það ekki að óvörum þóttu miss -ir þann mann með drukknun, og eigi geri eg þann draum lengri. Sá var hinn þriðji draumur þinn, að þú þóttist hafa gullhring á hendi. Þar muntu eiga enn þriðja bónda. Ekki mun sá þó meira verð- ur, sem þér þótti sá málmur tor- gætari og dýrri, en nær er það mínu hugboði, að í það mund muni orðið siðaskipti, og mun sá þinn bóndi hafa tekið við þeim sið er vér hyggjum, að miklu sé háleitari. Enn þar er þér þótti hringurinn í sundur stökkva, nokkuð af þinni vangeymslu, og sást blóð koma úr hlutunum, þá mun þinn bóndi vera veginn; muntu þá þykjast glögt sjá þá þverbresti er á þeim ráðhag hafa verið“. Og enn mælti Gestur: „Sá er enn fjórði draumur þinn, að þú þóttist hafa hjálm á höfði af gulli og settur gimsteinum, og var þér þungbær; þar munt þú eiga enn fjórða bónda. Sá mun vera mestur höfðingi og mun bera heldur ægis- hjálm yfir þér. Og þar sem þér þótti hann steypast út á Hvamms- fjörð, þá mun hann þann sama fjörð fyrir hitta á efsta degi síns lífs. Geri eg nú þann draum eigi lengri“. Guðrúnu setti dreyrrauða meðan draumarnir voru ráðnir, en engin hafði hún orð um, fyr en Gestur lauk sínu máli. Þá segir Guðrún: „Hitta mundir þú • fegri spár í þessu máli, ef svo væri í hendur þér búið af mér, en haf þó þökk fyrir, að þú hefir ráðið draum- ana. Enn mikið er til að hyggja, ef þetta allt skal eftir ganga“. Og þessir draumar og spásagnir Gests kom allt fram, eins og kunn- ugt er. 5. Eftir draumaráðninguna bauð Guðrún, Gesti gistingu, en hann neitaði. En sagði: „Enn segja skaltu föður sínum kveðju mína, og seg honum þau mín orð, að koma mun þar, að skemra mun á milli bústaða okkarra Ósvífurs, og mun okkur þá hægt um tal, ef okkur er þá leyft að talast vdð“. Þessi merkilega spásögn kom fram á þann veg, að þeir Gestur og Ósvífur dóu um sama leyti og voru jarðaðir í sömu gröf á Helga- felli. Þar vildi Gestur helst liggja. 6. í hinni sömu ferð kom Gest- ur við hjá Ólafi Pá í Hjarðarholti og komu þeir Ólafur þar að, er margir ungir menn komu af sundi úr Laxá. Segir sagan svo frá: „Gest-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.