Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1952, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1952, Page 13
r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 481 f G. D. r* i Bænir og andvörp málleysingjanna gláptu á hann eins og þeir heldu að hann væri orðinn vitlaus. En hann sat hinn rólegasti og át hvern tóm- atinn eftir annan, þangað til hann hafði lokið því, sem í körfunni var. Allir bjuggust við því að hann mundi detta niður steindauður þar á stundinni. En svo var ekki. Hann þurrkaði sér um munninn og gekk svo hröðum og léttum skrefum á brott. Og daginn eftir var hann enn í fullu fjöri. Fregnin um þetta barst eins og eldur í sinu um allt nágrennið. Og þetta varð til þess að menn fóru að narta í tómata í laumi heima hjá sér og biðu þess milli vonar og ótta að sér yrði illt af þessu. En er það varð ekki, þá átu þeir meira. Engum varð illt af þessu. Þar með var björninn unninn. Þar með var „ástar-eplið“, eða tómatinn gerður að verzlunarvöru og nauðsynjavöru. Johnson sýndi það sjálfur að heilsusamlegt er að eta tómata, því að hann varð 76 ára gamall og var hinn sprækasti fram til seinustu stundar. Nú er svo komið, að 40—50,000 smálestir af tómötum eru ræktaðar á ári hverju í grennd við Salem, borgina þar sem Johnson átti heima og þar sem hann kenndi mönnum átið. Þarna eru þessir eldrauðu ávextir soðnir niður í stórum stíl, gert úr þeim mauk og lögur og „catsup“ og óhemju mikið er etið af þeim hráum. Það líður varla svo dagur að húsfreyur hafi ekki tómat á borðum í einhverri mynd. Og ekki hefur álit tómat- anna minnkað síðan það uppgötv- aðist að þeir eru mjög auðugir að C-fjörefni. Það var Robert Gibbon Johnson að þakka að tómatarnir komust til vegs og virðingar, svo að nú er jafnvel farið að rækth þá í stórum stíl norður á íslandi. — Hann ætti það skilið að garðyrkjumenn heldi minningu hans í heiðri. FLEST húsdýrin svonefndu hafa verið háð manninum og undir hann gefin, í þúsundir ára, og verið stoð hans og stytta í baráttunni fyrir lífinu. Þau eiga því sinn þátt í framförum og menningu einstak- linga og heilla þjóða. En þrátt fvrir náin kynni manna af þeim — og dýralífi yfirleitt, frá ómuna tíð, þekkja menn lítið tilfinningalíf þeirra, eða andlegt ástand. Þau hafa verið kölluð skynlaus, mál- laus, sálarlaus og þar fram eftir götum, jafnvel skoðuð sem dauðir hlutir, sem hver og einn mætti níð- ast á eftir eigin geðþótta. Þó hafa sum húsdýrin oft og einatt sýnt meira vit en eigendur þeirra eða húsbændur. Menn hafa látið þau vinna fyrir sig eins og vélar og etið þau síðan með góðri lyst. Bænir, andvörp og kvartanir ein- stakra dýrategunda, sem þeim er lagt hér í munn, eiga að nokkru leyti að túlka tilfinningar þeirra og til að minna menn á, sem hafa skepnur undir höndum, að dýrin eru ekki skynvana, eða tilfinninga- laus. Vel mætti brýna fyrir skólafólki, betur en gert er, að sýna dýrum nærgætni, sem nemendur kunna síðarmeir að taka í þjónustu sína og sem þeir eiga að þakka afkomu sína og atvinnulíf. HESTURINN Húsbóndi góður, ljá þú eyra bænar- kvaki mínu og kvörtunum. Manstu eftir því, þegar ég var folald, tryppi eða nýtaminn góðhestur. Það voru negldir undir iljar mínar stál- slegnir ilskór, beizli spennt um höfuðið á mér og söðull lagður á bakið, girtur undir kvið. Þú varpaðir þér í söðulinn og tókst í beizlistaumana. Þá réði ég mér ekki fyrir fjöri. Ég var í góðum holdum.Vöðvar í líkama mínum hriykl- uðust eða þöndust út eftir kröfum áreynslunnar. Ég hljóp á hvað sem fyrir var og reif mig fram úr félögum mínum á sprettinum. Þegar þú hús- bóndi góður fórst af baki straukstu mér vingjarnlega og klappaðir mér. Ég svaraði því að núa höfðinu upp við þig, frýsa og sletta á þig volgri munn- froðunni. Þetta léztu þér vel lynda og brostir framan í mig. Eftir langan og harðan sprett, á glærum ísi og rifa- hjarni, fékk ég lostæta heytuggu í stall- inn minn og svalandi þorstadrykk. Allt virtist leika í lyndi. En nú eru breyttir tímar. Ég er farinn að verða hrumur af elli. Fætur mínir stirðir, sinaberir og giktveikir. Það eimir eftir af til- finningu í gömlum sárum, hófarnir eru orðnir þunnir og slitnir með ótal sprungum. Ég er því orðinn sárfættur og þoli ekki að ganga nema eftir mjúk- um jarðvegi. Ég á bágt með að tyggja heyið, sem mér er gefið — ef hey skyldi kalla, vegna þess hvað tennur mínar eru orðnar gisnar og slitnar. Nú nýt ég ekki góðs atlætis frá þér eða öðrum og ekki heldur þeirrar umhyggju, er ég naut á bezta skeiði æfi minnar. Nú kemur það fyrir að ég verð að híma kaldur, blautur og sárþjáður undír hús- vegg, í hvaða veðri sem er, þar sem ég á að njóta húsaskjóls. Og þegar ínn er komið sé ég að jata mín er hálffull af fóðurúrgangi frá öðrum skepnum. Annaðhvort verð ég að leggja mér það til munns eða kveljast af hungri. Oft er mér gefinn snjór á veturna í staðinn fyrir þorstadrykk. Á ég oft bágt með að svala mér á honum vegna tanna- kuls. Nú glansa ekki lengur hár mín og húð eins og þegar ég var á æskuskeiði. Ég hef eingöngu slitið kröftum mínum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.