Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1954, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1954, Blaðsíða 16
52 7 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS SKÖPUN HEIMSINS Hin hreina hugsun hefur til þessa átt erfitt með að skilja, að heimurinn, þótt aðeins væri um jörð vora að ræða, hafi verið skapaður af engu, en skammt er á milli Anaxagorasar og Genesis, þegar hinn fyrri lætur skynsemina (andánn, nús) og hin síðari orð Guðs skapa heiminn. „Hann talaði og það skeði, hann bauð og varð það“, er og svipað hugsun Aristotelesar, er segir „að hugsun guðs sé framkvæmd". Og þó sú skoðun á sköpunarverkinu, sem kemur fram í Genesis: „Guð sagði, verði ljós og þar varð ljós,“ sé fögur, þá er þó: „Hann hugsaði, og skeði það“, ennþá háleitara. Hvorugir fara því í raun og veru fram, að heimurinn hafi verið skapaður af engu. Hugsun, orð og vilji guðdómsins er einnig efni, og meira að segja höfuðefni. (Grímur Thomsen). RÁN EYSTRA Um alþing (1667) kom skip í Aust- fjörðum, sem menn meintu vera írska og engelska. Þeir ræntu þar 5 bæi og skutu í hel einn mann í Loðmundar- firði. Þeir tóku frá prestinum á Klif- stað (séra Þorvarði Árnasyni) allt það þeir náðu, æta hluti og óæta, einnin kvikfénað. Þeir komu þar um nótt 18 saman, allir vopnaðir. Og sem þetta bar við fóru margir menn þar fram á fjöll, sem í nánd voru, að fela fjár- hluti sína. Einn af þeim hafði með- ferðis ketil stóran og vildi koma hon- um í urð, en bjarg eitt fell á hann, svo stórt, að 15 menn gátu varla hrært það úr þeim stað það féll (Kjósarann.) HALASTJÖRNUR FYRIR STÓRTÍÐINDUM í gömlum annál segir svo um hala- stjörnuna, sem sást 1680: Af Englandi og Hollandi skrifast, að þeirra Astro- logi ávísi og framsetji, að fyrsögð cometa skuli vera ein undirvísan og aðvörun um allra plánetanna conjunc- tionem og samankomu eining, sem að ennþá á þessu ári ske skuli, hvað þó ekki hefur tilborið utan 4 sinnum síðan veröldin var sköpuð, sem er sú fyrsta fyrir syndaflóðið. önnur fyrir Babylons niðurbrot, hin þriðja fyrir Christi fæð- ing og sú fjórða fyrir Jerúsalems eyði- legging. SJÖTUGSAFMÆLI. — Mynd þessi er tekin í Sjálfstæðishúsinu á sunnudaginn var, í hófi sem haldið var til að minnast 70 ára afmælis Góðtemplarareglunnar á Islandi. Við háborðið sitja þessir menn og konur þeirra: Sverrir Jónsson stór- kanslari, Björn Magmússon stórtemplar, Steingr. Steinþórsson ráðherra, Bjarni Jónsson biskup, forseti íslands herra Ásgeir Ásgeirsson, Bjarni Benediktsson ráðherra, Gunnar Thoroddsen borgarstjóri. — í hófinu var flutt og sungið eftirfarandi kvæði eftir Maríus Ólafsson: , I 1 Vér sjáum um aldanna óralangt skeið hinn eilifa skapandi vilja í hugsjónum mannanna lýsa þá leið, sem langnættis blekkingar hylja. Og lítum þann geisla hér leiftra um brár, sem lýst hefur þjóðinni’ í sjötíu ár. Því Reglunnar hugsjón var öll þessi ár að útrýma þjóðfélagsmeinum; að kveikja í hjörtunum kærleikans þrár, þótt kastað sé að henni steinum. En sannleikans málstaður sigurinn ber, og samúð og bræðralag takmarkið er. — Hve fagnandi sjáum vér framtíðarbraut með fækkandi slysum og tárum, er áfengisvillunnar þungbæra þraut fer þverrandi’ á komandi árum. Vér heitum á alla að hefja það starf, sem hamingju þjóðinni leggur í arf. f f 1 I f Í s t t D. t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.