Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1955, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1955, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15 STORKINN HRAUNFOSS — Sprungurnar í „fossinum“ TRÖLLADAGSTOFA — Einhverjar furðulegustu hraun- hafa sennilega myndast í jarðskjálfta. myndanir, sem til eru í heiminum. um. ís var einungis næst opinu og víðast hægt að krækja fram hjá honum. Jafnvel þótt ísinn sé horf- inn er erfitt að fara um hellinn fyrir þá, sem ekki eru vanir fjall- göngum. Yfir eintómar grjóturðir er að fara, og víða er svo bratt, að erfitt er að klifra upp. í hellinum eru yfir 20 stallar, 1—10 metra háir. Margir hafa komið í Raufarhóls- helli. Aðeins fáir hafa gengið hann á enda. Efst greinist hellirinn í þrennt. Auk þess eru á honum smá af- kimar, sem við ekki athuguðum nánar, vegna tímaskorts. í botni austurgreinarinnar getur að líta óvenjulega sýn, hraunfoss, 2 metra háan og rúmlega 1 meters breiðan, sem virðist hafa storknað snögglega í fullu rennsli. Ekki er auðséð, hvernig þetta furðuverk hefur myndazt. Ef til vill hefur hraun- flóðið kólnað smám saman og eld- leðjan orðið seigari og seigari, þangað til hún gat naumast hnigið. Að lokum hefur þunn slæða af seig- fljótandi hrauni hangið fram af brúninni og storknað þannig, sums staðar aðeins 5 cm á þykkt. Hér er eins og máttugir töfrar hafi verið að verki, eins og voldug völva hafi galið sinn galdur og „fryst“ eld- fljótið í einu vetfangi. Miðgrein hellisins er ekki merki- leg. Suðurgreinin er því undursam- legri. Þúsundir grannra hraunkerta hanga úr þakinu í beinum röðum, þar sem yfirborð eldleðjunnar hef- ur staðið um stund, þegar hraun- flóðið minnkaði smám saman í hell- inum. Hrífandi fegurð þessa töfra- hellis verður ekki með orðum lýst. Straumar og bárur og iður eldflóðs- ins hafa bókstaílega steinrunnið og geymzt þannig um þúsundir ára til augnayndis þeim, sem hafa djörf- ung og dugnað til að koma og sjá. Einhvern tíma verður hellirinn mældur nákvæmlega, en ekki verð- ur það auðvelt verk. Það verður að gerast í a. m. k. 20 áföngum og víðast verður að ryðja burt grjóti til að koma fyrir þrífótum undir mælingatæki. Sums staðar verður erfitt að verja tækin fyrir leka- vatni. Þrír til fjórir menn gætu lokið þessu verki á viku. Þegar þetta hefur verið gert, mun koma í ljós, að meðfylgjandi uppdráttur er ekki alveg réttur, en hann mun þó gefa sæmilega hugmynd um lögun og stærð hellisins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.