Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1955, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1955, Blaðsíða 2
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sem voru óðfúsir að hjálpa til við að mæla hann. Uppdrátturinn og xpyndirnar, sem með fylgja, gætu ef til vill orðið til fróðleiks mönn- um, sem ekki hafa komið í hellinn. Vegalengdir voru mældar með fjarlægðarmæli og áttir voru tekn- ar með vasaáttavita. Hvorugt tæk- ið er sérlega nákvæmt, en upp- drátturinn, sem gerður var eftir þessum mælingum, ætti þó að geta gefið sæmilega góða hugmynd um lögun og stærð hellisins. Vega- lengdin frá hellismunna til innsta enda hans mældist vera 850 metrar, þó þeim, sem brotizt hafa alla þessa leið, muni flestum virðast hún vera a. m. k. helmingi lengri. Raufarhólshellir er hraunhellir um 15 km suðvestur frá Hvera- gerði í landareign Vindheima. Ak- vegur liggur að Vindheimum, sem einnig er skólasetur Adventista, og þaðan er gengið upp fjallshlíðina til norðurs. Bezt er að hafa leið- sögumann, því að fátt er ujn kenni- leiti. Leiðin er greiðfær og hallinn ekki nema um 150 metrar á 2 km. Hellirinn er lú—30 metra breiður og víðast um 10 m á hæð. Hellis- gólfið er víðast þakið grjóti, sem fallið hefur úr þakinu, sennilega í jarðskjálftum. Sums staðar eru grjóthrúgurnar svo háar, að þær ber hærra en upprunalegt þak hellisins. Leiðin liggur þar um hvolf, sem myndazt hafa við hrunið. Farið er inn í hellinn sunnan- verðan um op, þar sem þakið hefur fallið niður. Sennilegt er, að hraun- straumurinn, sem rann um þessi gömlu hraungöng, hafi komið fram á yfirborðið í fjallshlíðinni suður eða suðaustur frá opinu. Hraunið hlýtur að vera mörg þúsund ára gamalt, því að það er víða þakið allþykkum jarðvegi og vaxið lyng- gróðri. Þar sem hraunið er bert, er hvergi að sjá merki þess, að ís hafi gengið yfir það, svo að það hlýtur að hafa runnið eftir jökultímann, sem var á enda fyrir um það bil 10.000 árum. Vott er í hellinum. Hellisþakið er óþétt og vatn drýpur úr þúsundum sprungna og hola. Þegar við geng- um í hellinn, 14. febr. 1954, var hellisgólfið þakið ís, 200 metra inn frá opinu. Sums staðar höfðu myndast þyrpingar af íssúlum, er sumar voru 40 cm langar. Erfitt er að klifra eftir ísuðum steinum og ekki alveg hættulaust. Hvergi er hægt að drepa niður fæti nema á hálan ísinn, og hvergi er hægt að taka til hendi, nema á svellótta steinana. Slys gæti fljótlega viljað til, fótbrot eða annað, og ekki væri auðgert að flytja slasaðan mann eftir íshálum og ósléttum hellin- um. ísströnglar hanga frá þaki og sillum, sumir allt að 3 metrar á lengd. Á einum stað, meðfram hlið- arveggnum, mynduðu þeir samfellt ístjald, 6—7 metra breitt. í ágúst 1953 var litiU ís í hellin-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.