Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1954, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1954, Page 6
42 y*’* r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Generalkonsul H. O. Lange legustu iðnfyrirtækjum Dana. Hef- ir þetta fyrirtæki blómgast svo frá stofnun sinni, að hlutafé þess, er í upphafi nam aðeins 70 þús. d. kr. er nú 7.5 millj. d kr. Það hefir nú verslunarsambönd um a^lan heim, hefir stofnað dótturfélög í ýmsum löndum, m. a. í Bandaríkjunum og Kína. Arður hlutabréfa hefir að jafnaði numið 10% frá stofnun fyr- irtækisins, og er velta þess á Norð- urlöndum einum nú 66 sinnum meiri en öll veltan var fyrstu 5 árin fyrir stríð. Árið 1940 ákvað stjórn verk- smiðjunnar að leggja fram fé til stofnunar stúdentaheimilis og var hafizt handa um bygginguna á sama ári. Var byggingin fullger 1942 og hafði kostað 5 millj. d. kr. Á styrjaldarárunum var við margskonar örðugleika að stríða um rekstur stofnunarinnar, og í lok styrjaldarinnar tók þýzka her- námsliðið stúdentaheimilið til af- nota sem spítala. Var því skilað illa útleiknu, og tók viðgerð þess alllangan tíma. En frá því er rekst- ur þess gat hafizt að nýju helir það jafnan verið fullskipað og færri fengið vist þar en óskað hafa. H. O. Lange framkvæmdastjóri. Af einstökum mönnum, er átt hafa þátt í stofnun norræoa stúdentaheimilisins, ber hæst nafn H. O. Lange, stoínanda Nordisk Fjerfabrik og framkvæmdastjóra frá byrjun, en frá 1942 hefir haun einnig verið formaður stjórnar fyr- irtækisins. H. O. Lange er fæddur í Kerte- minde á Fjóni 1877. Var faðir hans þar kaupmaður. Aðeins 23 áia gamall varð hann framkvæmda- stjóri hins nýja fyrirtækis, er hann hafðj forgöngu um að stofna. Hefir það undir stjórn hans blómgast svo sem raun er á, og rakið hefir verið hér að framan. H. O. Lange haíði þegar á unga aldri mikinn áhuga fyrir norrænni samvinnu, og það var hann, s^m árið 1940 bar upp þá tillögu, að Nordisk Fjerfabrik skyldi minnast 40 ára afmælis síns með því að stofna stúdentaheimili fyrir allt að 130 stúdenta og skyldi þriðjungur þeirra vera frá öðrum Norðurlöndum en Danmörku. Enda þótt stofnunin eigi sér ekki langan aldur hefir margt norrænna Chr. Westergaard-Nielsen Próf. Niels Nielsen stúdenta annarra en danskra þeg- ar dvalið á stúdentaheimilinu, svo sem nánar er sagt frá hér á eftir. Hefir þetta verið hinum norrænu stúdentum mikilvæg fjárhagsleg hjálp. Hefir forseti íslands í til- efni af þessu sæmt Lange fram- kvæmdastjóra Fálkaorðunni og svipaða viðurkenningu hefir hann hlotið frá Norðmönnum og Svíum. Mun varla ofsagt að margur hefir hlotið slíka viðurkenningu fyrir minni verðleika. Starfsemi norræna stúdentaheimilisins. Norræna stúdentaheimilið er nú sjálfseignarstofnun með eigm stjórn, en Nordisk Fjerfabrik legg- ur árlega fram sem gjöf 200 þús. d. kr. til reksturs þess. Á því eru 130 stúdentaherbergi, auk 4 her- bergja fyrir kandidata, er stunda framhaldsnám og 2 íbúða fyrir prófessora frá hinum Norðurlönd- unum, er gestkomandi eru í Dan- mörku. Samkvæmt áðursögðu er gert ráð fyrir því, að þriðjungur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.