Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1955, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1955, Blaðsíða 12
24 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS að halda eftir af kaupi þeirra manna, sem vanrækja heimili sín (16.) Samþykkt voru lög um aðstoð við togaraútgerðina. Verður á næsta ári lagt sérstakt gjald á innfluttar bifreið- ar og því fé varið útgerðinni til styrkt- ar. Jafnframt veiti og Stofnlánadeild greiðslufrest á lánum (17.) Stórfelldar ákvarðanir voru gerðar um rafvæðingu landsins, ný orkuver á Vestfjörðum og Austurlandi og sam- tenging orkuvera. Um 350 sveitarbýli eiga að fá rafmagn þegar á næsta ári. Kostnaður við þetta er áætlaður um 80 milljónir króna (18., 19. og 21.) Fjárlögin voru afgreidd á Alþingi. Heildarupphæð þeirra er 516.5 mill- jónir króna, en greiðsluafgangur aðeins 1 milljón (18.) Sjálfvirka símstöðin á Akureyri hef- ur verið stækkuð mjög mikið (21.) Ný millilandaflugvél, er Flugfélag íslands hefur keypt, kom til landsins. Er þetta 4 hreyfla vél og hefur sæti fyrir 60 farþega. Hlaut hún nafnið Sól- faxi. Mikið var um dýrðir á flugvelli Reykjavíkur þegar henni var fagnað og flugmálaráðherra flutti skörulega ræðu og benti á hver lyftistöng flugið er orðið í þjóðarbúskap íslendinga (23.) Vestmanneyingar hafa selt seinni togara sinn, Vilborgu Herjólfsdóttur. Krókurinn af staf Páls biskups Jóns- sonar (fundinn í kistu hans). GJAFIR í tilefni af þýzku vikunni afhenti þýzki konsúllinn dr. Oppler nokkrar góðar gjafir. Var ein svartlistar mynd i frá dr. Heuss, forseta Þýzkalands til i Rauðakrossins í viðurkenningarskyni fyrir þá hjálp, sem nauðstöddum Þjóð- verjum barst heðan eftir stríðið. Önnur var myndastytta, gjöf til íslenzku þjóð- arinnar. Þriðja var smáfilma af öllum gömlum verslunarskjölum er ísland snerta og enn eru til í söfnum í Ham- i borg, Bremen og Oldenburg (4.) Norska listiðnaðarsafnið sendi Þjóð- minjasafninu að gjöf 22 fornmuni, og eru sumir þeirra af íslenzkum upp- runa (23.) Barnaspítalasjóði Hringsins barst 14.479.12 kr. minningargjöf um Helgu Helgadóttur frá Hamri í Gaulverja- bæarhreppi (30.) FJÁRIVIÁL og framkvæmdir Eitt af stærstu húsunum við Lækjar- götu í Reykjavík var flutt í heilu lagi Rafstöð Jó- hannesar Reykdals í Hafnarfirði — fyrsta rafstöðin á landinu, byggð fyrir 50 árum. inn í Langholt, um 6 km. veg. Iðn- bankinn ætlar að reisa nýtt stórhýsi á grunni þess (2.) Tvö ný frímerki voru gefin út, 5 og 25 aura (3.) Fjárhagsáætlun Reykjavíkur var lögð fram. Hefur útsvarsupphæðin hækkað um 8 milljónir frá því í fyrra, en. út- svarsstiginn helzt þó óbreyttur. Af ný- um útgjöldum má nefna 214 millj. kr. aukningu til byggingar íbúðarhúsa (4.) Fjárhagsáætlunin var samþykkt á 19 klukkustunda fundi rétt fyrir jólin. Hinn nýi flugvöllur Akureyrar á hólmunum innan við fjörðinn, var vígður (5. og 7.) Sjúkrahúsið nýa í Keflavík tók til starfa (5.) Þess var minnzt með sýningu og við- höfn í Hafnarfirði að 50 ár voru liðin frá því að fyrsta rafmagnsstöð á ís- landi tók þar til starfa (10. og 12.) Vísitala var 160 stig í desember, eða einu stigi hærri en áður (14.) Alþingi samþykkti lög, er heimila

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.