Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1954, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1954, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS *GPF* 45 Gotneskur róðukross frá Kaldaðarnesi Ofan á bríkinni stendur altaris- kross í gotneskum stíl, frá Skál- holti, — er það fremur lítill róðu- kross á fæti. Og fyrir neðan brík- ina er fágætt atarisklæði frá Skarði á Skarðsströnd. Það er nú mjög slitið og í raun og veru ekki nema svipur hjá sjón móti því, sem hefur verið. Allt er það útsaumað með dýrlingamyndum, og eru á því: Þorlákur biskup helgi, St. Benedikt ábóti, St. Egidíus, Olafur helgi, Magnús Eyajarl og St. Hallvarður. Áletrun með nafni er saumuð und- ir hverja mynd, og efst á klæðinu er leturlína, þar sem stendur: „abbadís solve[ig rafnsjdotter i reynenesi“. — Solveig Rafnsdóttir var síðasta abbadís í nunnuklaustr- inu á Reynistað, d. 1562. Við gluggann, austast við gafhnn er prédikunarstóll frá Tröllatungu, með ártalinu 1719 og höfðaleturs- línu: „lofed gud i hans helgedom“. — Milli glugganna er komið fyrir fernum, útskornum vindskeiðum af kirkjum; eru þær fyrstu og þær síðustu frá torfkirkju á Flugumýri, hvortveggja með ártalinu 1702; hinar eru frá Hafrafellstungu í Öx- arfirði, með ártah 1714, og frá Múla í Aðaldal, með fangamarkinu G E S, en það á við síra Gísla Ein- arsson, er þar var prestur, d. 1723. — Undir gluggunum stendur röð af kirkjuklukkum. í horninu, vestan við gluggana er prédikunarstóll frá Kaldaðar- nesi, allvel útskorinn með skrauti og höfðaletri, og með ártalinu 1774. Þar hjá hangir nýtt tréspjald í um- gerð og er á því krossfestingar- mynd, þrjár litlar róður, Kristur á krossinum, María og Jóhannes; þær eru ekki óhaglega gerðar, en nokkuð frumstæðar, skornar úr furu. Þær eru úr Wards-safni, og eiga að vera frá Klyppstað í Loð- mundarfirði og frá árinu 1745. Frammi við vegginn að vestan- verðu er allstórt altari með töflu, dúk og klæði. Taflan er frá Hálsi í Hamarsfirði; er hún í mikilli og skrautlegri umgerð í barokstíl. í raun réttri eru þetta tvær töflur, málaðar á tré og settar saman í eina umgerð; er sú efri frá 18. öld, sú neðri frá þeirri 17., sennilega gerðar í Danmörku. Málningin á þeim er nú orðin mjög dauf. — Altarisdúkurinn er frá Görðum á Álftanesi. Klæðið er frá Vest- mannaeyum; hefur það verið dýr- indis gripur, úr svörtu flaueli, skreytt með silfurbaldyringu, með stöfunum IHS og ártahnu 1695. — Altarið sjálft er úr Bessastaða- kirkju og var tekið úr henni við síðustu viðgerð kirkjunnar. Næst er altaristafla úr Berufjarð- arkirkju, máluð á tré, sennilega ís- lenzk og varla eldri en frá 17. öld. Að ofan krossfestingarlíkön frá Klaust- urhólum. Að neðan skápur úr eign Staðarlióls-Páls, var lengi altari í Staðarhólskirkju Sýnir hún heilagan Ólaf konung sitjandi í hásæti, með einkenni sín í höndunum og dreka undir fótun- um. Áletranir á töflunni og vængj- unum greina nafn Ólafs konungs, stjórnarár hans og heróp, og neðst fangamörk gefendanna IT S og S H D, en það á við Jón sýslumann í Berunesi (d. 1712) Þorláksson biskups Skúlasonar, og konu hans, Sesselju Halgrímsdóttur. — Undir myndinni er þessi áletrun: „Heilög- um Olafe Konge Haraldsine er Berufiarðarkirkia helgud og Gefur Ion Thorlaksson hene töfluna. — Það er ekki laust við, að manni finnist, að í þessari tileinkun sé falinn myndugur þrái, eins og hinn góði, lútherski biskupsson frá Hól- um hafi viljað segja: Heilagur Ól-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.