Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1954, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1954, Blaðsíða 2
38 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hafi ekki komið fyr en í ágúst og þó ekki nema á sumar hafnir. — Stundum tepptust siglingar alveg, einkum þegar ófriður var. Afleið- ingin varð vörubrestur og mann- fellir á íslandi. Þegar verslunin var gefin frjáls, risu hér upp nokkrir framtaksamir menn, sem keyptu skip og höfðu í förum landa á milli. Má þar nefna menn eins og Bjarna Sivertsen riddara og Gísla Símonarson úr Málmey. Og það voru þessir menn sem björguðu þjóðinni á fyrstu ár- um 18. aldar, þegar stríðið stóð milli Dana og Englendinga. Fyrstu skipin, sem íslendingar eignuðust eftir margra alda niðurlægingu og einangrun, færðu björg í bú þegar mest á reið. Það hefði átt að sann- færa íslendinga um, að þeim var það blátt áfram lífsnauðsyn að eiga sinn eigin skipastól. Árið 1858 — eða fyrir 96 árum — hefjast gufuskipaíerðir hingað til lands. Danska stjórnin hafði gert samning við skipafélagið Koch & Henderson í Kaupmannahöfn um sex ferðir á ári milli íslands og útlanda, og hinn 27. apríl kom fyrsta póstgufuskipið til Reykja- víkur. Ekki höfðu þessar siglingar stað- ið lengi, er Koch sá að afgreiðslan í Reykjavík var fyrir neðan allar hellur. Uppskipun og útskipun var svo erfið, að skipið tafðist þar langt úr hófi fram í hverri ferð. Sá Koch að við svo búið mátti eigi standa og árið eftir (1859) sendi hann mann hingað til þess að athuga staðháttu og gera tillögur um hvað hægt væri að gera til úrbóta. Þegar þessi trúnaðarmaður kom svo aft- ur til Kaupmannahafnar, sagði hann að ekkert vit væri í öðru en að gera svo stóra hafskipabryggju í Reykjavík, að gufuskipin gæti lagzt við hana. Hafnarnefnd hafðj verið skapuð í fyrsta sinn í Reykjavík árið 1856. — Koch skrifaði nú nefndinni og krafðist þess að hún léti gera haf- skipabryggju. Nefndin sá, að allir útreikningar sendimanns Kochs voru rangir og bryggja hans mundi ekki koma að neinu gagni. Var þá snúið við blaðinu og skorað á dönsku stjórnina að hún veitti nægilegan styrk úr ríkissjóði til þess að gera hér höfn. Þannig fylgdust þá þessi tvö mál að frá upphafi, bættar skipagöng- ur og hafnargerð í Reykjavík. En það varð ekkert úr því að danska stjórnin veitti fé til hafnarinnar. Hún komst að samningum við tvo kaupmenn í Reykjavík um að þeir lengdi bryggjur sínar, og það þótti henni ærið nóg hafnarbót. Koch helt nú uppi siglingum hingað til lands fram til ársins 1866, og fekk til þeirra álitlegan styrk úr póstsjóði Dana. En á þessu ári er Sameinaða gufuskipafélagið stofnað, og gekk skipafélagið Koch og Henderson inn í það. Gerði þá stjórnin samning við hið nýa félag um siglingar til íslands og stóð svo fram til áreins 1870. Þá tók danska póststjórnin að sér ferðirnar, og voru nú farnar sjö ferðir á ári milli landa. Stóð svo fram til 1875. Þá vildu íslendingar einnig fá strandferðir og veitti Alþingi 15.000 króna styrk til þess. — Gerði þá danska stjórnin að nýu samning við Sameinaða að taka að sér milli- landaferðirnar og hafa eitt skip í strandsiglingum, er færi tvær ferð- ir á ári og hefði sex viðkomustaði. Leið nú og beið og ár frá ári magnaðist óánægja landsmanna út af hinum ófullnægjandi skipagöng- um. Urðu þessar óánægjuraddir svo háværar, að árið 1895 kom í fyrsta skifti fram á Alþíngi sú hug- mynd, að landíð skyldl eignast sitt eigið skip. Vildi- neðri deil<í- veíta 350 þús. kr. til kaupa á skipi, en efri deild breytti þessu þannig að skip skyldi tekið á leigu og varð það ofan á. Upp úr því hófst svo hin illræmda „Vestu“-útgerð, sem rekin var í tvö ár með miklum halla, og svo gefizt upp. En þótt f járhagslegur halli yrði fyrir lands- sjóð á þessari útgerð, græddi þjóð- in samt mikið á henni. Sameinaða varð nú liðlegra í samningum. Og árið 1897 eru gerðir samningar við það um 18 ferðir milli landa á ári og sex strandferðir. Þá keypti fé- lagið skipin „Hóla“ og „Skálholt" til strandferðanna. — Seinna var millilandaferðum fjölgað í 20 á ári. Árið 1905 kemur Thore-félagið og býður miklu betri kjör en áður höfðu þekkzt. Því boði var þó ekki tekið, því að þegar samkeppni var í vændum bauð Sameinaða miklu betri kjör en áður og var að nýu samið við það og helzt svo fram til 1909. Þá var gerður samningur við Thorefélagið, miklu hagkvæmari en eldri samningur. Félagið lagði til tvö ný strandferðaskip „Austra“ og „Vestra“. — Var sá samningur gerður til Í0 ára. En eftir þrjú ár gafst Thorefélagið upp. Það hafði tapað of fjár á siglingunum. Þetta mál kom auðvitað fyrir Alþingi og var mikið um það rætt. Var sam- þykkt að leysa Thorefélagið frá samningum, en ekki voru menn á eitt sáttir um hvað nú skyldi til bragðs taka. Sumir vildu kaupa strandferðaskipin (þau voru föl með góðum kjörum) og gera þau út á landsins kostnað. En að lok- um gafst þingið upp við að leysa þetta mikla vandamál og fól stjórn- inni að semja við eitthvert gufu- skipafélag um ferðirnar. Var nú að nýu gérður samning- ur við Sameinaða og var mörgum sinnum óhagkvæmari en áður. — Hækkuðu nú Öll farmgjöld gífur- lega, svo að landsmenn bjðu stór-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.