Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1954, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1954, Blaðsíða 13
svo að vatnsborðið í honum mundi fljótt hækka, ef vatnið fengi ekki framrás. Stærst af þessum ám er Yssel og er hún kvísl úr Rín. Og nú er farið að kenna Suðursjó við hana og kalla hann Ysselmeer. — ★ — Það var ekki fyrr en hinn mikli flóðgarður var fullger, að hægt var að byrja á því að full- gera hinar ýmsu skákir, er þurrka skyldi. Fyrsta skákin, sem fullgerð var, er hjá eynni Wieringen, eins og áður er sagt. Hún er nú fullgerð fyrir löngu. Þessar skákir eru af- girtar með flóðgörðum, og var það dr. J. C. Lely, forsætisráðherra Hollands 1916, sem átti hugmynd- ina að því. Hann er lærður vél- fræðingur. í virðingarskyni er svo stærsta dælustöðin kennd viðhann. Eru þar þrjár öflugar rafdælur, sem geta dælt rúmlega milljón lítrum á hverri mínútu, og er hin stærsta dælustöð í heimi. Fyrsta þurskákin, sem kennd er við Wieringeney, er 47.000 ekrur og hún var þurrkuð með dælum á átta mánuðum. En þótt sjórinrt væri á burtu, þá var þetta nýa land ekki glæsilegt. Það var ekki annað en saltblandin leðja, eitt kviksendi, sem engum manni né skepnu var fært. En það var þegar tekið til við að gera þarna ræktanlegt land, og áður en langt um leið voru komin þarna smábýli á víð og dreif. Næsta svæðið, sem tekið var fyr- ir, nefnist Norðausturskákin og er hún 120.000 ekrur að flatarmáli. Flóðgarðarnir umhverfis hana voru fullgerðir árið 1940, og hafði verkið þá staðið í þrjú ár, en þó talsvert skemmri tíma en áætlað var. Það tók tvö ár að þurrka þetta flæmi, en á fimm árum höfðu Hollendingar stækkað land sitt þarna um 120.000 ekrur. — ★ — Á stríðsárunum seinni var þess- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 49 um landvinningum haldið áfram og Þjóðverjar létu það afskipta- laust, því að þeir gerðu ráð fyrir að njóta hagnaðarins af þessu í framtíðinni. En hinn 17. apríl 1945, aðeins tæpum þremur vik- um áður en Þjóðverjar gáfust upp, sprengdu þeir sjóvarnargarðinn hjá Wieringen á tveimur stöðum, svo að sjór beljaði inn yfir hið ræktaða land og íbúarnir urðu að flýa eins og fætur toguðu til þess að bjarga lífinu. Með þessu eyði- lögðu Þjóðverjar margra ára starf og breyttu frjóvsömu landi í eyði- mörk. En Hollendingar gugnuðu ekki að heldur. Þegar er stríðinu var lokið hófust þeir handa að nýu og á þremur mánuðum tókst þeim að gera við skemmdirnar á sjó- varnargarðinum. En hið ræktaða land var þá allt þakið sandi og leir og bændabýlin meira og minna eyðilögð. Þó byrjuðu Hollendingar á því árið e£tir að rækta þetta land að nýu. Og nú eru blómlegir akrar þar sem áður var aur, slý og vatnsfásir. Bændabýlin hafa risið upp og hingað og þangað gnæfa kirkjuturnar nýmálaðir og ber við loft, Vegir liggja um hinar nýu lendur þvert og endlangt og þar er hægt að ferðast í bílum mörg hundruð kílómetra. Þarna eru snotur þorp, eins og annars staðar í Hollandi. Hvert bændabýli hefur 30, 90 eða 120 ekrur lands, svo að fólkið, sem þarna býr, er vel sjálf- bjarga. Allt hið nýa land er enn ríkis- eign og stjórnað af ríkinu. Það hefir veitt bændum alla þá aðstoð, er þeir þurftu á að halda til þess að reisa þarna nýbýli. En þegar allar skákirnar hafa verið þurrk- aðar, fá menn þarna lífstíðar ábúð, eða geta jafnvel fengið keypt lönd sín. — ★ — Nú er unnið. að því að girða þá skák, sem nefnist Flevolandskákin eystri. Hún er 130,000 ekrur að flatarmáli. Búizt er við því að verkinu muni lokið og sjó hafi ver- ið dælt af landinu árið 1956, svo að þá sé hægt að hefja þar rækt- unarframkvæmdir. En ekki er gert ráð fyrir því að landið vérði fullræktað fyrr en eftir sjö ár. Þegar þessi skák hefir verið »f- girt, verður byrjað á þeim skák- um, sem þá eru eftir, en þær nefn- ast Markerwaard og Fleveland skákin syðri, og erú um 250.000 ekrur að flatarmáli. Og þegar þær hafa verið þurkaðar, hafa Hollend- ingar bætt 600.000 ekrum við land sitt, og er það eins og 10. hlutinn af Hollandi eins og það var áður. Ástæðan til þess að ráðizt hefir verið í þessi miklu mannvirki er sú, að mjög var orðið þröngbýlt í Hollandi. Þar voru um 300 íbúar á hvern ferkílómetra. Fólkinu fjölg -aði stöðugt og jafnframt jókst þörfin fyrir aukið landrými. Nú hafa Hollendingar einnig misst ný- lendur sínar, svo að ekki er í það hús að venda. Holland er mjög snautt af hráefnum og námum, svo að iðnaður getur aldrei orðið þar í stórum stíl. Þeir verða því aðal- lega að treysta á landbúnaðinn. Á minnismerkið mikla, sem reist var á stíflugarðinum, stendur þessi setning: „Framtaksöm þjóð starfar fyrir framtíðina". Þetta hafa Hollendingar sýnt í verkinu. Með atorku og fyrirhyggju hafa þeir rutt sér til landa, án þess að ganga á rétt annara. .>n.- • í New Orleans var augafullur mað- ur að fara upp í bíl. Lögreglumaður gekk að honum, klappaði á öxlina á honum og mælti: — Þér eruð þó ekki að hugsa um að aka þessum bíl? — Jú, auðvitað verð ég að aka honi um, ég get ekki staðið á fótunum. ■

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.