Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1955, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1955, Blaðsíða 16
28 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS SPÁIN Þó samtíð hafi sett þig hjá svo þú býrð í skugga, seinna mun þér sigri spá sólarljós á glugga. NORÐURLJÓSIN Vart með hrósi verða skírð — við þó kjósum skoða — norðurljósa drottins dýrð dregin á ós og boða. GANGIIR DAGSINS Geng í sátt við góða menn gatan smátt þó hrími. Finn ég máttinn í mér enn, enginn háttatími. Létt skal renna lífsins skeið láta pennan skrifa. Sálarmenning marki leið meðan ég nenni að lifa. HJÁLMAR FRÁ HOFI BRIDGE AD108 V G 5 ♦ Á 9 7 4 2 * G 10 7 A Á 3 V D 8 6 2 ♦ K 8 3 * D 6 4 3 N V A S A G 7 V 10 9 4 3 ♦ G 10 6 5 * Á 9 8 AK96542 V Á K 7 ♦ D * K 5 2 Þetta spil kom fyrir í keppni og á flestum borðum sagði Suður 4 spaða. Sú sögn vannst á öllum borðum nema einu. Þar sló Vestur út L 3, en Austur tók með ásnum og sló aftur út laufi. Suður fékk þann slag á kónginn og sló svo út T D undir ásinn. Þar næst sló hann út S 10, Austur lét S 7 svo að Suður þorði ekki annað en drepa "með kóng og svo drap Vestur með ásnum. Nú tók Vestur slag á L D og sló svo út fjórða laufinu, en þann slag / RAUFARHÓLSHELLI GRÝLUKERTI (Stalagnites) sem m yndast hafa úr lekavatni í hellisþakinu. Þessi mynd var tekin um 150 metra frá innganginum, sjá annars grein eftir próf. Munger, fremst í blaðinu. fékk Austur á S G, og þar með var spilið tapað. Suður hefði ekki átt að slá út TD, heldur lágspaða undir D og 10 í borði, og þá hefði hann unnið, þrátt fyrir útspilið. <L-*'7)®®®<5^_^ Úfskurður. Það var trú manna langt fram á síð- ari hluta 19. aldar, að skera þyrfti úf úr öllum börnum, og stafaði margs- konar vesæld af því ef það var ekki gert. Var því altízka langt fram yfir miðja öld að skera hann úr börnum, og voru ákveðnir menn í hverri sveit, sem höfðu þann starfa á hendi, og áttu þeir þá járnin til þess. Vant var að skera börnum úf á 3.—4. ári. Ef úfur var langur, var hætta á að hann drypi, þ. e. félli eitraður dropi af honum ofan í hálsinn. Ef úfur náði að drjúpa þrisv- ar var dauðinn vís. Þessi venja og trú er afar gömul, því að Eiríkur jarl Há- konarson dó af úfskurði á Englandi snemma á 11. öld. (ísl. þjóðh.) TRÖLLKONA í HORNBJARGI Sögn er um það, að tröllkona hafi búið í Hornbjargi, þegar Guðmundur góði var þar á ferðinni. Biskup kom að henni þar sem hún helt á hvalkálfi og hossaði honum og hampaði á hönd- um sér, eins og hún væri að leika við ungbarn og kvað í sífellu: Offra eg ýsu stúfri, alvaldur minn gaf mér, niður við sjóinn salta, sjáið þið hvað hann gaf mér. „Þakkaðu honum þá fyrir gjöfina", sagði biskup. — „Það er ekki víst að þið höfðingjarnir þakkið honum betur en ég,“ sagði tröllkonan. — (Konr. Maurers Isl. Volkss.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.