Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1954, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1954, Blaðsíða 14
50 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Fjarsýni Einkennilegur maður í Noregi MAÐUR er nefndur Anton Myr- bráten og á heima í Drolsum í Modum, Noregi. Allt frá barnæsku hefur hann verið öðru vísi en fólk er flest. Þegar hann var krakki, fór hann einförum um skógana með ópi og öskrum, svo að menn heldu að hann væri geggjaður. En svo var ekki, hann var aðeins öðru vísi en jafnaldrarnir. Og þegar hann var á 13. árinu, fór hann að „sjá“ í gegn um holt og hæðir. Fólk trúði þessu ekki fyrst í stað og rengdi hann, en það komst þó brátt að raun um, að hann sagði þetta satt. Hann gat séð týnda hluti og fann margt, sem týnzt hafði, Einu sinni kom ungur maður ak- andi í bíl í sveit Antons. Bílaeftir- litið kom og krafðist þess af honum að hann sýndi ökuskírteini sitt. — Pilturinn ætlaði að grípa til þess, en það var þá horfið. Honum var þá stranglega skipað að koma í skrifstofu lénsherrans daginn eftir, og þar yrði mál hans tekið fyrir. — Pilturinn var örvílnaður, hann vissi vel að hann hafði verið með ökuskírteinið í bílnum, en nú fannst það hvergi. Hann fór því til Antons og spurði hvort hann gæti hjálpað sér. Anton var ekki lengi að því. Hann sagði að pilturinn hefði staðnæmzt hjá steini nokkr- um við veginn og farið út úr bíln- um. Þar hefði ökuskírteinið runmð upp úr vasa hans án þess að hann tæki eftir því. Pilturinn kannaðist við að þetta væri rétt, hann hefði staðnæmzt einmitt á þessum stað. Svo fór hann þangað, og þar lá ökuskírteínið. ________ _ Annar ungur maður týndi pen- ingaveski sínu með miklu af pen- ingum. í vandræðum sínum leitaði hann til Antons og bað hann að hjálpa sér. Anton horfði um stund út í bláinn og svo lýsti hann því hvar pilturinn hefði verið dagirm áður, rakti skref fyrir skref hvar hann hefði farið og að lokum gat hann bent á hvar peningaveskið væri. Margir efast um þessa fjar- skyggni hans og sárnar honum það. Einu sinni var hann við skógarhögg ásamt nokkurum öðrum mönnum. Einn þeirra dró dár að hæfileikum Antons að sjá í gegn um holt og hæðir og stríddi honum á því, svo að Anton var orðið illa við hann. Einu sinni týndi maður þessi úr- inu sínu úti í skógi. Þar var mikiil lausasnjór yfir allt og hann vissi ekki glöggt hvar úrið mundi hafa týnzt. Samt fór hann að leita, og leitaði og leitaði í snjónum, en fann ekki. Þegar hann kom heim sagði hann að Anton skyldi nú sýna list sína og vísa sér á úrið. En það vildi hann með engu móti. Litlu seinna hvarf hann, en kom eftir stutta stund og var þá með úrið. Ekki vildi hann segja hvar hann hefði fundið það. En upp frá því höfðu félagar hans meira álit á honum. Einu sinni hvarf fimmtug kona þarna í sveitinni. Hennar var leit- að, en hún fannst ekki. Daginn eftir voru hermenn fengnír til að leita og þeir sneru sér til Antons. Heldu þá allir að konan mundi hafa farizt. En Anton var ekki á því. Hann sagði að hún væri lif- andi. Hann kvaðst sjá hana glöggt. Hún sæti á svolitlum hjalla undir stórri grjóturð, en staðinn kvaðst hann ekki þekkja, því að hann hefði aldrei komið þar. En svo glögglega lýsti hann staðnum, að kunnugir menn könnuðust við hann. Var svo farið þangað. Og þarna sat þá konan, eins og Anton hafði sagt. Anton á 17 systkini, en ekkert þeirra hefur fengið þessa sömu gáfu. Hann er nýlega farinn að búa, en hann hefur lítinn frið til að stunda búskapinn fyrir fólki, sem er að kvabba á hann. Yfir hann rignir bréfum, og það er máske verst, því að bréf duga ekki til þess að hann sjái. Hann verður að komast í samband við menn. En aldrei getur hann þó séð fram í tímann, hann sér aðeins það, sem gerzt hefur, eða er að gerast. En skyggnin þreytir hann mjög og á eftir segist hann ekkert geta gert. Aldrei setur hann þó neitt upp fyrir það að hjálpa mönnum, en slær þó ekki hendinni við gjöfum. En eitt er hann ófáanlegur til að gera, og það er að hjálpa lögregl- unni. Hans hefur oft verið leitað þegar einhver afbrot hafa verið framin og hann beðinn að reyna að „sjá“ afbrotamennina. En það aftekur hann með öllu. — ★ — Hér á landi fara sögur af ýmsum, sem þessari gáfu voru gæddir, að geta séð í gegn um holt og hæðir. Og þessi sjón er ekkert bundin við hina venjulegu sjón, menn „sjá“ hvort sem þeir hafa augun opin eða lokuð, og svo er með Anton. Einna frægastur fjarsýnismaður hér á landi, var ísfeld snikkari, og stúlka var einu sinni í Mývatnssveit, sem mikið orð fór af. Afbrigói þessarar skyggni er að -sjá í svefni, og þar er „Drauma-Jói“ kunnastur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.