Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1954, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1954, Blaðsíða 12
43 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS s BARÁTTAN VIÐ HAFIÐ og landvinningar Hollendinga m ÞAÐ ER nú um ein öld síðan að Hollendingar fóru að hugsa um það af fullkominni alvöru að færa land sitt út í hafið og þeir hófu þessa baráttu undir einkunnar- orðunum: „Framtaksöm þjóð starf- ar fyrir framtíðina“. Ætlunin var að ráðast á hinn mikla fjörð, er þeir nefndu Zuider Zee (Suðursjó), sem var milljónir ekra að flatar- máli og náði alveg inn í hjarta Hol- lands, en var víðast hvar mjög grunnur. Upphaflega mætti hugmyndin nokkurri mótspyrnu. Menn drógu í efa að það væri sigurvænlegt að reyna afl við sæinn. En þó var svo komið, rétt áður en fyrri heimsstyrjöldin hófst, að áætlanir voru fullgerðar um þurrkun Suð- ursjávar, og vinna var þá þegar hafin við það. En allar fram- kvæmdir stöðvuðust vegna stríðs- ins og það var ekki fyrr en 1920 að verkið hófst fyrir alvöru. Ráðgert var að taka fyrir sér- stakar skákir smám saman og verkinu mundi ekki verða lokið fyr en eftir 40 ár. Þá skyldi hafa verið gert 600.000 ekra þurlendi þar sem áður var sjór, og á þessu landi ætti milljón manna að geta búið. Fyrsta skákin var milli lands og eyarinnar Wieringen, syðst og vestast við Suðursjó. Var byrjað á því að gera sjóvarnargarð frá eynni til meginlands og var hann um 3 km á lengd. Þetta var aðeins byrjunin, því að aðalverkið var að gera sjóvarnargarð þvert yfir mynni Suðursjávar og einangra hann frá úthafinu. Var það hið stórkostlegasta mannvirki þeirrar tegundar, sem nokkuru sinni hafði verið ráðist í, því að garður þessi varð að vera rúmlega 50 km á lengd og öflugur að því skapi. Hér vai við raman reip að draga þar sem sjávarföllin voru, og eftir því sem garðurinn lengdist og bil- ið varð mjórra, eftir því jókst straumur í sundinu ákaflega bæði með flóði og fjöru. — ★ — Eftir fimm ára starf var þó svo komið, að ekki var eftir nema ör- mjór áll. Nú ber þess að gæta, að mismunur flóðs og fjöru er hér um 30 fet, og geta menn þá gizk- að á hve straumurinn í gegn um þetta mjóa sund hefir verið belj- andi. Reif hann uppfyllingarefnið út úr höndum manna jafnóðum, hvort sem það voru sandpokar, grjót eða steypt björg. Verkfræð- ingarnir voru orðnir nær úrkula vonar um að sér mundi takast að loka þessu sundi. Og þarna fór fram æðisgengin keppni milli höf- uðskepnunnar miklu, úthafsins, og mannlegrar snilli og vélaafls. Hér var um það að ræða, hvort menn- irnir gæti borið að uppfyllingar- efni hraðar heldur en sjónum tókst að rífa það burtu. Úrslitastundin nálgaðist. Þá spáði veðurstofan stormi og brimi á Norðursjó. Það gat riðið baggamuninn hvort þetta fyrirtæki átti að heppnast, eða fara forgörðum, að mÖnnum tækist að fylla sundið áður en brimið skylli á. Það tókst. Nakvæmlega 2 mínút- Hér má sjá hvernig Hollendingar hafa stækkað land sitt og hvernig þeir eru að stækka það enn. A sýnir hinn mikla stíflugarð milli Norðursjávar og fjarðarins B (Yselmeer). Al’mörkuðu reitirnir sýna landvinningana: 1. Wieringer........... 49.000 ekrur 2. Norðuausturskákin .. 120.000 — 3. Flevoland eystra .... 130.000 — 4. Markerwaard ....... 134.000 — 5. Flevoland syðra .... 110.000 — um eftir kl. 1 hinn 28. maí 1932, var skarðið fyllt og Suðursjór ein- angraður. Hollendingar höfðu unn- ið hinn glæsilegasta landvinninga- sigur, sem sögur fara af. Það var því engin furða þótt þeir væri glaðir. Þeir tóku sér frídag um land allt og heldu þjóðhátíð með söng, hljóðfæraslætti, ræðuhöldum og öðrum gleðskap og langt fram á nótt lýstu flugeldar upp láð og loft. Jafnframt var ákveðið að reisa veglegt minnismerki á þeim stað, þar sem hafið var sigrað. Sjóvarnargarðurinn mikli er 250 fet á breidd. Eftir honum liggur járnbraut, bílabraut, hjólreiða- braut og brautir fyrir gangandi menn. Um hann miðjan er voldugt ræsi fyrir frárennsh þegar f jara er, því að í Suðursjó falla ýmsar ar,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.