Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1954, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1954, Blaðsíða 8
44 ^ivm LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Friðrik Á. Brekkan: Ólaískapellan í Þjóðminjasafninu ÞEGAR gengið er úr austurálm- unni, eða „Maríukirkjunni“, er komið inn í salinn við suðurgafl hússins. Hefur hann fengið nafn eftir Ólafslíkani, merkilegu, er þar stendur, og kallast „Ólafskapellan“. Verða þar fyrst fyrir augum tveir litlir kirkjubekkir frá Laugardal í Tálknafirði, sinn hvorum megin dyranna. Þeir eru dálítið mislangir, sá styttri fyrir tvo, sá lengri fyrir þrjá eða fjóra. Báðir eru rauðmál- aðir og á bekkjarbrúðurnar eru málaðar myndir af karlmanni og konu, sem átt hafa þessi sæti í kirkjunni; er tahð víst, að mynd- irnar séu af hjónunum, Þórði Jóns- syni og Guðnýu Einarsdóttur, er bjuggu í Laugardal fyrir og eftir aldamótin 1700. Myndirnar eru sér- lega merkilegar að því leyti, að þær sýna nákvæmlega búninga þess tíma. Uppi yfir bekkjunum hanga róðu -krossar í gotneskum stíl; er annar frá Stað í Grunnavík, hinn frá Kaldaðarnesi, og er geíinn þangað af síra Halldóri Jónssyni, ráðs- manni í Skálholti, síðar presti á Stað í Grunnavík, að undirlagi Brynjólfs biskups Sveinssonar, og mun hann hafa átt að vera uppbót fyrir krossinn helga, sem Gísli biskup Jónsson lét eyðileggja á siðabótartímanum. Róðukross þessi er allstór og einkar vandað smíði úr eik, og hefur sennilega verið nýr, er hann var látinn í kirkjuna á Kaldaðarnesi. — Yfir dyrunum hangir einnig merkilegur gotnesk- ur róðukross frá Silfrastöðum. Á stalli sunnan dyranna stendur altarisbrík frá Ögri; hún er flæmsk að uppruna, frá öndverðri 15. öld; er hún sennilega eitt hið mesta listaverk, sem hér hefur sézt í kirkju, en hefur skemmzt nokkuð af raka. Á miðbríkinni eru skorin líkön allra postulanna í tveim röð- um með Heilagri þrenningu í miðju. Öll hafa þessi líkön verið fagurlega máluð og meira og minna gyllt, og gullgrunnur hefur verið að baki þeim, en hann er nú mjög skemmdur og flagnaður af. Á báð- um vængjum eru fögur málverk; að innanverðu er boðun Maríu á öðrum, en á hinum er Guðsmóðir með barnið, geislabaugur allt um kring og merki guðspjallamann- anna í hornunum. Að utanverðu er Heilög þrenning á öðrum vængn- um, krýning Maríu á hinum. pr —1 • '•n,i—--------------—--r—t-7— Altarisbrik frá Ögri, liklega flæmsk, frá ofanverðrj 15. öld. — Ofan á stendur altarískross frá Skáltaolti.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.