Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1955, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1955, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ' 19 Ungur maður rakar saman 30 milljónum króna Græddi mest J|ANN HEITIR Mike Makris or er aðeins 27 ára Ramall. Faðir hans er grískur oc; var sendiherra í Mexikó. Jafnframt sendiherra- starfinu stundaði hann ýmis við- skifti og græddist brátt fé. Þepar Mike var 15 ára £»amall lofaði faðir hans honum að koma með sér, er hann var í verslunarferðum til Suður Ameríku og Bandaríkjanna. Við það vaknaði áhugi piltsins fyr- ir verslunarmálum og tók hann þá þegar að braska í smánm stíl og meðal annars seldi hann skóla- bræðrum sínum skíði og hagnaðist vel á því. Þá náði hann í umboð fyrir þýzka verksmiðju, sem fram- leiddi ýmislegt til húsgagnaiðnað- ar. En faðir hans átti stóra hús- gagnaverksmiðju, og henni seldi hann þessar vörur. Græddi hann talsvert á þessu, eða svo mikið að föður hans þótti það ískyggilegt og tók í taumana — náði sjálfur um- boðinu af piltinum. Árið 1945 lauk Mike námi við fiöllistaskólann í Mexikóborg, og fékk því næst atvinnu hjá fyrir- tæki, sem nefnist Texas A & M. Þar fékk hann 200 dollara kaup á mánuði. En honum þótti það lítið svo að í hjáverkum sínum tók hann að selja barnavagna og um hclgar fcrðaðist hann og seldi ísskápa og þvottavclar. Mcð þcssu móti hafði hann 600 dollara laun á mánuði. Nú gifti hann sig og fckk stöðu hjá miðlarafirma í Houston. Þar kynntist hann ýmsum gróðafyrir- tækjum og alls konar viðskifta- á brennisteíni rekstri. Meðál annars komst hann þá að því, að mikil eftirspurn var að brennisteini. Fyrirspurnum um lcaup á beirri vöru rigndi yfir firm- að, en ekki var hægt að greiða úr því. Hvernig stóð á þessu? hugs- aði Mike með sjálfum sér. Hvers vegna voru ýmsar þjóðir að leita eftir brennisteini, en gátu ekki fengið hann? Hvar var hægt að fá brennistein? Þá komst hann að því, að brenni- steinsnámur eru í Mexíkó. Hann brá við og sótti um einkaleyfi hjá stjórninni til þess að vinna brennistein og flvtja úr landi. Það leyfi kostaði 75.000 dollara. Ýmsir hefðu nú í hans sporum gugnað á því að útvega svo mikið fé. En Mike lét sér það ekki fyrir brjósti brenna. Hann gerði félag við einn af samstarfsmönnum sínum hjá miðlarafyrirtækinu, Tom Kramer að nafni. Þeim tókst að fá lán til að trvggja sér námurnar og svo settu þeir á fót eigin skrifstofu. Síðan stofnuðu þeir nokkurs konar viðskiftabanka, er þeir nefndu Providential. Á svipstundu seldu þeir hlutabréf í þessum banka fyr- ir 250.000 dollara, og nú höfðu þeir nóg rekstrarfé til þess að reka brcnnistcinsámurnar. Þctta var ár- ið 1952. Síðan hefir Mikc grætt á tá og fingri. Er talið að hann eigi nú um 30 miUjónir dollara og er það talið furðulegt um jafn ungan mann, jafnvel þar vestra, þar áem dugn- aðarmenn raka saman milljónum, Mika gleymir ekki viðskiftunum, þótt hann sé á baðstað. því að enginn hefir komizt svo langt á hans aldri. Mike er nú meðeigandi og for- stjóri í einum 20 fyrirtækjum af ólíkasta tæi, svo sem niðursuðu- verksmiðjum, sögunarmylnum, tíg- ulsteinaverksmiðjum, bönkum, út- gerð, úraníumvinnslu, gistihúsum, íþróttavöllum o. fl. Á sumu hefir hann grætt og græðir. En grund- völlurinn að auðæfum hans er ágóðinn af brennisteinsnámunum. Hefir hann sýnt að á brennisteini má græða stórfé. Gæti það ekki verið bending til íslendinga, sem eiga svo margar brennisteinsnám- ur? Að vísu er hér hafinn undir- búningur að starfrækja þær, en hann hefir staðið lengur en þann tíma er Mike var að raka saman milljónum á mexikönskum brenni- steini. — Pabbi, hvcrnig stcndur á því að maður má ekki eiga nema eina konu? — Sonur minn, þegar þú eldist muntu komast að raun um að lögin eru verndarvættur þeirra, sem ekki kunna að verja sig sjálfir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.