Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1955, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1955, Blaðsíða 14
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS f 26 ír lífi alþýdunriur „öpf eru kröggur í vetrarferðé‘ SAMÚEL JÓNSSON trésmíðameistari átti heima á Eyrarbakka um ára- tugsskeið, um og fyrir síðustu aldamót. Hann vann að iðn sinni, á Eyrarbakka og upp um sveitirnar, eftir því sem verkefni bar að höndum. Ég var lærisveinn hjá honum á árun- um 1894—1897. Sumarið 1894 var hann eitthvað við smíðar uppi í Grímsnesi. Þá þurfti kirkjan á Mosfelli einhverra endurbóta við, og tókst Samúel það verk á hendur, og átti að framkvæm- ast um veturinn. En efniviðar skyldi aflað um haustið, og þá fluttur á stað- inn. Og var þetta fastmælum bundið. Þegar komið var fram á vetur — í skammdeginu — gafst Samúel tími til að sinna þessu verki. Tókst hann þá ferð á hendur upp að Mosfelli, og hafði með sér læiúsvein sinn, en það var sá er hér segir frá. Farið var gangandi. en þó ekki algerlega lausgangandi, því hafa þurfti meðferðis smíðatól, er þurfa J myndi við verkið. Ferðin gekk vel að í Mosfelli. En er þangað kom, varð ( Samúel þess vísari, að efniviður hafði ( enginn verið fenginn til kirkjunnar, og • hann af einhverjum orsökum enga i vitneskju um það fengið. Og ferðin því • til ónýtis farin. í þetta ferðalag munu hafa farið fjór- ; ir dagar. Síðustu nóttina var gist á \ Þóroddsstöðum, en þar bjó þá Guð- ( mundur Jónsson (frá Leirum) mágur i Samúels. Og nú rann upp síðasti dagur ferðar- \ innar. Daginn áður hafði snjóað lítils- Ý háttar á auða jörð. Veður var gott, en ( loft þungbúið, og því allra veðra von. Guðmundur fylgdi okkur úr hlaði og ( gekk hann með okkur alla leið út að ( Klausturhólum. En þar fengum við ( nýan fylgdarmann, það var Klaustur- ( hólabóndinn, Magnús Jónasson, því svo ( Btóð á, að hann var að fara til sauða- ( húsa sinna, en þau voru út undir Seyð- ( ishólum, og nutum við samfylgdar hans ^ þá leið. ^ Nú fór veður versnandi, tók að snjóa allmikið, en þó tókst okkur að þræða ^ göturnar niður að Öndverðarnesi. En þar fekk Samúel mann til þess að vísa okkur á götuna í hrauninu (Öndverð- arnesshraun, öðru nafni Öndverðar- nesskógur). Sú gata lá að ferjustaðn- um á Soginu hjá Alviðru. Skyggni var nú orðið lítið, og allmikiil snjór á jörð. Við misstum því af götunni og fórum villir vegar, komumst þó að Soginu, en nokkuð langt fyrir neðan ferjustað- inn. En nú linnti snjókomunni. Sá þá Jón bóndi á Alviðru mannferðina, og lét ekki standa á sér, og ferjaði okkur yfir Sogið. Nú var greið leið fram með Ingólfs- fjalli, og yfir Ölvesá á brúnni. Um þetta leyti sáum við í skýarofi að dags- brún var á lofti. Þessi ferð var farin nokkrum árum áður en vegurinn var lagður milli Sel- foss og Eyrarbakka, því var — eins og nú stóð á, í dimmviðri og náttmyrkri — vandratað beinustu leið yfir mýrina. Við lögðum því ekki upp að fara þá leið. Og Samúel ætlaði sér að eiga ekki náttstað fyrri en heima. Hann ákvað nú að fara niður með Ölvesá og fram Nesbrú. Þó þetta væri nokkur krókur, þá átti það þó að vera auð- rötuð leið. Fyrir nokkrum dögum hafði verið hláka og þá hafði Ölvesá rutt af sér öllum ís. Nú var að vísu aftur tekið að frjósa, en það myndi ekki enn sem komið var, hafa áhrif á stórvötnin. Þó önnur yrði reyndin. Nú tók að snjóa á ný og dimma í lofti. Áfram var þó haldið, og ekki komið heim á Selfoss- bæi. Við bjuggum ennþá að kaffinu í Klausturhólum. Ekki höfðum við farið langt þessa leið er við urðum þess varir að við höfðum stytt okkur leið, og far- ið á samfrosta jakahröngli yfir dálitla vík á ánni, skammt fyrir neðan Selfoss. En þar eð snjór var nokkur á jörðu, þá þurfti aðgæzlu við til þess að vita hvort undir honum var jörð eða ís, sem gat verið viðsjáll. Heldum við svo áfram, æðilengi, ör- uggir með Ölvesá á hægri hönd. Þó fór svo að við urðum henni of nærgöngulir, því allt í einu erum við komnir út á nýlagðan ís. En að þessu sinni náðum við brátt landi aftur. Engu var líkara heldur en áin seyddi okkur að sér, því áður en varði erum við aftur komnir út á einhögginn ís, og nú var hyldjúpt undir. Svo fór ísinn að bresta með okkur, en þá var vatnið ekki nema í mitt læri eða svo. Svona valt á ýmsu um stund. En loks var traustur ís undir fótum. Það var eldri ís sem áin hafði efcki skilað af sér í leysingunni, sem áður var getið. Þóttumst við nú sæmilega á vegi staddir, að vera á traustum ísi og hét- um að láta þarna fyrir berast heldur en fara út í sömu ófæruna og áður Þrömmuðum við svo áfram um stund, og reyndum ísinn við hvert fótmál. Þá var það, að ferðahugurinn greip Samúel. Hann var þá svo sem einu eða tveim skrefum á undan mér, og er þá allt í einu kominn á bólakaf í vatn. Mér tókst að ná til Samúels með staf mínum og náði hann handfestu á hon- um og kom brátt að skörinni. En erfið- lega gekk að komast upp á skörina; þó tókst það um síðir. Og með byrði sína og sinn eigin staf kom hann upp úr vatninu, en aðeins hatturinn af höfði hans varð eftir í vökinni. Þarna á ísnum stóð nú Samúel votur frá hvirfli til ilja og berhöfðaður. Hann fekk höfuðfat mitt, en ég gerði mér skuplu með vænum hálsklút er ég hafði meðferðis. Meðan þessu fór fram, létti af snjó- komunni svo að sást til fjalla, svo að við gátum áttað okkur. Jafnframt sáum við skyggja í árbakkann skammt fyrir austan okkur. íshellan sem við vorum þarna á, mun hafa setið föst á eyrum, en áll við land hefti nú för okkar. En eftir nokkra göngu með honum höfðum við loks tylling yfir hann, og komumst upp á árbakkann. Nú var sú ákvörðun tekin að snúa baki við Ölvesá. Og þar sem fjallasýn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.