Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1955, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1955, Blaðsíða 6
18 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS • <?> 'eióta nnn me J jjijrniL nunoi'onima SÍÐASTA kvæði eftir danska prestinn og píslarvottinn, skáldið Kaj Munk, ort örfáum dögum áður en hann var myrtur, — engu líkara en hann hefði þá þegar feng- ið hugboð um hvað í vændum væri. — Þýtt úr blaðinu Frit Danmark. Mcistari, með þyrnikrónu þunga, þinn er ekki létt að feta veg því ég á börn, tvo drengi, ennþá unga, mitt eigið hús — og konan dásamleg. Meistari, með þyrnikrónu þunga! — Þú ef værir aðeins GESTUR vor til að lækna, frelsa og fræða unga — fetað gæti PRESTUR í þín spor. F.n nú, ég meina, þyrnikrónu þunga og þessi dimmu blóðspor, er ég leit að þinni gröf og kvölum — talar tunga — og telur upp þær KRÖFUR, er ég veit. Meistari, með þyrnikrónu þunga! Þín orð: FYLG MÉR! eru hróp og bæn. En sjá, frá þínum hástói, æsku unga þíns EIGIN FÖÐUR JÖRÐ — hve hún er væn! Meistari, með þunga þyrnikrónu, — það er hverjum ráð að bjarga sér — HJÁLPA MÉR ÞÁ — (ég á unga sonu, cigið hús og konu) — AÐ FYLGJA ÞÉR! J. M. EGGERTSSON þýddi. é- -<?> en ekkert spurðist til þeirra fram- ar. Þegar þau komu ekki til áíanga- staðar, var hafin leit í lofti, en hvergi sást til flugvélarinnar. Eft- ir hálfan mánuð var leitinni hætt. Svo liðu mánuðir og menn höfðu gleymt þessu at\nki. En þá rákust lögreglumenn á flugvél skammt frá sjó og var hún þar falin milli tveggja sandskafla. Skammt frá flugvélinni lá beinagreind og af fatadruslum, sem enn voru utan um hana, mátti sjá að þetta hafði verið kona. Höndin var út rétt og hún hélt enn á handtösku. í henni voru nokkrir demantar og þetta bréf: — Miles er farinn að sækja hjálp og ég verð að bíða hér, en ég er að deya úr þorsta. Guð hjálpi mér. Ida Brown. Það var kaldhæðni örlaganna, að vatnslind var tæpa 200 metra frá þessum slysastað. Ekkert hefir spurzt til Miles. Flugvélin var sködduð, annað hjólið hafði farið undan henni í lendingu. En svo var mikill lausasandur þarna, að flug- vélin hefði aldrei getað hafið sig til flugs aftur, enda þótt óskemmd hefði verið. Hyggja menn að Miles hafi búizt við því er hann lenti, að þarna mundi vera harðvelli og hefði sýnst svo úr lofti. ★ Skammt er nú síðdn að tveir menn fengu leyfi hjá stjórn Suður Afríku til þess að ferðast um eyði- mörkina. Þóttist annar vera blaða- maður og ætla að safna efni í bók, en hinn þóttist vera kvikmynda- maður og ætla að taka myndir af dýralífi í eyðimörkinni. Þegar þeir voru svo aftur á heim- leið frá eyðimörkinni, komu þeir við í þorpi, sem heitir Bellville og er skammt fyrir norðan Höfðaborg. Lögreglan þar tók sig þá til og leit- aði á þeim og í bíl þeirra. Þar fann hún demanta, sem voru 2500 ster- lingspunda virði, eða meira en þeir gátu vænst að fá fyrir ferðasögu og kvikmynd. Og seinasta sagan þarna að sunn- an er þessi: Tveir menn, sem þóttust vera trúboðar, settust að hjá Orange- ánni og tóku að telja trú fyrir heið- ingjum þar. Höfðust þeir þarviðum hríð. En svo var það einhvern tíma að þeir tóku sér far með járnbraut- arlest og ætluðu til Prieska. Lög- reglumenn voru með lestinni og þeim þótti vissara að athuga þessa trúboða nánar. Fundust þá á þeim demantar, sem voru um 2000 ster- lingspunda virði. Þessum demönt- um höfðu þeir safnað á ferðalögum niður að ströndinni. En þau trú- boðslaunin lentu hjá stjórn Suður- Afríku. Það er aðeins eitt öruggt ráð við sjó- veiki — að vera í landi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.