Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1955, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1955, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17 Á mörg þúsund kílómetra svæði er þetta eina vatnsbólið, þar sem lögreglu- menn geta brynnt úlföldum sínum. nokkra hríð fann hún Buick-bíl- inn. Hann hafði brotnað í sand- skafli. Langa leið þaðan fann hún svo jeppann, og hann var líka brotinn. En hvergi varð hún vör við ferðafólkið. Rúmum hálfum mánuði seinna kom Du Toit örmagna og uppgef- inn til trúboðsstöðvar nokkurrar hjá Kunene-ánni. Hann gat með veikum burðum stunið því upp, að ameríska fólkið væri allt í helli um 60 km. neðar með ánni. Frá trú- boðsstöðinni var svo sent skeyti undir eins til lögregluliðsins. Það fór á staðinn og fann fólkið aðeins ódautt. Du Toit sagði seinna fyrir rétti, að það hefði aðeins verið fyrirsláttur með ljónaveiðarnar. Ætlunin hefði verið sú, að safna demöntum. Ferðin misheppnaðist, vegna þess að þeim varð vatnsfátt og höfðu þá lagt sér til munns mengað vatn, sem þeim varð illt af. Og svo bauð hvert óhappið öðru heim, bílarnir brotnuðu, og þá var það eina vonin um björgun að hann gæti komizt gangandi til mannabyggða. En sautján daga hafði hann verið að ganga þessa 60 km. Eftir seinustu demantaför sína var Du Toit gripinn. Fundust þá hjá honum demantar, sem sýnilegt var að nýkomnir voru utan úr eyði- mörkinni. Ekki fékkst orð úr hon- um fyrir réttinum, en hann var dæmdur í 100 sterlingspunda sekt, eða sex mánaða fangelsi. Skömmu síðar dó hann. Annar frægur demantasmyglari var Joe Kabalin. Hann var einn af þeim fáu hvítu mönnum, sem gat fundið vatn í eyðimörkinni. Hafði hann lært þá list af villu- mannaþjóðflokki þeim, sem nefnist Herero, og ráfar um eyðimörkina. Þessir villumenn geta fundið vatn, þar sem engum öðrum mundi koma til hugar að nokkurn dropa sé að finna. Kabalin hafði einhvern tíma læknað einn af þessum villumönn- um, með því að gefa honum inn kínín, og upp frá því naut hann vináttu alls þjóðflokksins og lærði margt af honum, einnig það að lifa á skorkvikindum eingöngu. Sagt er að árið 1945 hafi Kabalin gerzt fylgdarmaður fjögurra manna, sem voru í demantaleit. Voru það tveir Englendingar, einn Ameríkumaður og einn Suður Afríkumaður. Þeir lofuðu Kabalin 1000 sterlingspundum fyrir ferðina og að hann skyldi auk þess fá 5% af ágóðahlut þeirra. Þeir óku í bíl- um til ósa Orangeárinnar og náðu í svo mikið af demöntum, að sagt er að Kabalin hafi fengið 3000 sterlingspund í sinn hlut. Margar fleiri ferðir fór hann í demantaleit og varð oft vel ágengt. En honum helzt ekki á fénu og varð öreigi. Aldrei hafði honum orðið misdæg- urt um ævina, þótt hann hfði ekki eftir ströngustu heilbrigðisreglum. En þau urðu ævilok hans, að hann varð úti í skuggahverfi Höfðaborg- ar fyrir tveim árum. Þá átti hann ekki þak yfir höfuðið og hafði lagt sig til svefns á götu, en fékk lungna bólgu og dó. ★ Margir hafa látið lífið fyrir það að reyna að ná í demanta. Svo var um Corrie du Toit, bróður Gerts du Toit. Hann varð úti í eyðimörkinni á fyrstu ferð sinni þangað. Hefðarkona nokkur var í Höfða- borg og hét hún Ida Brown. Hún átti sína eigin flugvél og réði til sín flugmann úr stríðinu, sem Miles de Villiers hét. Þau lögðu á stað í flugvélinni frá Höfðaborg og þótt- ust ætla að fljúga til Kimberley. Þau komu við á Beufort West flug- vellinum, sem er um 480 km. norð- ur af Höfðaborg og fengu þar ben- sín. Svo heldu þau áfram ferðinni,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.