Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1958, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1958, Blaðsíða 12
628 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS veður. En ef þær eru innst í kró, eða rekast illa, þá veit það á illt. Frostrósir á gluggum segja til um tíðarfar. Ef þær snúa upp, veit það á gott, en snúi þær niður veit það á illt. Það veit á illt ef snjótittlingar hóp- ast heim að bæum og tísta mikið. Ef köttur þvær sér bak við eyrun á vetrardag, spáir það hláku. Ef hann teygir sig og glennir út klærnar, boðar það storm. Ef hann klórar tré, veit það á stórhríð. Ef hestar hama sig í góðu veðri, bregzt ekki að óveður kemur úr þeirri átt sem lendin veit. Ef rosabaugur er um tungl á vetrar- dag, heldu sumir að það boðaði blota, en aðrir töldu það boða storm og rosa- veður. Ef samloðandi skýhnoðrar eru um allt loft, er það ýmist kallað Maríu- veður, Maríuský, Maríuflóki, Maríu- breiða eða Maríutása, og segja menn að þá sé María mey að breiða ullina sína til þerris. Á eftir þessu kemur feikna fannkoma. Barbárumessa 4. des. Dagurinn er helgaður heilagri Bar- báru og hefir verið allmikil trú á hana hér á landi í pápiskum sið. Hún var meðal verndardýrlinga kirknanna í Reykholti og Haukadal. Líkneski og myndir hennar voru í ýmsum kirkjum. Mynd er af henni á stóru altaristöfl-* unni á Hólum, og á kórkápu Jóns bisk- ups Arasonar. Um hana var orktur Barbárudiktur. Árið 1950 fannst Bar- bárulíkneski í rústum kapellunnar í Kapelluhrauni, fyrir sunnan Hafnar- fjörð. Hún var verndardýrlingur stór- skotaliðs, og á hana var gott að heita í háska af eldi, húsbruna, sprenging- um o. fl. Hefir því átt vel við að hafa mynd hennar á þessum stað, þar sem vegfarendur um „eldhraunið" gerðu bæn sína. — I bæn Guðnýar, dóttur séra Snorra á Húsafelli, er minnzt á Barbáru: „Krossa eg mig og signi mig á bak, krossa eg mig og signi mig í fyrir með því heilaga sigurmerki, sem St. Barbára merkti sig sjálfa á kyndil- messu drottins síns Maríu sinnar“. Nikulásmessa 6. des. Hún er helguð Nikulási erkibiskupi (d. 342). Hann var auðugur, en gaf fá- tæklingum allar eigur sinar á laun. Hann var verndari námsfólks, en í ka- þólskum löndum er hans aðallega minnzt sem gjafarans, og hvern 6. des. kemur hann og færir börnunum gjafir. Er þá mikill gleðidagur. En í Englandi fekk hann nafnið St. Claus, og börnin halda að hann færi sér jólagjafirnar, rauðklæddur og hvítskeggjaður karl, sem á heima á Norðurpólnum. Þau skrifa honum og segja hvað þau langar mest í fyrir jólin — og svo senda þau bréfin til Islands, af því að þau halda að það sé á Norðurpólnum. — Hér gengur Nikulás nú undir nafninu „Jólasveinn", en hann á ekkert skylt við hina reglulegu jólasveina. Hér er um eftiröpun að ræða og rangnefni. í pápiskum sið var Nikulás í miklum metum hér á landi, eins og sjá má af því, að honum voru helgaðar 15 kirkj- ur og svo var hann verndardýrlingur 38 kirkna. Gekk hann næstur Þorláki helga. Jólatunglið kemur 10. des. kl. 16.23 (í Reykjavík) Á því má mark taka um veðurfar, eins og segir í vísunni: Rauða tunglið veit á vind, vætan bleiku hlýðir, skíni ný með skýrri mynd skírviðri það þýðir. Magnúsmessa 13. des. Hún er helguð Magnúsi Erlendssyni Eyajarli (d. 1115). Hann var nokkuð dýrkaður hér áður. Voru honum helg- aðar 5 kirkjur og var verndardýrling- ur 4 kirkna. Hann er ákallaður í einu gömlu vögguljóði: Þig svæfi guð og guðs móðir, tíu englar og tólf postular, Tómas hinn trausti og tveir aðrir: Magnús og Marteinn. Þig svæfi drottinn. baulubeini eða gelgjubeini úr þorsk- höfði. Var skorið í miðja tepruna til hálfs, og með því að sveigja hana var hægt að láta hana klípa um augna- lokið. Úr því var ekki hægt að loka auganu, og urðu menn að sitja bíspertir með vökustaurana, sem ekki gátu vak- að öðru vísi. En við hættur fengu menn einhvern góðan bita í sárabætur og var hann kallaður „staurbiti“. Sólstöður 22. des. Þá er skemmstur sólargangur og er hann 4 klst. 7 mín. í Reykjavík. Svo sem viðrar þann dag og 3 daga fyrir og eftir, svo mun veturinn verða, sögðu gamlir menn. Þeir sögðu líka, að aldrei væri svo mikill gaddur um vetrarsól- stöður, að ekki yrði frostlaust sjálfa sólstöðustundina, en hún er kl. 7.40 í Reykjavík. Tómasarmessa 21. des. Eftir því sem þá viðrar, mun viðra til miðs vetrar. Þorláksmessa 23. des. Þessi dagur er helgaður Þorláki Þór- hallssyni Skálholtsbiskupi, því að hann dó 23. des. 1193, og var síðan helgur talinn. Þennan dag lýkur haustvertíð. Aðfangadagur 24. des. Að þessu sinni hefst þriðji vetrar- mánuðurinn, Mörsugur, þennan dag, og þá er tungl hæst á lofti. Ef hreinviðri er og regnlaust þennan dag og um nótt- ina, ætla menn að það boði frostasamt ár, en viðri öðru vísi, veit á betra. Þó fer þetta eitthvað milli mála, eins og sést á þessari visu: Sé jólanóttin kyr og klár, koma mun gott og frjóvsamt ár, en sé þá vindur og úrfelli ei mun gras mikið á velli. Staurvika var kölluð vikan fyrir jólin. Þá voru vökur lengstar á íslandi, eða þar til Sjöstjarnan var komin í nónstað eða miðaftans. Þessi vika var einnig kölluð „augnavika", vegna þess að þá „vöktu menn öll augu úr höfði sér“. En staurvika hét hún af því, að húsbænd- ur settu „vökustaura" á augnalok fólks- ins þegar það fór að dotta á kvöldin. Það kalla aðrir „augnateprur". Þær voru gerðar úr lítilli spýtu, svipaðri eldspýtu að stærð og lögun, eða þá úr Nóttin helga Jólahelgin byrjar kl. 6 á aðfangadag. Þá á öllum störfum að vera lokið, kýrnar mjaltaðar og bærinn sópaður og fágaður hátt og lágt. Þá eru jóla- ljósin kveikt og svo eiga allir að fara í sparifötin. Því næst var húslestur lesinn og að honum loknum óskaði hver öðrum gleðilegra jóla. Því næst var matur fram borinn: magáll, sperð- ill og ýmislegt góðgæti, og svo 3—4 laufabrauðskökur. Hangikjöt var ekki skammtað fyr en á jóladaginn. Stund-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.