Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1954, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1954, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 39 tjón af. Þegar ekki var lengur um samkeppni að ræða, notaði Sam- einaða einokunaraðstöðu sína. Þegar þing og stjórn hafði þann- ig gefizt upp við þetta mál og sýnt að þau voru ekki þeim vanda vaxin að hefja sjálfsbjargar viðleitni af íslands hálfu, þá kom einkafram- takið til bjargar. Fer jafnan svo, að það verður drýgst til úrlausnar í öllum helztu vandamálum, sem hið opinbera gugnar á og sér engin úrræði. Að þingi loknu sigldi Sveinn Björnsson, síðar forseti, til útlanda með „Sterling“. — Á leiðinni átti hann tal við Emil Nielsen skip- stjóra um stofnun íslenzks gufu- skipafélags og hvort hann mundi fást til að veita slíku fyrirtæki for- stöðu, ef það kæmist á laggirnar. Mun Nielsen hafa tekið líklega undir það. Og þegar Sveinn kemur heim aftur um haustið, ræddi hann þetta mál við Björn Kristjánsson bankastjóra, Thor Jensen kaUp- mann og Garðar Gíslason stór- kaupmann og voru þeir þess fýs- andi allir að hafinn væri undir- búningur að stofnun eimskipa- félags, en það skyldi fara hljótt meðan málið væri á uppsiglingu. Og um sömu mundir voru haldnir fundir í Stúdentafélagi Reykjavík- ur og þetta mál rætt þar af mikl- um áhuga, án þess að menn vissu þó hver undirbúningur var þegar hafinn. Heíur það eflaust orðið til þess að afla hugmyndinni fylgis, eigi aðeins hér, heldur einnig um allt land, því að hvarvetna var hin megnasta óánægja út af samning- unum við Sameinaða. Forgöngumenn félagsstofnunar- innar leituðu nú undirtekta æ fleiri áhrifamanna í Reykjavík og síðan voru fundir haldnir um málið. Kom þá í ljós, að áhuginn fyrir stofnun eimskipafélagsins var miklu al- mennari og ákveðnari en nokkrum manni hafði getað til hugar komið upphaflega. Hvar sem minnzt var á málið, brugðust menn við af brennandi áhuga, svo sýnt var að það átti svo að segja óskiftan hug alþjóðar. Var þá og horfið að því ráði að gera þetta að alþjóðar- félagi og hafa framlög svo lág, að hver einasti maður gæti eignazt hlut í fyrirtækinu. Þetta var vel og viturlega ráðið, og með þessu móti varð félagið óskabarn allra landsmanna. Mönn- um varð það metnaðarsök að styðja það af alefli. Allir fundu að þetta var sjálfstæðismál, hér var verið að vinna að heill og giftu íslenzku þjóðarinnar í framtíðinni. En þrátt fyrir það grunaði þó víst engan hvað þetta mál var þýðingarmikið. Það var engu líkara en að forsjónin hefði kveikt áhugaeldinn í hjörtum manna á réttri stund, til þess að af- stýra miklum voða, sem yfir ís- landi vofði, og engan mann hafði þá dreymt um. Hinn 20. marz 1913 var lokið undirbúningi að hlutafjársöfnun hér innan lands. Hafði bráðabirgða- stjórnin fengið umboðsmenn í öll- um sveitum, kauptúnum og kaup- stöðum. í útboðinu sagði að 230.000 kr. hlutafé þyrfti til þess að kaupa eitt skip, en 385.000 kr. til þess að kaupa tvö skip. Taldi bráðabirgða- stjórnin miklu heppilegra að íá tvö skip og skoraði því á menn að safna svo miklu hlutafé að hin hærri upphæðin næðist. Undirtektir urðu frábærlega góð- ar og almennar. Má bezt marka það á því, að 44.000 kr. í hlutafé bárust úr þeim sýslum, er enga von gátu haft um beinan hagnað af siglingum félagsins, vegna hafn- leysis. Alls höfðu safnazt hér á landi um áramót 340.000 kr. í hlutafé. Ög svo komu Vestur-íslendingar til skjalanna og það munaði um liðveizlu þeirra. Þeir lögðu fram 200.000 krónur og sýndu með því framúrskarandi þjóðrækni og ást á föðurlandinu. — Ekki gátu þeir vænzt þess að hafa neitt gagn af stofnun þessa félags, gátu jafnvel átt á hættu að tapa öllu framlagi sínu. En þeir voru öruggir. Þeir sáu að hér var um hið mesta sjálfs- bjargarmál íslands að ræða. Þeir mundu hvernig samgöngum hafði verið háttað hér áður en þeir fóru af landi burt. Og viðbrögð þeirra sýna bezt, að það hafði lengi verið vökudraumur íslendinga að taka samgöngumálin við útlönd í eigin hendur, að losa landið við seinustu leifar einokunar, að íslenzk skip, með íslenzkum skipshöfnum sigldu milli landa og með ströndum fram. Á Alþingi 1913 var rætt um það hvern stuðning landsjóður skyldi veita félaginu, bæði með hlutafjár- kaupum og styrk til millilanda- siglinga. Vildi Alþingi helzt að fé- lagið tæki einnig að sér strand- ferðirnar, en það var ekki talin fær leið. Lá og fyrir tilboð frá Sameinaða að annast þær næstu tvö ár. En nú verður það, er engan hafði órað fyrir, að skeyti kemur frá Sameinaða til ráðherra, og var á þessa leið: „Til þess að varna misskilningi er yðar hágöfgi hér með tilkynnt, að tilboð vort um strandferðir 1914 til 1915 verður tekið aftur, svo framarlega sem Alþingi samþykkir að styðja millilandaferðir Eimskipa -félags íslands með hlutatöku eða landsjóðsstyrk." Þessi ógnun — eða hvað á að kalla það — hafði þveröfug áhrif við það, sem til var ætlazt, Menn þóttust í þessu sjá tilraun til kúg- unar af hálfu hins danska skipa- félags. „Glöggt er það enn hvað þeir v:l3a“, sogóu menn. Þetta htla skeyti varð til þess að blóðið ólgaðí rmf.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.