Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1955, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1955, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25 Ríkið keypti, en mun selja skipið til Norðurlands. — Hafa Ólafsfirðingar, Sauðkræklingar og fleiri hug á að eign- ast það (28.) Greiðslujöfnuður bankanna var ó- hagstæðari um þessi áramót heldur en í fyrra, en verslunarjöfnuður varð hag- stæðari (29.) VERKFÖLLUM AFSTÝRT Strætisvagnstjórar í Reykjavík sögðu upp samningum og höfðu boðað verk- fall frá 1. desember. Samningar kom- ust á þannig, að vagnstjórarnir verða framvegis fastir starfsmenn bæarins og taka laun í 10. flokki (2.) Verkfall vofði yfir hjá yfirmönnum á kaupskipaflotanum, en því var af- stýrt á seinustu stundu (11.) Einnig var afstýrt verkfalli starfs- manna við bensinstöðvar. AFMÆLI Félag ungra Sjálfstæðismanna i Hafnarfirði 25 ára (1.) Raflampagerðin í Reykjavík 20 ára (1.) Fimleikafélag Hafnarfjarðar 25 ára (1.) Stúkan Víkingur í Reykjavík 50 ára (6.) Rauðikross íslands 30 ára. f tilefni af því afmæli voru fimm menn sæmdir Myndastytt- an Pomona afhjúpuð í gömlu Gróðrar- stöðinni. heiðursmerki félagsins: Emil Sand- ström ritari alþjóðasambandsins, Jón Björnsson skólastjóri á Sauðárkróki, Guðmundur Karl Pétursson yfirlæknir á Akureyri, Kristinn Stefánsson læknir og dr. Sigurður Sigurðsson berklayfir- læknir (10. og 11.) Golfklúbbur íslands 20 ára (14. og 16.) ÝMISLEGT Jöklar hér á landi dragast óðum saman, eftir mælingum (3.) Kvikmyndin Salka Valka, sem Svíar tóku hér í sumar, var sýnd í kvik- myndahúsum í Reykjavík (3.) Pomona, höggmyndin sem Fought stórkaupmaður gaf hingað, var af- hjúpuð i gömlu gróðrarstöðinni (9.) Sölusýning var haldin á 60 myndum eftir Kjarval og seldust allar nema ein (17.) Mislingar og rauðir hundar hafa gengið í Reykjavík í haust og vetur og margir veikzt, en í þessum mánuði fóru þeir að réna (17.) Áfengisleit var gerð í bílum og bíl- stöðvúm í Keflavík og Vallarstöðinni og fundust um 40 flöskur (21.) Sýning var haldin í Þjóðminjasafni á líkkistu Páls biskups Jónssonar og öðrum munum, sem fundust við upp- gröftinn í Skálholti í sumar (22.) Niðurskurður fór fram í Eyrarsveit á 52 kindum, er keyptar höfðu verið frá Valþúfu á Fellsströnd, vegna ótta við mæðiveiki, en í kindum frá þessum bæ fannst mæðuveikin í Dölum í haust (23.) C_^"Ю®®6^J5 Röskur prins ÞETTA gerðist í New York. > Götuþjófur hrifsaði tösku af kvenr manni, stökk inn í bíl hjá félaga sín- um og bíllinn þeysti þegar á burt. Þeir óku með geisihraða og gættu þess ekki að staðnæmast við rautt ljós. AfleiðJ ingin varð sú, að bíllinn rakst á annan bíl og báðir hentust á þriðja bílinn. Alli ir brotnuðu bílarnir meira og minna', en út úr brakinu skreiddust þjófarnir og tóku til fótanna. Nú vildi svo.til, að þarna rétt hjá var bíll, og maðurinn sem sat í honum vav æfður þolhlaupari. Hann stökk þegaf út úr bílnum og veitti þjófunum eftir- för. Þeir fóru beint af augum, stukkU yfir girðingar og komust út á bersvæði; Maðurinn dró stöðugt á þá og seinast náði hann þjófunum vegna þess að þeif voru komnir að niðurfalli af mæði. Lögreglan kom nú á vettvang og þá kom upp úr kafinu að þessi röskleika- maður, sem náði þjófunum, var Krist- ján prins af Hannover, bróðir Frið- rikku Grikklandsdrottningar. Þegar prinsinn var spurður að því hvernig hann hefði vitað að þessir menn voru þjófar, kvaðst hann ekki hafa haft hugmynd um það. En hann kvaðst hafa séð að þeir voru ökuníð- ingar og stórhættulegir fyrir umferð- ina og þess vegna hefði hann elt þá svo að þeir fengi makleg málagjöld. Það kom í ljós að þjófarnir voru í stolnum bíl og höfðu ekki ökuleyfi. Þeir voru dæmdir í 5000 dollara sekt, er skyldi afplánast með fangelsisvist, ef þeir gæti ekki borgað. En hvernig fór um töskuna, sem þeir stálu? Henni var skilað til eigandans með öllu, sem í var — tveimur doll- urum. <J-*''D®®®6\J> — Eg keypti þessa brennivínsflösku fyrir hana tengdamóður mína. — Ha, það voru bærileg skifti!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.