Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1955, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1955, Síða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21 Kvöld í Iíeykjavík — Jóla- skreyting á naestu vertíð. — Fiskafli þessa árs varð um 32 þúsund lestum meiri heldur en í fyrra. SLYSFARIR Strandferðaskipið Esja fekk á sig brotsjó á Húnaflóa og laskaðist nokk- uð (1.) Þrettán ára piltur, Unnsteinn Krist- jánsson á Litlu Völlum í Bárðardal. varð fyrir slysaskoti og beið bana (1.) Sjö ára drengur varð fyrir bíl í Hveragerði og slasaðist svo mikið að hann beið bana af (7. og 9.) Dýpkunarskipið Grettir fór til Rifs- óss til að dýpka hann, en strandaði og skemmdist svo að varðskipið Ægir varð að draga það til Reykjavíkur. Eru nú verri horfur á um notkun hafnarinnar í Rifi á næstu vertið (11.) Gunnar Friðþjófur Gunnarsson, skip- verji á togaranum Ingólfi Arnarsyni, fell fyrir borð og drukknaði (14.) Tröllafoss lenti í fárviðri á Atlants- hafi á leið hingað frá Vesturheimi. Gengu stórsjóir yfir skipið og brutu stóra bíla, sem voru á þilfari og er tjónið metið til hundraða þúsunda (15.) Einar Ólafsson vélstjóri á vb. Frey- faxa fell í sjógangi niður stiga í vélar- rúmið og slasaðist mikið (19.) Ölvaður maður ók bíl á Ijóskersstaur í Hafnarfirði, braut staurinn og stór- skemmdi bílinn (21.) Páll Jóhannesson trésmiður á Pat- reksfirði varð fyrir því óhappi að lenda með báðar hendur í trésmíðavél, og missti framan af 6 fingrum (23.) Þorsteinn Þorsteinsson póstur milli Patreksfjarðar og Brjánslækjar varð úti í póstferð á Kleifaheiði (30.) Lítil einkaflugvél fauk í roki á Kefla- víkurflugvelli og barst um 300 metra leið. Eigandinn var í henni. Sakaði hann ekki, en flugvélin skemmdist talsvert (31.) Dauðaslys á árinu urðu sem hér segir: Sjóslys og drukknanir 20 (39), umferðaslys 12 (15), ýmis slys 19 (24). í svigum eru tölur fyrir árið 1953 (31.) Óslóartréð á Austurvelli j i Rvík

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.