Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1955, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1955, Blaðsíða 4
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Demanta landið ¥ T M 300 km norðan við Höfða- borg í Afríku, hefst hið svonefnda „bannland“ (Sperr- geblet), sem sumir nefna Dem- antalandið, vegna þess að í eyði- mörkinni þar meðfram ströndinni, eru demantar á víð og dreif. Þetta demantaland er aðallega í Suð- vestur Afríku, sem áður var þýzk nýlenda, en tekin af Þjóðverjum eftir fyrra heimsstríðið og fengið Suður Afríku til verndargæzlu. Hafa nú á seinni árum orðið tals- verðar deilur um framtíð þessa lands. Sumir vilja að Sameinuðu þjóðirnar taki við því, en stjórnin í Suður Afríku vill alls ekki sleppa af því hendinni, enda hefir hún þar mikilla hagsmuna að gæta, og þar á meðal eru demantarnir. Hef- ir stjórnin kastað.eign sinni á alla demanta er þar kunna að finnast og hefir jafnframt harðlega bann- að öllum að fara þangað í dem- antaleit. Hefir hún þarna öflugt lögreglulið, sem ferðast fram og aftur um landið á úlföldum, til þess að gæta þess, að engir ræningjar komi þangað að afla sér fjár. Hefir hún og lagt þungar sektir við ef menn sækja þangað demanta, 100 —500 sterlingspunda sekt og jafn- vel fangelsi að auki. Margra freistar það þó að geta orðið ríkir á svipstundu. En það Sömuleiðis munu myndir okkar gefa sæmilega hugmynd um, hvað í vændum verður fyrir þá, sem vilja þreyta þá þraut að koma og sjá, en engin ljósmynd, ekki einu sinni þrívíddar litmynd, getur gert full skil þeim ferlegu furðum, sem bíða þín eftir 800 metra göngu um klungur og urðir Raufarhólshellis. er hin mesta hættuför að fara í demantaleit, enda þótt menn kom- ist fram hjá varðliði stjórnarinnar. Menn verða að vera vel út búnir með mat og drykk, því að þeir mega gera ráð fyrir að þurfa að hafast við á eyðimörk í 3—4 vikur. Menn þurfa að vera kunnugir á þessum slóðum og þekkja ætar jurtir frá eitruðum jurtum. Þeir þurfa að vera vel vopnaðir, því að þarna er fjöldi villudýra á sveimi og auk þess eiturslöngur og stórir sporðdrekar. Menn verða og að vera við því búnir að geta lagt sér allt til munns, svo sem snáka, sporðdreka og apa, alveg eins og villumennirnir, sem hafast við á þessum slóðum. Ef mönnum tekst að komast alla leið, þá eru mestar líkur til þess að þeir finni eins mikið af demönt- um og þeir treysta sér til þess að komast með, því að þeir liggja þar sem hráviði í sandinum. Ekki er þó sopið kálið þótt í ausuna sé komið. Einhvern veginn verða menn að smygla fjársjóðnum inn í Höfðaborg, þar sem eftirlitsmenn og njósnarar stjórnarinnar eru á hverju strái. Og svo þarf að koma þeim þaðan aftur. Ekki er ráðlegt að taka sér far með flugvél, því að tollþjónar hafa miklu strangara eftirlit með þeim heldur en öðrum farkostum. Helzt er að reyna að komast þaðan með skipi, en þó er ekki ráðlegt að fara til Englands, því að þar er eftirlitið enn strang- ara. Helzt er að taka sér far með skipi til Hollands, því að þar er hinn stærsti svartamarkaður í heimi fyrir gimsteina allskonar. Komi menn með demanta þangað er ekki verið að spyrja þá hvernig þeir sé fengnir, og menn geta farið með þá rakleitt til gimsteinakaup- mannanna, sem greiða um 60% af verðgildi demantanna. Með öðrum orðum, komi maður með 1000 sterl- ingspunda virði af demöntum til þeirra, þá fær maður 6000 sterl- ingspund fyrir þá. ★ Frægastur af öllum demanta- smyglurum í Afríku, hét Gert du Toit. Hann lézt árið 1949 og var þá orðinn vellríkur. Hann var gagnkunnugur í Demantalandinu og þekkti allar hættur eyðimerkur- innar. En samt komst hann stund- um í hann krappan. Árið 1946 gerðist hann fylgdar- maður amerískra ferðamanna — það voru fimm karlmenn og ein kona — sem þóttust ætla á Ijóna- veiðar meðfram Kunene-ánni, er rennur á landamærum Suðvestur- Afríku og Angola, hinnar portú- gölsku nýlendu. Þetta fólk ætlaði að ferðast í nýum Buick-bíl og jeppa. Lagði það svo á stað, en ekkert spurðist til þess og liðu svo margar vikur. Yfirvöldin í Angola voru á báðum áttum með hvað gera skyldi, hvort hafin skyldi leit, eða treyst á það að fólkið mundi skila sér aftur. En lögreglan í Suð- vestur Afríku hóf þá leit, og eftir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.