Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1954, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1954, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 43 Hljóðbylgjur stúdentanna sé frá hinum Norður- löndunum. Frá stofnun stúdentaheimilisias til byrjunar þessa árs höfðu alls dvalið á stúdentaheimilinu 670 stúdentar, 536 Danir, 2 Færeying- ar, 7 Finnar, 17 íslendingar, 63 Norðmenn og 35 Svíar. Miðað við íbúatölu hafa þannig dvalið þar fleiri íslendingar en frá nokkru öðru Norðurlandanna utan Dan- merkur, og má af því marka þá vinsemd, sem stjórn stofnunarinn- ar hefir sýnt íslandi. Auk þess hafa 11 íslendingar, prófessorar og frúr þeirra, dvalið í prófessora- íbúðunum um lengri eða skemmri tíma. Aðbúnaður allur á stúdenta- heimilinu er með ágætum, her- bergin rúmgóð með hinum bezta húsbúnaði. Að undanförnu hefir dvalarkostnaður stúdenta þar numið d. kr. 135 á mánuði, allt innifalið, svarar það til ca. 320 kr. íslenzkra, og má af því marka, hver kostakjör stúdentum eru þarna búin. Dagleg stjórn stúdentaheimilis- ins annast efór (svarandi til „Garðprófasts") og viceefór, en sá síðarnefndi sér m. a. um reiknings- hald stofnunarinnar. Núverandi efór er próf. Niels Nielsen en viceefór mag. Chr. Westergaard-Nielsen. Báðir eru þeir hinir ágætustu íslandsvinir og fjölda íslendinga að góðu kunn- ir. Hafa íslenzkir stúdentar og aðr- ir íslendingar, er á Nordisk Kolleg- um hafa dvalið átt þar hauka í horni. Höfundur þessara lína hefir haft þá ánægju að dvelja tvívegis um stundarsakir á stúdentaheimilinu í hinu bezta yfirlæti. Eru línur þess- ar skrifaðar í þeim tilgangi að kynna lesendum Lesbókarinnar þó lauslega sé þessa erlendu stofn- un, er íslenzkum menntamönnum hefir reynzt svo vel. ---- MANNLEGT eyra getur numið hljóð- bylgjur sem hafa 20—20000 sveiflu- hraða á sekúndu. Bylgjur með lægri tíðni eða hærri tíðni heyra menn ekki. En ýmsar skepnur, svo sem hundar og rottur nema hljóðbylgjur, sem hafa meiri tiðni en þetta. Það er skammt síðan að mönnum hugkvæmdist að hægt mundi að nota þann kraft, sem fylgir háum hljóð- bylgjum, og nú er svo komið að þær eru notaðar á ótal vegu, og alltaf er verið að finna upp nýar aðferðir við notkun þeirra. Það er nú t. d. hægðar- leikur að sjóða egg við hljóðbylgjur, bræða málma og hreinsa loft og vatn. Framleidd hefur verið hljóðbylgju- vél, sem notuð er til þess að finna steypugalla í járni, er ekki verða gén- ir á yfirborði. Með þeim er líka hægt að finna hvar galli eða skemmd er í vél, án þess að taka þurfi vélina sundur. Læknar eru farnir að nota hljóð- bylgjur til þess að finna hvað að mönn- um gengur. Bylgjurnar fara hiklaust í gegn um líkamsvefinn, en þær endur- kastast ef þær reka sig á gallsteina, bólgur o. s. frv. Meira að segja hefur læknum tekizt að eyða gallsteinum í tilraunadýrum með hljóðbylgjum og með þeim hefur tekizt að hefta heila- bólgu og krabbamein á byrjunarstigi. Eins hafa þær reynzt vel við æðakölk- un og'til þess að draga úr þjáningum Þá hefur og verið fundin upp hljóð- bylgjuvél, sem blandar málningu miklu betur en áður var hægt, og ýmis- legt annað, sem þarf að blanda vel, svo sem ýmis meðul og efnablöndur. Meira. að segja er hægt að blanda sam- an vatni og olíu, svo að það aðskilji sig ekki. Og með hljóðbylgjum er hægt að bræða saman málma, sem aldrei hefur tekizt að bræða saman fyr, og gera þannig nýa blendimálma. Eins eru þessar bylgjur betri en nokkuð annað til þess að hreinsa málma. Þá eru þvottavélar þar sem öfluggr hljóðbylgjur „hrista“ þvottinn og ná úr honum öllum óhreinindum. Þær eru sagðar ódýrari en aðrar þvottavélar. Þá eru og hljóðbylgjur notaðar til þess að ná blettum úr þurrum fatnaði. Með háum hljóðbylgjum er hægt að hreinsa kolareyk úr loftinu, því að þær hnoða hinar örsmáu eindir í reyknum saman þangað til þær eru orðnar svo þungar að þær falla til jarðar. Þá hef- ur og tekizt að eyða þoku með þeim, þannig að vætan í þokunni safnast í dropa og fellur til jarðar. Enn eru þær notaðar til þess að leið- beina blindum mönnum. Er þá komið fyrir í staf þeirra áhaldi, sem sendir frá sér háar hljóðbylgjur, en þegar þær rekast á vegg eða eitthvað annað, endurkastast þær og eru þá heyranleg- ar. Þannig vara þær blinda menn við að reka sig á. Þá hafa og vísindamenn við ameríska háskóla gert ýmsar tilraunir með þær í gróðurhúsum, og hefur það komið í ljós, að bæði er hægt að hraða vexti jurta með þeim og eins er hægt að breyta jurtum. Og meðal ótal annars má svo nefna: gerilsneiðing mjólkur, niðursuðu mat- væla, og síðast en ekki sízt, að þeir sem hafa hljóðbylgjutæki í bílum sín- um þurfa ekki að fara út úr bílnum til að opna bílskúrinn. Þeir senda bara hljóðbylgjuskeyti, og skúrinn opnast sjálfkrafa. Kennari: — Mig langar i .ikið til þess að hrósa þér fyrir fin.ixarir. Hvenær ætlarðu að gefa mér tæki- færi til þess? , — Z — Dómari: Jæja, enn eruð þér kom- inn hér fyrir það að hafa barið á kon- unni yðar. Voruð þér drukkinn rétt einu sinni? Ákærði: Nei, að þessu sinni hafði hún yfirhöndina. — Z — Vesturheimsmaður var staddur í Noregi og hann langaði til að gefa. kunningja sínum einhverja hugmynd um hvað Ameríka væri stór. — Þú getur lagt á stað í bíl snemma morguns í Kentucky og haldið stöð- ugt áfram í sólarhring og samt ertu enn í Kentucky. — Já, ég skil það, sagði Norðmaður- inn, við eigum marga slíka bílskrjóða hér.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.