Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1954, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1954, Blaðsíða 10
46 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Suðausturhornið í Ólafskapellunni, frá vinstri: — Minningartafla um séra Ólaf Einarsson í Kirkjubæ í Hróarstungu, frá 17. öld; Ólafslíkneskja frá Kálfafells- stað, norsk, frá 17. öld; róðukross. gotneskur, frá Stað í Grunnavik; undir: alt- arisklæði frá 1683 frá Bæ í Borgarfirði og annað frá Miklabæ í Blönduhlíð; yzt bekkur frá Laugardal í Tálknafirði, með mynd Þórðar Jónssonar er þar bjó um 1700. r-á m afur kóngur skal nú samt hanga í kirkju sinni í Berufirði! Undir þessari töflu er prédikun- arstóll frá Bæ á Rauðasandi, lista- vel útskorinn og allur málaður, en skemmdur nokkuð af raka. Á hlið- um hans eru upphleyptar myndir af guðspjallamönnunum í prestabún- ingum, og framan á af krossfest- ingunni; María og Jóhannes eru í búningum eins og tíðkuðust, er stóllinn var gerður. Umhverfis efst er þessi áletrun: „ANNO 1617 TIL MINIS LIET SA ERVVERDVGI VEL VISE FROMME HEIDVRS MANN BIORN B MAGNVS SONN SMIDA ÞENNAN PREDICVNAR- STOL TIL ÆRV OG SÆMDAR VID ÞAD HEILSVSAMA LYF- KROPTVGA GVDZORD“. — Sá Björn bóndi, sem hér er átt við, er Björn sýslumaður, sonur Magnús- ar sýslumanns prúða, Jónssonar; fór hann að búa í Bæ á Rauðasandi 1598, dó 1635. En maður sá, er stól- inn gerði, hét Jón Greipsson, bóndi á Haugi, og er sagt, að hann hafi einvörðungu notað heimafengin efni í málninguna. Yfir dyrunum inn í vesturálm- una hangir róðukross í gotneskum stíl, frá Laugardal í Tálknafirði, líklega frá 16. öld, og til hliðar við dyrnar hangir altaristafla frá Rafnseyri, máluð á tré, sennilega þýzk eða hollenzk, frá því um 1500. Eru á henni myndir úr píslarsög- unni, krossfestingin, greftrunin og upprisan; hefur hún verið all vel gerð, en er nú talsvert skemmd af raka. — Á stalli meðfram norður- vegg má benda á þessa gripi: Alt- ariskross með róðu, í gotneskum stíl, frá Holti í Önundarfirði og tveir altarisstjakar, úr látúni, al- drifnir og hinir skrautlegustu með undnum legg; sennilega eru þeir danskir, frá 17. öld. Síðast voru þeir í Hellnakirkju á Snæfellsnesi, en hafa að líkindum upprunalega verið á Einarslóni eða Laugar- brekku. — Þá er minningartafla (epitaphium) um Pétur sýslumann Þorsteinsson á Ketilsstöðum á Völl -um og fjölskyldu hans. Er hún með krossfestingarmynd í miðju, og fjölskyldunni raðað upp til beggja handa. Á öðrum væng henn -ar er Móses með lögmálstöflurnar, og Jóhannes skírari á hinum. Tafl- an er máluð í Kaupmannahöfn 1769. en þá dvaldist Pétur sýslu- maður þar ásamt sonum sínum, og hafa þeir óefað setið fyrir hjá mál- aranum, er myndin var gerð. Sig- urður Pétursson skáld er yzt til vinstri á myndinni, þá níu ára. — Taflan hefur verið notuð sem alt- aristafla í kirkjunni á Ketilsstöð- um. — Handan við altarið, sem þarna stendur fyrir miðjum vegg, er minningartafla um síra Ólaf Einarsson á Kirkjubæ í Hróars- tungu (d. 1659) og fjölskvldu hans; er hún eins og hin fyrri að því leyti, að krossfestingarmynd er í miðju, og fjölskyldunni raðað upp til beggja handa, faðirinn með synina til vinstri og móðirin með dæturn- ar til hægri, og látin börn eins og reifastrangar framan við. Sonur síra Ólafs, síra Stefán skáld í Valla -nesi, hefur látið mála töfluna í Kaupmannahöfn, er hann var þar 1648, og er hann líklega sá einasti, sem setið hefur fyrir hjá málar- anum, en mynd hans er á milli tveggja bræðra hans til vinstri á töflunni. Á vinstri væng hennar er Kristur, húðstrýktur og þyrni krýndur (Ecce Homo), en mynd af upprisunni á hægri væng. Úti í horninu, á enda stallsins er útskorið líkan Ólafs helga, frá Kálfafellsstað. Það er í barokstíl, varla eldra en frá 17. öld, norskt að uppruna, ágætlega skorið og mjög eðlilegt, maður, sem stendur og talar. Búningurinn hefur verið íburðarmikill með upphleyptum liljum og skrautlega málaður, en málningin er nú mest öll farin af vegna raka og líkanið skemmt að ýmsu öðru leyti. Síra Jón Bjarna- son, er varð prestur að Kálfafells-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.