Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1954, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1954, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 47 Altaristafla frá Berunesi með Ólafs- mynd, 18. öld. — Undir: prédikunar- stóll eftir Jón Greipsson á Haugi, frá Bæ á Rauðasandi, um eða rétt eftir 1600 stað 1698 gaf kirkjunni þar þetta líkan, að sögn til þess að létta þeim álögum af staðnum, að þar mætti ekki vera prestur lengur en tutt- ugu ár án þess að ærast eða verða fyrir stórslysum. Er ekki annars getið en að Ólafur hafi leyst ætl- unarverk sitt vel af hendi og hrund -ið álögunum. — Sitt hvorum meg- in við Ólaf standa tveir aldrifnir altarisstjakar úr látúni, frá Skál- holti. Fyrir miðjum vegg stendur alt- ari; er það raunar rauðmálaður, koparsleginn skápur í renesansstíl, sem Staðarhóls-Páll hefur átt, og er talið, að hann hafi keypt hann í Hamborg, en skápurinn var síðar lengi altari í kirkjunni á Staðarhóli. — Yfir altarinu hangir stór róðu- kross í gótneskum stíl ásamt líkön- um af Maríu og Jóhannesi, frá Klausturhólum; líklega eru þessar myndir ekki eldri en frá síðari hluta 16. aldar, en málningin á þeim iítur út fyrir að vera tiltölu- lega ný. Stór, tvíarma ljósastjaki úr kopar stendur á altarinu; er hann frá Stóra-Núpi, og tveir al- drifnir látúnsstjakar frá Skálholti. — Altarisdúkurinn er frá Laufási, fagurlega saumaður og með þessari áletrun: „Þennan altarisduk giefur Are Ionsson kirkiunne ad Laufase firir legstad sinnar blessuðu modur Holmfridar Sigurdar dottur sællar minningar — 1694“. Altarisklæði, allt útsaumað, sem fest er framan á stallinn innst, heyrir að vissu leyti saman með þessum dúk, en á því stendur: „Þetta altaresklæde giefur Ragnheidur Ionsdotter kirki- unni ad Laufase fyrer legstad sirín- ar sælu hiartans modur Holmfrid- ar Sigurdar dottur 1694“. Er lík- legt, að þessi Ragnheiður hafi saumað bæði dúkinn og klæðið. — Hólmfríður Sigurðardóttir var kona síra Jóns Arasonar í Vatns- firði, en mun hafa lifað síðustu ár sín í Laufási, og hékk mynd af henni í Laufáskirkju, máluð á skinn af síra Jóni Guðmundssyni á Felli (d. 1702). Hún hangir nú hér í anddyri safnsins. Önnur altaris- klæði, sem þarna eru til sýnis eru þessi: Útsaumað klæði úr rauðu vaðmáli frá Árbæ í Holtum, blátt vaðmálsklæði með blómstursaum, stöfunum IHS og ártalinu 1719, frá Reykholti, annað blátt vaðmáls- klæði með blómstursaum og ártali 1683, frá bæ í Bæarsveit, og loks eitt úr gulu vaðmáli með Kveld- máltíðarmynd, frá Miklabæ í Blönduhlíð; það er frá 18. öld. Öll bera þessi klæði vott um ágætan smekk og kunnáttu þeirra, er saum -að hafa. A miðju gólfi stendur skírnar- fontur, útskorinn, úr eik, í barok- stíl, frá Skálholti. Hann er með máluðum englamyndum og svo- hljóðandi áletrunum: „LADER SMAA B0RN KOMME TIL MIG OG FORHINDER DEM ICKE — MARC. 10“, og: „TILL SKAALL- HOLTS KIRKE AF ISLANDS COMPAGNIE FORÆRIT ANO 1651.“ Hafa einokunarkaupmenn gefið fontinn til kirkju þeirrar, er Brynjólfur biskup Sveinsson lét reisa. í honum er stórt tinfat og má sjá skjaldarmerki Islands með flöttum þorski á barmi þess. í loftinu hangir ljósahjálmur úr kopar frá Stóra-Núpi. Á hann er grafið: „ANNO 1666 — IENS I.I.S. IESPERSS0N FALCK“. — Er það sennilega nafn gefandans, senni- lega er það danskur skipstjóri eða einokunarkaupmaður, þó nafnið finnist ekki í Einokunarsögunni. BRIDGE A ÁG 10 8 7 2 V 5 4 2 ♦ K 8 7 2 A 4 3 V D 10 8 3 ♦ D 10 4 * G 10 9 2 A K D 7 6 ¥ A K 7 ♦ Á 6 5 3 * K 6 Suður spilar 6 spaða. LG kom út. Fljótt á litið missir S þrjá slagi, einn í hjarta og 2 í tigli: En útspilið veitir S tækifaeri til að vinna spilið. Hann má ekki trompa, þótt það sé freistandi. Borðið verður að losa við tapspil og hann fleygir tigli í laufið. A fær slaginn á LÁ. Svo slær hann t. d. út hjarta og það er drepið með ás. Svo tekur S trompin af and- stæðingunum og slær síðan f* T og í hann fer tigull. Næst tekui á TK og TÁ og slær út lágtigl :a er trompaður í borði. Nú er seinas . jpuI- spilið frítt og í það fellur njarta í borði. i ¥ G 9 6 ♦ G 9 * K D 8 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.