Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1954, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1954, Blaðsíða 1
3. tbl. Sunnudagur 24. janúar 1954 XXIX. árg. Aðdragandi stofnunar Eimskipafélags Islands ENGIN eyþjóð getur verið sjálf- stæð og sjálfbjarga, nema því að- eins að hún eigi nægilegan skipa- stól. Hingað komu landnámsmenn siglandi sínum eigin skipum, og innlendir menn önnuðust að mestu siglingar á söguöld. — En skipin gengu úr sér. Hér var engan efni- við að fá í ný skip, og þótt menn væri við og við að kaupa skip í skörðin, þá nægði það ekki. Kaup- skipafloti íslendinga rýrnaði stöð- ugt og það var meðfram orsökin til þess að landið glataði sjálfstæði sínu. Það er þá og líka eitt af skil- yrðum þeim, er landsmenn setja fyrir því að gangast undir skatt- gjafir til Noregskonungs, að hann sendi hingað til lands sex kaupför á hverju ári. Öldum saman áttu íslendingar ekkert haffært skip. Einokunar- verslunin annaðist allar siglingar til landsins, og kaupför hennar 1 Sveinn Björnsson fóru eina ferð á ári milli landa, það er að segja þegar þau komust milli landa. En á því vildu verða misbrestir. Skipin voru lítil, svona álíka eins og fiskiskúturnar fyrir aldamótin, og þau komust ekki yfir Emil Nielsen hafið ef vont var veður. Þráfald- lega voru þau ár í hverri ferð, urðu að snúa aftur og lágu um veturinn í Noregi eða í Þýzkalandi. Má þess finna mörg dæmi í annálum. Og þráfaldlega er þess getið að sigling

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.