Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1955, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1955, Blaðsíða 8
20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ÞETTA GERÐIST 'I DESEMBER ALÞINGI samþ. að tiliögu meiri- hluta utanríkismálanefndar, að tela stjórninni að fullgilda fyrir Islands liönd samninginn, er veitir Þjóðverj- um aðild að Atlantshafsbandalaginu (14. og 17.) Alþingi var frestað hinn 18. og ákvcðið að það skyldi koma saman aftur eigi síðar cn 4. febrúar. Ólafur Thórs forsætisráðherra flutti utvarpsávarp til þjóðarinnar á gamlárskvöld. VLÐRÁTTAN OG HÁTÍÐARNAIt Veðráttan í þessum rnánuði var yfir- leitt góð. Talsverð frost voru um miðj- an mánuðinn og iannkoma, svo að flestir hinir hærri fjallvegir tepptust og voru ófærir bílum um hátíðarnar Fólksflutningar fyrir jólin fóru því aðallega fram í lofti. Fyrra hluta mán- aðarins var aftur á móti slæmt flug- veður og einnig slæmar gæftir. Um hátíðarnar var hin bezta tíð og hlýindi. Voru þá flestir kaupstaðir landsins fag- urlega skreyttir með ijósum og jóla- trjám og alls konar skrauti. Ósló gaf Reykjavík gríðarstórt jólatré. Var það sett niður á Austurvelli og kveikt á því við mikla athöfn. Annað stórt jóla- tré barst Reykjavík að gjöf frá göml- um Miðbæardreng, sem ekki vildi láta nafns síns getið. Auk þess keypti bær- inn svo mörg jólatré og setti þau niður miðsvæðis í hinum ýmsu hverfum. Austurstræti var skreytt jólagreinum og ljósum endanna á milli og fjölda margar verslanir og einkamenn skreyttu hús sín þar að auki. Var það allra manna mál, að Reykjavík hefði aldrei fyr verið í slíkum hátíðarbún- ingi. Jólaverslun byrjaði nú fyr en vant var og var því ekki önnur eins ös í búðum seinustu dagana eins og und- anfarin ár. Mikið var þó verslað og aldrei mun hafa selzt nándar nærri jafn mikið af bókum, enda var bóka- markaður með fjölskrúðugasta móti. I höfninni lágu um hátíðarnar fleiri skip en vant er og voru þau öll ljósum prýdd stafna á milli. — Á gamlárs- Álasunds-tréð á Ráðhústorg- inu á Akur- eyri. kvöld voru fjölda margar brennur víðs vegar um bæinn. Meira var um skraut- lega flugelda á gamlárskvöld en nokk- uru sinni fyr, en allt fór rólega fram og virtist fólkið skemmta sér ágæt- lega og með þeirri prúðmennsku er íbúum höfuðborgarinnar ber að sýna. — Líka sögu er að segja frá öðrum kaupstöðum. Akureyri fekk fagurt jólatré að gjöf frá vinabæ sínum Ála- sundi, og Akranes fekk tré frá íþrótta- sambandi Hamborgar. — Siglfirðingar höfðu mikla ljósadýrð í Hvanneyrar- skál um áramótin eftir venju. — Þannig kvaddi árið með mildum svip og þjóð- in kvaddi það og heilsaði hinu nýa ári glöð og vondjörf. ÚTGERÐIN Afli var nokkur þegar á sjó gaf, en gæftir voru stopular. Togarar fengu sæmilegan afla og sigldu margir með hann til Þýzkalands. Togarinn Jörund- ur, sem stundaði síldveiðar í Norður- sjó og seldi aflann í Þýzkalandi, hætti nú þeim veiðum og sagði forstjóri hans að betur hefði verið farið en heima setið. — Gríðarmikil upsaveiði var í Keflavík milli jóla og nýárs. Þaðan munu nú verða gerðir út um 40 bátar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.