Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1954, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1954, Blaðsíða 15
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 51 ^©Cbrf<^Cb^(Í^C^(?=<^(^<i=(^CV=<CP<Q^CP^C^ff^Q^í7^(^í^Q=<(P<Q:=<CP<Q=<ö==<(l=<c7^Cl=<<;3=<ð=<Q=<CP<(i=<C:^Q=<i3=<Q=<ö=<Ci=<(?:s<Cbríö Finnbogi J. Arndal: I rúátum l^jœ^urLoítá Flýja varð bæinn undan hraunflóði úr Heklu í september 1845 Ég hljóður stend og hlusta, og horíi í fortið inn. Mér birtast margar myndir, og mjúkan blæinn finn frá löngu liðnum dögum, og léttan heyri óm frá starfsins önn á staðnum, sem sterkan átti hljóm. Við þessar þöglu rústir ég þreyi nokkra stund. Þær mæla sínu máli Við mig á ýmsa lund. — Hér raulað var við rokkinn og rekkur vefinn sló og lesin ljóð og sögur í ljúfri kvöldsins ró. Það var sem væru að hrynja að velli nálæg fjöll. í höfgu húmi virtist sem Hekla logaði öll. í augum fólksins óttinn og undrun þögul skín. Því finnst sem feigðarboðinn á ferð sé heim til sín. Það hvín í hvössum Ijáum og hrífur fara um svörð, þau syngja sumaróðinn á sveitabóndans jörð, og búfjár baul og jarmur þar blandar röddum við, og loftið allt, það ómar af ungra fugla klið. Við litla lýsistýru var listræn vinna þreytt, er haust og vetur höfðu í hörkur sumri breytt. Það stöðvaði ekki störfin þó stigi hríðin dans, um langar vetrar vökur, í véum búandans. Það biður heitrar bænar um björg í þungri neyð, — að lífsins faðir finni þeim feiknum aðra leið. — Þó hátt til himins legði frá Heklu eld og reyk, þá barst sú bænin hærra, í bálsins hrikaleik. 3 | j c Frá túnsins hæsta hjalla ég horfi um fagurt land. í nálægð Rangá rennur, um runna, skóg og sand. í fjarlægð fjöllin rísa og fagran mynda hring um grænar gróðurlendur, — um gamla Rangárþing. Mér heyrist túnið hjala um horfna bæinn sinn, og andvörp angri þrungin að eyrum liða finn. Það tregar ást og unað, sem oft það veitti skjól. Það harmar horfna fólkið, sem her við barm sér ól. Ég heyri blæinn hvísla í hverri bjarkargrein, um flóttann undan eldi, sem yfir bænum gein, og hrakti burtu bóndann, sem bjó við nægtir þar. Þau friðrof fyrnast eigi, því forða rústimar. Og loks að loknum störfum hér lesið guðsorð var, það helgibjarma breiddi á bú og annirnar. Og engill svefnsins öllum gaf öryggi og ró, og hvíld gaf nóttin hljóða, sem hverjum reyndist nóg. Um vetur, vor og sumar og veðurbólgið haust, við störfin stærri og smærri, var stjórnin góð og traust. Svo var um ár og aldir, að islenzk f jallaró, hún gæfu- og friðargeislum á gamla býiið slo. — ★ — Það var á sumri síðla, er sólin skein á teig. Á einu andartaki, þá yfir myrkur seig. Og jörðin tók að titra, því tröllið, Hekla brann, og dunur, brak og brestir, til bæjar heyrast vann. 3 \ l J } © _ s Sjá, hraunsins ógnar elfa um undirlendið rann, hún stefndi beint á bæinn, en — beygði fyrir hann. í dal, sem drottinn gerði, sú dauðans alda hneig, þar glóðin varð að grjóti. -----Xil guðs þá lofgjörð steig. En hér var nærri höggvið, því hluti túnsins brann, en aska grundir grænar, og gjallið, hylja vann. Þá flýði fólkið bæinn, sem fyrr var öruggt skjól, og var svo víða talið og virt sem höfuðbol. En bóndinn aftur byggði sinn bæ á öðrum stað, á sínu sama landi. Hann sýndi mönnum það, að tryggðabönd ei bresta við bylji, frost né glóð, það stælir aðeins orku og íslenzkt vermir blóð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.