Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1954, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1954, Blaðsíða 4
40 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS í æðum margra. Og það varð smiðs- höggið á einbeitni og samhug ís- lendinga. Með þessu var stofnun Eimskipafélags íslands endanlega tryggð sem alþjóðar fyrirtækis, þar sem efnaðir menn og fátækir tóku höndum saman í föðurlandsást og trú á landið. Eimskipafélagið var endanlega stofnað hinn 17. janúar 1914. Var þar samþykkt að láta smíða tvö skip, er seinna hlutu nöfnin „Gull- foss“ og „Goðafoss“. í marzmánuði 1914 var samið við Flydedokken í Kaupmannahöfn um smíði skip- anna og skyldi þau afhendast að ári liðnu. Og hinn 1. apríl tók Emil Nielsen við framkvæmdastjórn fé- lagsins. Mun þessa útlenda manns lengi verða minnzt hér á landi fyrir það af hve mikilli samvizkusemi og alúð hann vann að því að koma þessu íslenzka fyrirtæki yfir bernskuárin og tryggja framtíð þess. Þá um sumarið hófst heimsstyrj- öldin fyrri. — Vegna þess drógst smíði skipanna svo, að Gullfoss kom ekki til landsins fyr en 15. apríl 1915. Engu skipi hefur verið fagnað hér jafn innilega né með jafn mikilli gleði. Hér fagnaði al- þjóð — eigi aðeins skipinu, heldur aldagamalh von, sem hafði rætzt. Sá fögnuður náði jafnt til afskekkt- ustu dalabæa, sem hafnanna þar sem skipið sýndi sig. Öll þjóðin tók einum rómi undir fagnaðar- kveðju Sigurðar Sigurðssonar skálds frá Arnarholti og árnaðar- óskir hans til fyrsta íslenzka haf- skipsins: Heill og sæll úr hafi, heill þér fylgi jafna. Vertu giftugjafi gulls, í milli stafna. Sigldu sólarvegi signdur drottins nafni —------atalt, djarft, að eigi undir nafni kafnir. cJdancU mitt Landið fagra. Landið góða. Lengi trútt þú gætir vor. Ég vil með þér unna, óða eiga stigin gæfuspor. Vit og krafta vil þér bjóða vilja — mátt og starfa-þor. Hvort sem máttu mjúkum tjalda möttli grænum fjall og dal, eða hvítu færð að falda fönnum þakinn hamrasal, hjá þér landið kæra, kalda, köllun minni hlýða skal. TR ifGGVI Á TINDUM Þegar Gullfoss hafnaði sig hér voru 57 ár liðin frá því að fyrsta póst- og gufuskipið kom til Reykja- víkur. Eimskipafélag íslands varð bjarg vættur þjóðarinnar á styrjaldarár- unum, ekki síður en þeir Bjarni Sivertsen og Gísli Símonarson höfðu orðið bjargvættir í stríðinu milli Dana og Englendinga forðum. Enginn getur sagt með vissu um hvernig farið hefði, ef Eimskipa- félágið hefði ekki verið komið á fót áður en mest svarf að. En ekki er ólíklegt að hér hefði þá orðið hungursneyð og jafnvel mannfellir eins og fyrrum er siglingar teppt- ust. Hin nýu skip sóttu oss bjarg- ræði vestur um haf. Þeim hafði að vísu ekki verið ætlað að sigla þær háskaleiðir í vetrarbyljum, og þess vegna voru Ameríkumenn eins og steini lostnir er þeir sáu þessar smáfleytur komnar yfir Atlantshaf. En þótt skipin væri lítil og leiðin torsótt og löng, tókst þeim að fxytja þá björg í bú, að hér varð aldrei verulegur skortur á lífsnauðsynj- um. Þannig urðu hin almennu sam- tök og fjárframlög beinlínis til þess að bjarga þjóðinni á örlagastund. '—£ Eins og áður er sagt komst hafn- armálið á dagskrá hér þegar sigl- ingar gufuskipa hófust. Það var því einkennilegt tímanna tákn, að sama árið sem verið er að undirbúa stofn -un Eimskipafélagsins, er byrjað á hafnargerð í Reykjavík. Þær fram- kvæmdir stóðu að vísu ekki í neinu sambandi við stofnun Eimskipa- félagsins. En þetta tvennt, sigling- ar og hafnir, er svo nátengt hvað öðru, að þar er um sameiginlega hagsmuni að ræða. Höfnin í Reykja -vík hefur orðið lyftistöng fyrir félagið og félagið hefur orðið lyfti- stöng fyrir höfnina. Það var því annað ófyrirsjáanlega stórhapp ís- lenzku þjóðarinnar, að einmitt skyldi byrjað á höfninni í Reykja- vík samtímis því, að Eimskipa- félagið var stofnað. Á. Kvikmyndajöfurinn var önnum kaf- inn og spurði skrifara sinn hvort hann hefði ekki séð blýantinn sinn. — Þér eruð með hann bak við eyrað, svaraði skrifarinn. — Fljótt maður, ég hefi engan tíma, bak við hvort eyrað er hann? — Z — Tveir menn voru að koma frá því að leika golf og sáu þá tvær konur koma á móti sér. — Nú, þarna kemur þá konan mín með einhverja kerlingartruntu, sem hún hefir rekizt á á leiðinni, sagði annar. — Já, og þarna kemur mín kona með aðra eins, sagði hinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.